Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1937, Blaðsíða 13
Tímarit Iðnaðarmanna
Ilegluserð um iðnráð.
3. gr.
Iðnráðin sknlu eftir því sem við verður kofn-
ið, hafa eftirlit með þvi að lögum og reglu-
gerðum um mál iðnaðarmanna sé framfylgt.
Þau gera tillögur til lögreglustjóra um skipun
prófnefnda. Þau skulu einnig gera tillögur um
iðnréttindi próflausra manna, enda mega lög-
reglustjórar ekki veita próflausum iðnaðar-
manni neinskonar iðnréttindi, nema sam-
kvæmt meðmælum viðkomandi iðnráðs, eða
úrskurði ráðherra, ef um ágreiningsmál er að
ræða.
4. gr.
Iðnráðsfulltrúar skulu undirrita námssamn-
inga um iðnaðarnám, sem gerðir eru innan
þess umdæmis, sem iðnráðin eiga heima, ef
þeir uppfylla þau skilyrði, sem sett eru eða
sett kunna að verða í lögum og reglugerðum
um iðnaðarnám, og ef samningarnir eru í sam-
ræmi við gerða samninga innan stéttarinnar
um tölu, kaup og kjör iðnnema. Sé slíkur
samningur ekki til, milli sveina og meistara
innan stéttarinnar, hafa iðnráðsfulltrúar þeirr-
ar iðngreinar lieimild lil að ueita að undir-
skrifa námssamning, þangað til slíkur samn-
ingur hefir verið gerður.
Iðnráðsfulltrúi getur sagt upp námssamn-
ingi, þegar svo stendur á, sem segir í 14. gr. I.
ur. 27 1936, um iðnaðarnám.
5. gr.
Risi ágreiningur milli iðngreina, eða ein-
hverra annara, um það hvaða verk tilheyri
Iiverri iðngrein, eða livað skuli teljast iðnaðar-
vinna, skal leita álits viðkomandi iðnráðs, sem
þá skal heita sér fyrir að ná samkomulagi um
lausn ágreiningsmálsins, með gerðardómi eða
á annan hátt. Náist ekki samkomulag, skal
iðnráðið gera tillögur lil lögreglustjóra mn
úrskurð.
6. gr.
í hverju iðnráði skal eiga sæti einn fulltrúi
fyrir hverja iðngrein, kosinn sameiginlega, af
sveinum og meisturum á staðnum, í þeirri iðn-
grein.
Þó skal þar sem hæði sveinafélag og meist-
arafélag eru starfandi á sama stað, í sömu
iðngrein, kosinn sinn fulltrúinn al' livoru fé-
lagi, og sitja þá, i þvi tilfelli, tveir fulltrúar
frá viðkomandi iðn í iðnráðinu.
Kjósa skal varafulltrúa fyrir hvern aðal-
mann i iðnráðinu, á sama hátt og aðalmann.
Deyi aðalmaður, eða flytji burt úr umdæm-
inu eða biðjist lausnar frá starfinu, tekur vara-
fulltrúi við. Einnig er aðalfulltrúa heimilt að
láta varafulltrúa gegna störfum í sinn stað, ef
hann hefir lögieg forföll sjálfur.
Ef iðnráðsfulltrúi, kosinn af sveinafélagi,
gerist meistari, eða öfugt, hefir viðkomandi
félag rétt til að taka af honum umboð lians
og fá það varamanni. Hið sama gildir, ef i iðn-
grein, sem áður var óskift, eru mynduð sveina-
og meistarafélög.
Ef varamaður forfallast á sama hátt, skal
fara fram aukakosning í iðngreininni. Auka-
kosning fer fram með sama hætti og reglu-
leg kosning.
Nú kýs einhver iðngrein engan fulltrúa i
iðnráð, og getur iðnráðið þá sjálft valið sér
fulltrúa fvrir þá iðngrein.
7. gr.
Kosningarrétt eiga allir þeir, er lögleg iðn-
réttindi hafa í einhverri iðngrein, þó þannig,
að þar sem bæði sveina- og meistarafélag er
starfandi á sama stað, er kosningarréttur
hundinn við félágsréttindi i viðkomandi félagi.
Rísi ágreiningur um kosningarrétl, sker við-
komandi lögreglustjóri úr, samkvæml skrá
þeirri, er um getur í 12. gr. 1. nr. 105, 28. júuí
1936.
Eigi einhver maður iðnréttindi í fleiri en
einni iðngrein, er honum þó óheimilt að nota
kosningarrétt sinn nema með einni iðngrein,
og velur liann þá sjálfur, hver það skuli vera,
en tilkynna skal hann það því félagi, sem fyrir
kosningu stendur, og lögreglustjóra. Kjörgengi
er ekki bundið við kosningarrétt.
8. gr.
Kosning lil iðnráða skal fara fram i nóvem-
bermánuði, í fyrsta sinn i nóvember 1937, og
er kjörtimabilið tvö ár.
91