Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1937, Blaðsíða 4
lðnráð Reykjavíkur.
Tímarit Iðnaðarmanna
Með hinni nýju reglugerð uin kosningu og
starfssvið iðnráða er þetta fyrsta iðnráð ís-
lendinga úr sögunni. Hið nýja iðnráð Reykja-
víkur mun ekki hafa komið saman enn til þess
að kjósa sér stjórn o. s frv. En 23., des., á 9.
afmælisdegi sínum, kom fráfarandi iðnráð
saman til þess að kveðjast og gleðjast að skiin-
aði. Tíminn var ekki hentugur, í mestu önnun-
um fyrir jólin, og komu því færri en annars
liefði verið. En alt fór prýðilega fram og var
kvöldið hið ánægjulegasta fyrir alla, sem þar
voru.
Helgi Hermann Eiríksson, formaður iðn-
ráðsins öll árin, stjórnaði enn þessum. siðasta
„fundi" þess og flutti þar eftirfarandi ræðu.
Heiðruðu fulltrúar og gestir.
Þótt þetta sé ekki venjulegur iðnráðsfundur,
heldur séum við, sem, sum að minsta kosti,
höfum stað'ið og strítt saman í iðnráði Reykja-
víkur í undanfarin 9 ár, komin hér saman til
þess að slila þessu samstarfi og kveðjast og
þetta sé fyrsti og siðasti skemtifundur þessa
iðnráðs, þá finst mér ekki óviðeigandi að ég
segi hér nokkur orð að skilnaði.
Eins og mörg ykkar muna, þá var iðnráð
Reykjavíkur stofnað sunnudaginn 23. des.
1928. Það var stofnað að tilhlutun Iðnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík, aðallega til þess
að sjá um framkvæmd iðnaðarlaganna og iðn-
aðarnámslaganna frá 1927 og reglugerðar um
iðnaðarnám. Þvi þótt lögreglustjórar og lög-
regla eigi að sjá um að lögum og reglugerðum
sé hlýtt, j)á vitum við öll, að á jiví vill verða
misbrestur, ef hún er ekki beinlínis köiluð til,
og til þéss erum við seinþreyttir, íslendingar.
Það er nú Jiokkuð margt, sem g'etur dreg-
isl inn undir liugtakið framkvæmd laga um
iðnað og iðnaðarnám. Og reynslan varð sú, að
J)að varð brátt ifjölþætt og umsvifamikið, starf-
ið, sem iðnráðið fékk að fást við. Fyrst og
fremst voru það iðnréttindamál, oft og tíðum
óvinsæl og erfið viðureignar. Skifta þau mál
mörgum hundruðum. Þá iðnaðarnám og und-
anþágur allskonar; dvalarleyfi útlendinga, á-
greinings- og kæruiuál, skipun þrófnefnda, lög
og reglur, fjármál, undirbúningnr löggjafar-
mála til Alþingis og áróður fyrir þeim málum.
Skal ég sem dæmi nefna tollalöggjöf, iðnlög-
gjöf og fjármál. llafa ýmsar af þeim tillögum,
sem liéðan komu, náð fram að ganga. Enn-
fremur hafa ýms fleiri mál verið hér til með-
ferðar, svo sem lun nýjar iðngreinar, útvarps-
erindi, nöfn á iðngreinum o. fl., og margt af
]>ví markvert.
Fundir útaf þessum málum hafa verið á
annað hundrað nokkuð, og bréfaskriftir skift
mörgum hundruðum. Öll vinna fulltrúanna
Iiefur verið inl af hendi ókeypis.
í iðnráðinu hafa verið frá byrjun þessir full-
trúar:
Arni R. Björnsson,
Arni Einarsson,
Einar Bjarnason,
Einar Gíslason,
Guðm. Eiríksson,
Guttormur Andrésson,
Hallgrímur Bachmann,
Helgi H. Eiríksson,
Jón Ilalldórsson,
Jón Helgason,
Sigurður Guðinundsson, Ijósm.,
Stefán Sandholt,
Þorleifur Gunnarsson.
í stjórninni liafa verið allan tímann:
Helgi H. Eiríksson, formaður,
Jón Ilalldórsson, varaformaður,
Guttormur Andrésson, ritari,
Einar Gíslason, fundaritari.
Gjaldkeri fyrsta árið var Mag'nús Benja-
mínsson, en síðan Guðm. Eiríksson.
Það mætti nú segja, að það versla við starf
iðnráðsins væri það, að hafa lagt á sig alt
þetta erfiði í óþökk ýmsra, sem eiga að njóta,
þvi þeir eru visl margir, sem ekki eru alls-
kostar ánægðir jneð afgreiðslu þess á málum
sinum. En ég hef þó þá trú, að menn muni
síðar kannast við, að við höfum hér unnið
gotl starf. Að við höfum tekið á okkur það
erfiði, að brjóta ísinn og ryðja öðrum braut.
Og svo mikið er víst, að upp af starfsemi iðn-
ráðsins hefur j-isið öflug samtaka-alda meðal
iðnaðarmanna landsins.
Það er eðli vort og eiginleiki, að reyna að
82