Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1937, Blaðsíða 12
Störf Sambandsstjórnar
Tímarit Iðnaðarmanna
fela sínum manni frá livorn félagi, Iðn-
aðarmannafélagi Hafnarfjarðar og Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur, að rannsaka á-
greiningsatriðin, einkum það, hvort um
undirboð væri að ræða af hendi Hafn-
firðinga, og vinna að lausn deilunnar
með stjórn Sambandsins.
Á fundi 31. marz 1937.
1. Stjórnarráðið óskaði eftir umsögn um er-
indi frá Friðrik Þorsteinssyni um rétt til
að leggja flísagólf. Stjórn Landssam-
bandsins vísaði til fyrra samkomulags um
þetta mál og óskaði að það fengi að slanda
áfram óhaggað.
2. Ákveðið að kalla saman iðnþing á stofn-
degi Sambandsins, 21. júní.
3. Iðnmálanefnd neðri deildar Alþingis ósk-
aði umsagnar um erindi Stjórnarráðsins
viðvíkjandi afbendingu iðnbréfa og meist-
arabréfa. Lagt fram uppkast að svari og
það samþykt.
I. Ráðuneytið liafði óskað umsagnar um er-
indi frá forstöðunefnd alþjóða iðnfræðslu-
sýningar í París viðvíkjandi námsvottorð-
um, verðlaunum o. fl.
5. Lagt fram bréf frá Trésmiðafélagi Reykja-
víkur úf af samkomulagi og úrskurði um
starfsskiftingu milli búsasmiða og bús-
gagnasmiða.
íi. Samþykt inntökubeiðni í Sambandið frá
Reiða- og Seglameistarafélagi Reykja-
víkur.
7. Samþykt inntökubeiðni frá Skósmiðafé-
lagi Reykjavíkur.
S. Lögð fram skýrsla frá Iðnaðarmannáfé-
Iagi Árnessýslu.
S). Atvinnumálaráðuneytið óskaði umsagnar
um erindi Jóns ísaks Jónssonar, viðvikj-
andi prófsmíði.
10. Saina ráðuneyti óskaði umsagnar um er-
indi Magnúsar Pálssonar um iðnréttindi í
bólstrun.
II. Saina ráðuneyti óskaði umsagnar um iðn-
réttindi Björns Ólafssonar, bakara.
12. Sama ráðuneyti óskaði umsagnar um
bréf sýslumannsins í Barðastrandarsýslu
um réltindi ólærðra iðnaðarmanna.
13. Sama ráðuneyti óskaði umsagnar um er-
indi frá Atla Ólafssyni um undanþágu frá
skatti og úlsvari. Synjað að mæla með
beiðninni.
14. Lagt fram erindi frá Skóverkstæði Jóns
Stefánssonar. Frestað til rannsóknar.
15. Lagt fram sveinsbréf í hárskurði, nýgefið
úl í Vestmannaeyjum. Vantaði ýmis skil-
yrði til þess að prófið væri samkvæml
lögum og reglugerð. Var samþ. að benda
prófnefnd á þetta lil athugunar eftirleiðis.
16. Afgreidd nokkur iðnréttindamál frá Húsa-
vík.
Á fundi 6. apríl 1937.
1. Atvinnumálaráðuneytið bafði sent til um-
sagnar erindi Kai Pind búsgagnabólstrara.
2. Afgreiddar 41 iðnskýrslur frá Bíldudal,
Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Stykkisbólmi,
Patreksfirði o. fl. stöðum.
Reglugerð
um kosningu og starfssvið iðnráða.
1. gr.
í hverjum kaupstað skal vera iðnráð, en
beimilt er einnig iðnaðarmönnum utan kaup-
staða, í kauptúnum og annarsstaðar, að slofna
iðnráð, en skilyrði fyrir því er þó það, að 25
iðnaðarmenn bið fæsta í 10 iðngreinum standi
að iðnráðinu, enda sé iðnaðarmannaféíag eða
iðnfélag á staðnum. Þar sem ekki eru iðnráð
á staðiíum skulu lögreglustjórar, iðnaðarmenn
og aðrir, sem þurfa á aðstoð iðnráðs að balda,
snúa sér til iðnráðs næsla kaupstaðar, eða
iðnráðs Reykjavíkur.
2. gr.
Iðnráðiu skulu vera iðnaðarmönnum alineni
lil aðstoðar og ráða í ágreinings- og vandamái-
um þeirra. Þau skulu og vera lögreglustjórum,
ríkissljórn og bæjarstjórnum lil ráðuneytis,
um mál er iðnað varða.
90