Fréttablaðið - 09.11.2009, Page 42

Fréttablaðið - 09.11.2009, Page 42
26 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin Aston Villa - Bolton 5-1 1-0 Ashley Young (4.), 2-0 Gabriel Agbonlahor (42.), 2-1 Johan Elmander (44.), 3-1 John Carew (52.), 4-1 James Milner (71.), 5-1 Carlos Cuellar (74.). Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður. Blackburn - Portsmouth 3-1 0-1 Jamie O‘Hara (15.), 1-1 Jason Roberts (52.), 2-1 Ryan Nelsen (72.), 3-1 Jason Roberts (85.). Hermann Hreiðarsson, Portsmouth, er meiddur. Manchester City - Burnley 3-3 0-1 Graham Alexander (18.), 0-2 Steven Fletcher (31.), 0-2 Steven Fletcher (31.), 1-2 Shaun Wright- Phillips (42.), 2-2 Kolo Habib Toure (54.), 3-2 Craig Bellamy (57.), 3-3 Kevin McDonald (86.). Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem vara- maður í liði Burnley. Tottenham - Sunderland 2-0 1-0 R. Keane (11.), 2-0 Tom Huddlestone (67.) Chelsea - Manchester United 1-0 1-0 John Terry (75.). Hull - Stoke City 2-1 0-1 Matthew Etherington (28.), 1-1 Seyi Olofinj- ana (61.), 2-1 Jan Vennegoor of Hesselink (90.). West Ham - Everton 1-2 0-1 Louis Saha (26.), 0-2 Dan Gosling (63.), 1-2 Junior Stanislas (64.). Wigan - Fulham 1-1 1-0 Emmerson Boyce (13.), 1-0 Emmerson Boyce (13.), 1-1 Clint Dempsey (38.) Wolves - Arsenal 1-4 0-1 Ronald Zubar, sjálfsmark (28.) 0-2 Jody Craddock, sjálfsm. (34.), 0-3 Cesc Fabregas (45.), 0-4 Andrei Arshavin (65.), 1-4 Craddock (88.) STAÐAN Chelsea 12 10 0 2 29-8 30 Arsenal 11 8 1 2 36-14 25 Man. United 12 8 1 3 23-12 25 Tottenham 12 7 1 4 23-17 22 Aston Villa 12 6 3 3 20-12 21 Man. City 11 5 5 1 21-14 20 Liverpool 11 6 0 5 25-16 18 Sunderland 12 5 2 5 20-19 17 Stoke City 12 4 4 4 12-15 16 Burnley 12 5 1 6 15-25 16 Fulham 11 4 3 4 14-14 15 Everton 11 4 3 4 15-17 15 Wigan 12 4 2 6 13-22 14 Blackburn 11 4 1 6 14-25 13 Birmingham 11 3 2 6 8-12 11 Bolton 11 3 2 6 15-24 11 Hull City 12 3 2 7 10-25 11 West Ham 12 2 4 6 16-20 10 Wolves 12 2 4 6 12-22 10 Portsmouth 12 2 1 9 10-18 7 Subway-bikarkeppni karla Stjarnan - Keflavík 76-91 Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 31, Jovan Zdravevski 20, Magnús Helgason 11, Kjartan Atli Kjartansson 5, Birgir Björn Pétursson 5, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 2. Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 27, Rashon Clark 19, Sigurður Þorsteinsson 19, Hörður Axel Vilhjálmsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 3, Davíð Þór Jónsson 2. Breiðablik - FSu 74-59 Haukar - ÍR 70-94 Fjölnir - Skallagrímur b 121-57 KR b - Valur 68-80 Mostri - Hamar 61-113 Haukar - ÍR 70-94 Reynir, Sandgerði - ÍBV 66-69 Keflavík b - Hrunamenn 66-74 Hekla - KFÍ 64-98 Valur b - Tindastóll 68-84 ÚRSLIT FÓTBOLTI Chelsea vann í gær 1-0 sigur á Manchester United í stór- leik helgarinnar í ensku úrvals- deildinni. Það var fyrirliðinn John Terry sem skoraði markið með skalla á 76. mínútu eftir fyrirgjöf Frank Lampard úr aukaspyrnu. Manchester United hafði ekki unnið Chelsea á Stamford Bridge í sjö ár og sú bið lengist nú enn. Enn fremur er forysta Chelsea á toppi deildarinnar nú fimm stig en Arsenal skaust um helgina upp í annað sæti deildarinnar með 4-1 sigri á Wolves á laugardaginn. Arsenal á þar að auki leik til góða á bæði Chelsea og United. Leiksins í gær var beðið með mikilli eftirvæntingu. Eins og svo oft áður í slíkum stórleikj- um stóð leikur- inn ekki undir þeim vænting- um en fá færi litu dagsins ljós. United þótti þó heldur sterkari aðilinn í leiknum, sér í lagi í fyrri hálfleik. Wayne Rooney komst tvívegis nálægt því að skora og Darren Fletcher átti mjög fínan leik á miðjunni. Unit- ed getur þó huggað sig við að liðið lék ágætlega þó svo að þeir Rio Ferd- inand, Nemanja Vidic og Dimitar Berbatov hafi allir verið frá vegna meiðsla. Jonny Evans og Wes Brown stóðu því vaktina í hjarta varnarinnar gegn hinum stór- hættulegu Didier Drogba og Nicol- as Anelka, sóknarmönnum Chel- sea. En eina mark leiksins kom upp úr föstu leikatriði og var Alex Fergu- son, stjóri United, alls ekki sáttur að það mark fékk að standa gilt. „Darren Fletcher vann boltann löglega. Hann kom aldrei við Ashley Cole,“ sagði Fergu- son um aukaspyrnuna sem var dæmd á Fletcher og skóp mark Chelsea. „Didier Drog- ba togaði svo Wes Brown niður í teignum áður en markið kom. Stað- setning dómarans var líka fáránleg. Einn leikmaður Chelsea byrgði honum sýn en hann færði sig samt ekki,“ bætti Ferguson við. „ Þ et t a va r slæm dómgæsla. En það er ekkert hægt að gera í því. Við getum sjálfum okkur um kennt. Við fengum frábær færi til að klára leikinn en kláruðum þau ekki.“ Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, vildi skoða markið aftur áður en hann tjáði sig um það en fannst þó rétt að dæma aukaspyrnu. Hann var vitanlega hæstánægður með sigurinn en sagði nauðsynlegt fyrir leikmenn að halda einbeit- ingu sinni. „Ég vona að leikmennirnir snúi til baka eftir landsleikjafríið í góðu ástandi og að við munum þá halda áfram okkar striki,“ sagði Ance- lotti. „Við höfum aðeins spilað tólf leiki og við vitum vel að tímabilið er langt. Við þurfum að vera með hugarfarið áfram í lagi.“ Ferguson viðurkenndi að tapið í gær hefði verið þýðingarmeira en þegar United tapaði fyrir Liver- pool í síðasta mánuði. „Staðreyndin er sú að Chelsea er nú fimm stigum á undan okkur,“ sagði Ferguson. „Tapið fyrir Liver- pool hafði ekki áhrif á stöðu okkar í deildinni í þeim skilningi að með sigri í dag hefðum við farið á topp deildarinnar.“ Tottenham og Aston Villa nýttu sér að Manchester City gerði jafntefli við Burnley um helgina. Tottenham vann 2-0 sigur á Sunder- land og kom sér upp í fjórða sæti deildarinnar og Aston Villa fór í fimmta sætið eftir 5-1 stórsigur á Bolton. City er nú í sjötta sæti og Liverpool því sjöunda. West Ham, Wolves og Ports mouth töpuðu öll sínum leikjum um helg- ina og eru í þremur neðstu sætun- um. Hull kom sér hins vegar úr fallsæti með 2-1 sigri á Stoke. Umferðinni lýkur í kvöld með viðureign Liverpool og Birming- ham. eirikur@frettabladid.is KLÁRUÐU UNITED Frank Lampard lagði upp sigurmark John Terry í leiknum í gær. Hér fagna þeir félagarnir markinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Terry tryggði Chelsea væna forystu John Terry, fyrirliði Chelsea, tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Manchester United í toppslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er nú með fimm stiga forystu á United og Arsenal, sem á þó leik til góða. SIR ALEX Afar ósáttur við störf dómarans í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Ljóst er að bikarmeist- arar Stjörnunnar verja ekki titil sinn en þeir lutu í lægra haldi fyrir Keflavík í Garðabænum í gær, 76-97. Gestirnir voru með tökin á leiknum frá upphafi til enda og höfðu forystuna allan tímann. „Við vorum klárir frá fyrstu mínútu og áttum í raun aldrei slæman kafla. Við áttum harma að hefna gegn þessu liði síðan í deildarleiknum en þar spiluð- um við arfaslakan leik. Þetta var sigur liðsheildarinnar, Kaninn hjá okkur fór meiddur af velli snemma en það kom ekki að sök,“ sagði Gunnar Einarsson, sem skoraði 27 stig fyrir Keflavík í leiknum. Fannar Freyr Helgason er enn á meiðslalistanum hjá Stjörnunni og þar munar um minna. Von- ast er þó til að hann verði klár í slaginn í næsta leik. Mikil ábyrgð hvílir á herðum Justins Shouse en framlagið frá öðrum leikmönnum Garðabæjarliðsins hefði mátt vera meira í gær. „Þeir voru skrefinu á undan okkur allan leikinn,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við vorum eins og kettlingar í okkar aðgerðum. Það var eins og menn hefðu litla trú á þessu verk- efni. En við dveljum ekki lengur við þessa keppni, við verðum að halda okkar striki. Við lentum á móti miklu betra liði að þessu sinni.“ - egm Stjarnan vann 21 stigs sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar í Garðabænum í gær: Búið spil hjá bikarmeisturunum RASHON CLARKE Skoraði nítján stig og tók níu fráköst gegn Stjörnunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Fram fór upp í þriðja sæti N1-deildar kvenna með góðum sigri á Haukum á Ásvöllum í gær, 27-24. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Fram var þó með tveggja marka forystu að honum loknum, 15-13. Fram virtist ætla að tryggja sér öruggan sigur í seinni hálfleik en Haukar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar skammt var til leiksloka. Framarar höfðu þó betur á lokasprettinum. „Ég var orðin smá stressuð í lokin,“ sagði Stella Sigurðardóttir, Fram, sem skoraði tíu mörk í leikn- um. „En við héldum haus og kláruð- um leikinn. Mér fannst þetta sann- gjarn sigur þó svo að við misstum aðeins dampinn í lok leiksins. Við vorum með þetta allan tímann.“ Valur og Stjarnan eru á toppi deildarinnar með tíu stig en Fram er nú með átta stig. Haukar eru með sex og hafa nú dregist nokk- uð aftur úr. „Þetta var afar mikilvægur sigur enda allir innbyrðisleikir þessara liða gríðarlega jafnir og spennandi. Þar geta allir unnið alla. Við virðumst þó vera með tak á Haukunum enda unnum við þær 2-0 í úrslitakeppninni í fyrra og svo aftur í Reykjavíkurmótinu í haust. Ég er allavega ekki hrædd við Haukana,“ sagði Sara og brosti. Markverðir liðanna voru bestu menn vallarins í gær. Heiða Ing- ólfsdóttir varði alls átján skot í marki Haukanna og hélt sínum mönnum inni í leiknum lengi vel. Íris Björk Símonardóttir varði fimmtán skot fyrir Fram. Ramune Pekarskyte og Hanna G. Stefánsdóttir voru langat- kvæðamestar í sóknarleik Hauka, sem einkenndist annars af mis- heppnuðum sendingum og töpuð- um boltum. - esá Fram vann þriggja marka sigur á Haukum í gær: Mikilvægt hjá Fram TÍU MÖRK Stella Sigurðardóttir fór fyrir sóknarleik Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.