Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 35

Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 35
MÁNUDAGUR 9. nóvember 2009 19 Bókmenntir ★★ Ég og þú Skáldsaga eftir Jónínu Leós- dóttur Vaka Helgafell 2009, 205 bls. Ástfangnar í menntó Jónína Leósdóttir hefur sent frá sér þriðju og síðustu bókina í röð um þær stöllur Önnu og Kötu, þær fyrri eru Kossar og ólífur og Svart og hvítt. Eins og tíðkast í prinsessu- sögum af þessu tagi ná þær sér báðar í kærasta, önnur litaðan og hin stelpu, bæði útlendinga. Sagan lýsir þannig tvenns konar tilfinn- ingalegu uppgjöri, sjálfstæðisyfir- lýsingu, reyndar í umhverfi sem er frekar líbó. Þetta eru því sættandi bókmenntir, valhópur útgefanda og höfundar eru unglingsstúlkur enda veitir þeim hópi ekki af huggunarbókmenntum eins og hann er leikinn af vitundariðnaði skemmtistjóra og fata- og meik- framleiðenda. Jónína skrifar sléttan og átakalítinn stíl sem sækir mest í sápur, hversdagslegt fjas um allt og ekkert, umhverfis lýsingar eru rýrar, helst staldrað við klæðaburð ungu stúlknanna. Hann er svolítið náttúrulaus, jafnvel í kynlífslýsing- um, hið líkamlega sem ætti að vera ósandi um fólk á þessum aldri er teprulega fjarri. Girndin er klædd í sellófan í þessum heimi, enda væri slíkt of ögrandi í hinum settlega heimi bókmennta á borð við þess- ar. En Jónína gerir allt fallega innan þessara marka á þeim fleti sem hún vill sýna og lesendur hennar vilja líklega sjá ef marka má iðnað- arbókmenntir fyrir sama aldurshóp sem er ugglaust nokkru yngri en söguhetjurnar. Frelsisboðunin sem er erindið er því takmörkuð og ekki ögrandi. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Settleg afþreying fyrir unglinga, stúlkur ... og pilta. Bókmenntir ★★ Himinninn yfir Þingvöllum Smásögur eftir Steinar Braga Mál og menning 2009, 299 bls. Svartur himinn Víst er Steinar Bragi staddur á stað sem íslensk skáld sækja ekki, utan við landakortið, býr á eyju utan við landhelgi Rithöfundasambandsins? Það þarf lítið að þrefa um rithæfni hans í spunalöngum sögum, hér eru þær þrjár, þar sem einstaklingur, einn eða fleiri, ánetjast í hversdagslegu umhverfi einhverju illu afli sem er handan skilvitlegs lífs: nóttina smjúga smádjöflar, eins og segir í kvæðinu. Hér setjast þeir upp á óreynda og vitgranna bjána sem grunlausir ánetjast illskunni. Höfundur þenur skáldstrengi í ómstríðu sköpunarverkinu, það þýtur úr honum hugkvæmnin svo lesanda sundlar ef hann á annað borð nennir að lesa, sem ég veit ekki hvort maður nennti nema fyrir kaup. Alveg satt. Stundum verður texti Steinars eins og afar nákvæmur manúall við tæki sem á að meiða einhvern úr fægðu stáli sem má spenna upp í skilvitunum og skáldið ölvast af óhugnaði og heldur áfram og áfram. Og vitandi að Steinar á þá ónotað- an hluta af nótnaborðinu má spyrja hví hann hamast svona mikið á sömu nótunum. Þetta þriggja sagna safn er á köflum furðulegt og víða áberandi þreytandi og leiðinlegt. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Er Steinar út úr kortinu eða snýst hann í hringi á sama stað? Bókmenntir ★★ Bókasafn Ömmu Huldar Skáldsaga með myndum eftir Þórarin Leifsson Mál og menning 2009, 216 bls. Tröll hafi þig Þórarinn Leifsson átti snarpa innkomu á markað fyrir tveimur árum með mannætusögu sinni af föður og fjölskyldu hans. Þar var hugmyndaríkum huga hleypt á lendur fjölskyldunnar, talandi var mælskur og fullur af fjöri. Er nú framhaldið í framtíðarhrylli sem er skekkt ýkt mynd af óhugnaði bankasamfé- lagsins þar sem vondi kallinn er samsettur af Davíð Oddssyni og Ólafi Ragnari og er gaman að sjá þá frændur brædda í eitt mót. Heimurinn er lengra kominn en okkar í þróun sinni og auðvaldsþjónkun, en á jaðrinum lafa þeir sem komast ekki í betri sæti á kringlunni sem er á hraðferð um geiminn. Þórarni hefur verið líkt við Roald Dahl, óttalaus inklúderar hann ógn og viðbjóð í sögusniðið. Börn eru sólgin í hrylling sem hleypir fjöri í blóðið. Í þeim skilningi er Þórarinn enn barn. Hann er ekki eins kaldlyndur og Roald, gaman hans er góðlegra. Frásögn hans er fjörmikil enn, dálitið óreiðukennd og fer hratt fram. Mínum lesanda þótti bókin „weird“ eins og hann sagði. Sjálfum þótti mér hún full kaotísk, en skemmtileg er hún víða og óhamin í andanum. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Nýr áfangi fyrir ungan höfund sem er líklegur til að halda áfram óhræddur um mikil- væg lönd furðu og kunnugleika. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 9. nóvember 2009 ➜ Listahátíð Unglist, listahátíð ungs fólks, stendur til 14. nóvember. Ókeypis er á alla viðburði. Nánari upplýsingar á www. hitthusid.is. 20.00 Kvartettinn Esja flytur píanó- kvartett Brahms no. 3 í c moll. ➜ Upplestur Bæjarlistamaður Seltjarnarness, Ragn- heiður Steindórsdóttir leikkona, les upp á Bókasafni Seltjarnarness í Eiðistorgi. 17.00 Upplestur fyrir yngri börn. 17.45 Upplestur fyrir unglinga. 18.00 Upplestur fyrir full- orðna. ➜ Hannyrðir UNIFEM stendur fyrir föndurkvöldi í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna við Laugaveg 42, 2. hæð. Lay Low og Trúbatrixur gefa tóninn og kennd verð- ur fiðrildagerð úr þæfri ull. Allir velkom- ir. Nánari upplýsingar á www.unifem.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.