Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 46

Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 46
30 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. sæti, 6. kúgun, 8. þessi, 9. þunnur vökvi, 11. til dæmis, 12. frumefni, 14. mælieining, 16. persónufornafn, 17. orlof, 18. ennþá, 20. óhreinindi, 21. heimili. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. skammstöfun, 4. víbrator, 5. mein, 7. hænsnfugl, 10. blása, 13. heyskaparamboð, 15. kennslustund, 16. þögn, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. setu, 6. ok, 8. hin, 9. lap, 11. td, 12. flúor, 14. karat, 16. þú, 17. frí, 18. enn, 20. im, 21. inni. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. eh, 4. titrari, 5. und, 7. kalkúnn, 10. púa, 13. orf, 15. tími, 16. þei, 19. nn. Stuttmyndin Eyja eftir Dögg Móses- dóttur er ein þeirra mynda sem verða sýndar á íranskri kvikmynda- hátíð. Hátíðin, sem ber heitið Par- vin Etesami Film Festival, er nefnd eftir írönsku ljóðskáldi og er hún tileinkuð kvikmyndum í leikstjórn kvenna. „Aðstandandi hátíðarinn- ar hafði samband við mig í gegnum Fésbókina og bað mig um að taka þátt. Ég sendi inn stuttmynd sem heitir Eyja og er byggð á sannsögu- legum atburðum sem áttu sér stað í heimabæ mínum, Grundarfirði. Myndin fjallar um ungu stúlku sem verður vitni að sjóslysi og voru slík slys nokkuð tíð í gamla daga. Sjómennirnir drukknuðu allir því þeir voru allir ósyndir alveg eins og fólkið í fjörunni sem gat ekkert gert nema horfa á,“ útskýrir Dögg. Myndin þykir svolítið tilrauna- kennd og stutt, en hún er aðeins um tíu mínútna löng. „Ég kláraði myndina árið 2007 minnir mig og hún er búin að vera á flakki á milli kvikmyndahátíða síð- astliðið ár og hlaut meðal ann- ars verðlaun fyrir bestu leik- stjórn og bestu tónlistina á Sitges Inter national Film Festival á Spáni.“ Undanfarin tvö ár hefur Dögg staðið fyrir kvikmynda- hátíðinni Northern Wave Film Festival sem fram fer í Grundarfirði. Þriðja hátíðin verðu haldin í byrjun mars á næsta ári og er undirbúningur fyrir hátíðina þegar hafinn. „Grundfirðingar er mjög stoltir af þessari hátíð og núna í ár ætlum við að reyna að fá fleira á fólki frá nesinu öllu til að taka þátt í þessu með okkur. Erlendis virðist hátíðin hafa spurst út meðal kvikmyndagerðar- fólks og við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvenær hátíðin byrji að taka við myndum,“ segir Dögg að lokum. Sk i lafrestur á myndum er til 1. desember. Upp- lýsingar má finna á www.northern- wavefestival.com. - sm Íslensk stuttmynd á kvikmyndahátíð í Íran DÓMNEFNDIN Dögg Mósesdóttir stendur lengst til vinstri, næst Bertrand Mandico, Kristín Jóhannsdóttir og Hilmar Örn Hilmarsson. Þau skipuðu dómnefndina í fyrra. Tvær bækur sem koma út fyrir þessi jól bera sama nafnið, Hjart- sláttur. Annars vegar er um að ræða ævisögu Hjálmars Jónsson- ar dómkirkjuprests og hins vegar unglingabók Ragnheiðar Gests- dóttur. Báðir rithöfundarnir eru sammála um að þetta gæti kannski leitt til skemmtilegs misskilnings, gæti svo farið að óharðnaður ungl- ingur fengi bók um miðaldra prest og einhver af eldri kynslóðinni sögu af ást á örlagatímum. „Svo segja menn að það sé ekki samkeppni á milli forlaga, þetta er bara skýrasta dæmið um að það er bullandi samkeppni á þessum markaði,“ segir Hjálmar og rifjar upp nokkuð skondna sögu í þessu samhengi. „Þannig var að þegar ég var að fermast þá hét ferm- ingakverið Vegurinn. Eitt ferm- ingasystkinanna fór og keypti það en fannst það heldur dýrt. Enda hafði það keypt reyfara sem hét Gatan.“ Hjálmar leyfir sér þó ekki að efast um að unglingar geti haft gaman af bókinni sinni. „Ég fer reyndar ekkert yfir unglingaást- ina en bernskan er þarna, þetta er ekki bara bók um gamlan klerk.“ Hjálmar segir sinn hjartslátt dreg- inn af því að slíkur sláttur hafi fylgt honum alla tíð. „Ég var mjög feiminn sem barn, stamaði og var óframfærinn og því fór hjartað að slá ögn örar þegar maður var kall- aður upp í tímum,“ útskýrir Hjálm- ar og svo sé það hin ástæðan: „Svo var ég tekinn í hjartaaðgerð fyrir nákvæmlega fimm árum, samdi reyndar ljóð sem hét hjartalag og var að íhuga að kalla bókina það,“ en hjartsláttur varð ofan á. Ragnheiður segist hafa feng- ið nokkrar ábendingar um þessa skemmtilegu tilviljun. „Já, þetta er mjög skrýtið og nei, það er ekk- ert sjálfsævisögulegt í minni bók. Sagan er bæði gömul og ný, þetta er um unga elskendur sem eiga ekki að fá að njótast,“ útskýrir Ragnheiður. Hennar hjartsláttur vísar að sjálfsögðu til ástarinnar en einnig búsáhaldabyltingarinn- ar sem er umhverfi sögunnar. „Sá taktur sem þar var sleginn var hjartsláttur þjóðarinnar og þeirrar frelsisþrár sem þarna kviknaði,“ útskýrir Ragnheiður og bætir því við að það sé kannski ekkert óeðli- legt að tvær bækur með þessu heiti skuli koma út. „Við erum öll mann- eskjur og þetta sameinar okkur öll, hjartslátturinn.“ freyrgigja@frettabladid.is RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR: HJARTSLÁTTURINN SAMMANNLEGUR TVÆR BÆKUR HEITA HJARTSLÁTTUR MEÐ HJARTSLÁTT Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur gefa bæði tvö út bækur sem bera nafnið Hjartsláttur. Þau eru sammála um að markhópar þeirra gætu haft gaman af hinni bókinni líka enda sé hjartsláttur sammannlegur. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI HVAÐ SEGIR MAMMA? „Mér finnst þetta bara vera mjög sniðugt hjá þeim, það er ekkert að þessu.“ Elsabet H. Baldursdóttir, móðir Kristínar Gígju Sigurðardóttur sem tók þátt í kynlífstilraun útvarpsstöðvarinnar Kanans. DÖGG MÓSESDÓTTIR FR ÉTTB LA Ð IÐ /PJETU R Jógvan Hansen mun syngja Eurovision- lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens. Færeyski söngvarinn segir þetta vera einn af hápunktum ferils síns; Bubbi hafi verið eini íslenski tónlistar- maðurinn sem hann hafi þekkt til áður en hann kom til Íslands, Færeyingar þekki til að mynda lagið Það er gott að elska ákaf- lega vel. Og Óskar Páll samdi lagið Hvern einasta dag en það færði Jógvan sigur í X- Factor. „Þetta er mikill heiður og framar öllum mínum vonum. Ég hefði verið heimskasti maður Íslands og jafnvel Færeyja líka ef ég hefði sagt nei við þessu tilboði,“ segir Jógvan. Bubbi bar mikið lof á hæfileika Jógvans þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Bubbi er reyndar búinn að glíma við flensu undan- farnar tvær vikur og upplýsir, í framhjá- hlaupi, að hann hafi reynt að tala sem minnst undanfarna daga. „Og eflaust eiga einhverjir eftir skella uppúr þegar þeir lesa þetta.“ En þá að Eurovision-laginu. Bubbi segir Jógvan hafa í raun allt til brunns að bera til að geta náð langt í tónlistarbrans- anum. „Jógvan er fyrst og fremst afbragðs söngvari, hann hefur sterka sviðsnánd og kemur vel fyrir í alla staði. Hans rödd mun henta mjög vel því sem við erum að pæla í að gera og útlitið skemmir ekki fyrir.“ Bubbi hefur alla tíð verið mikill tals- maður þess að syngja á íslensku en enskan hefur smám saman verið að taka yfir í hinni íslensku for- keppni. Bubbi segir að það muni ráðast með teningakasti hvort verði ofaná, íslenskan eða enskan. „Og svo verður sá sem tapar bara að bíta í það súra epli að lenda undir.“ - fgg Jógvan syngur lag Bubba í Eurovision JÓGVAN Mikill heiður að syngja lag Bubba og Óskars Páls. BUBBI Finnst Jógvan afbragðs söngvari. Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramóta- skaupsins, ætlar augljóslega að láta Skaupið koma á óvart. Því hann er nánast ófáanlegur til að gefa upp eitt eða neitt í kringum framgang þess. Yfirleitt hefur því verið lekið í fjölmiðla hverjir leika í Skaupinu en leikstjórinn liggur á þeim lista eins og ormur á gulli. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að Ladda muni bregða fyrir í Áramótaskaupinu. Gunnar Björn hefur vafalítið ekki þurft að hafa mikið fyrir því enda var hann aðstoðarleikstjóri í kvikmyndinni Jóhannes sem Laddi leikur einmitt aðalhlutverkið í. Þá mun Gunnar Hansson einnig leika í Skaupinu sem og Víkingur Kristjánsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir. Þá mun Margrét Áka- dóttir einnig bregða á leik í Áramótaskaup- inu en áður hefur verið greint frá því að Árni Pjetur Guðjóns- son verði meðal leikara. Og síðasti þáttur Fangavaktarinnar, með Ólaf Ragnar fremstan í flokki, fór í loftið í gær. Ekki gekk víst snurðulaust að koma honum á þartilgerðar spólur og sátu tæknimenn og leikstjórinn Ragnar Bragason langt fram undir laugar- dagskvöld við að redda málunum. Ragnar hyggst nú bregða sér í langþráð sumarfrí, ætlar að liggja með tærnar uppí loftið næstu þrjá mánuði og njóta vaktarlausra daga. Aðdáendur þáttanna geta þó huggað sig við það að á sunnudaginn eftir viku verður sýnd klukkustundarlöng heimildarmynd um gerð þess- ara þriggja þátta- raða. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Til Los Angeles í Bandaríkjunum. 2 Berlínarmúrinn féll í Þýskalandi. 3 Hjartsláttur. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.