Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1937, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1937, Blaðsíða 9
Tímarit ISnaðarmanna Alþjóða iðnsýnins- ,.Ég leyfi mér að fullvissa yður um, að þátt- faka yðar (þ. e. Íslands) í þessari miklu al- þjóða auglýsingu handiðnaðar mundi verða oss sérstök ánægja og heiður, en leyfi mér jafnframt að Iáta þá ósk í ljósþ að þér til- kynnið oss ákvörðun yðar eins fljótt og auðið er, vegna yfirlits um plássþörf og annars und- irbúnings“. Sýningin verður i 7 höfuðdeildum: 1. Hei&ursskáli alþjóða handiðnaðav. í honum verða fánar og hátíðamerki þeirra landa, er þátt taka í sýningunni, og iðnaðar- mannafélaga og iðnsambanda í þeim löndum. Hér vérður einnig sýndur einn gripur frá hverju landi, er sé handunninn, sérlega vand- aður að gerð og sérkennilegur fyrir iðnað þjóðarinnar. Má liann ekki vera stærri en svo, að hann komist fyrir á 1—2 m2. Verður sér- staklega vandað til fyrirkomulags og skreyt- ingar í þessum sal. 2. Menningar-söguleg sýning. Þessi deild á að sýna þróun handiðnaðar, miðað við aðal-menningartímabil mannkyns- sögunnar. bessi sögulega sýning verður sett upp sem lieild úf af fyrir sig og látin sýna hinn mikla þátt, er liandiðnaður á í menningar- legri þróun hinna fimm slóru menningar- svæða: Evrópu, Múhameðstrúarmanna, Asíu, Suður-Afríku og Suður-Ameríku. í þeim til- gangi er óskað eftir á þessa sýningu öllum munum, er liafa sögulega þýðingu fyrir hand- iðnað, svo sem fánum, tilkynningum, leyfisbréf- um, gömlum uppfinningum, listiðnaði gömlum, og handgerðum munum, mörg hundruð eða þúsund ára gömlum. (Hefðum við tekið þátt i sýningunni, hefði mátt senda héðan gömul bókfell, vefnað, prjón, útsaum, söðla, sylgjur, svipur, útskurð, gullsmiði, pontur o. fl.). 3. Sérsýning frá hinum ýmsu löndum. í jiessari deild sýnir hver iðngrein, hve langt hver þjóð er komin og það, sem sér- kennilegt er hjá hverri þjóð í þeirri grein. Hæður þar hverl land og iðn-samband stærð, fyrirkomulagi og sýningarmunum. Meðal ann- ars er þess óskað, til þess að fá meiri lieild- arsvip á sýninguna, að hvert land sýni í þess- ari deild verkstæði í fullum gangi í einni eða fleiri iðngrein, og hafa þegar 30 þjóðir lagt til yfir 40 verkstæði i flestum iðngreinum, iðnaðarframleiðslu frá landinu, sérkennilega að gerð og vandaða að gæðum, og sýnishorn af starfsemi hlutáðeigandi iðnsamhands eða félagsskapar. Muni, sem framleiddir eru á verkstæðunum, má selja á staðnum, og sömuleiðis aðsenda sýningarmuni, eftir nánar ákveðnum reglum. 'i. Bókagerð og iðnaðarbókmentir. í sérstakri deild verður sýnd bókagerð ýmsra landa og iðnaðarbókmentir, svo sem blöð, tímarit, bæklingar, bækur o. fl., er snertir iðnað og iðju. 5. Alþjóða tízkusýning. Með tillili til þess, hve veigamikinn þátt handiðnaður á í allri tízkuframléiðslu, svo sem klæðskerar, kvenfatnaðargerðir, skósmíði, hanzkagerðir, hárskerar, hárgreiðsla o. f 1., verður öll slík framleiðsla og starfsemi sýnd i sérstakri deild, á íburðar- og áhrifamikinn liátt. 6. Hráefni, verkfæri og vélar lil iðnaðar verða sýnd í sérdeild. Kemur þar fram alt það nýjasta á þessu sviði og verður þar margt fróðlegt að sjá. Sérstökum fyrir- tækjum og firmum verður leigt svæði i þess- ari deild til þess að sýna vörur sínar og fram- leiðslu. 7. Fundir og fyrirlestrar. Iðnþing með fyrirlestrum verða háð i eftir- farandi sériðnum: Gullsmíði, Úrsmíði, Ljósmyndasmíði, Sjónaukasmíði (optic), Slátrun, 87

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.