Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1937, Blaðsíða 10
Alþjóða iðnsýnin;*'.
Tímarit lðnaðarmanna
Kökugerð,
Brauðgerð,
Húsgagnasniíði,
Blikksmíði,
Rafvirkjun,
Vélvirkjun,
Klæðskurði,
Skósmiði,
Málningu,
og auk þess sérþing fyrir konur, og einnig
alisherjarþing, sameiginlegt fyrir alla.
Loks verður háð kepni fvrir liárskurðar-
lærlinga.
í sambandi við þessi þing verða samkvæmi,
leiðangrar til þektra staða og fyrirtækja, sýn-
ingar o. fl. Fargjöld öll í því sambandi verð.a
mikið lækkuð.
Berlinarborg leggur lil éikeypis svningarslað,
útbúnað sýningarbása og uppsetningu sýning-
arverkstæða og muna, og auk þess fá starfs-
menn verkstæðanna ókeypis uppiliald á með-
an sýningin stendur.
Því miður befir okkur ekki tekist að fá íe
lil þess, að ísland gæti tekið þátt í sýningunni,'
og á nýafstöðnu Alþingi heldur ekki styrk til
utanfarar á sýninguna fyrir nokkra iðnaðar-
menn, en vonandi fæsl einhver styrkur á næsta
þingi. Því það blandast varla nokkrum, sem
eittlivað hugsar um þess mál, hugur um það,
að hér er um mjög veigamikið atriði að ræða
fyrir íslehzka iðnaðarmeun. Það liefði verið
ákjósanlegt, að ísland hefði getað tekið þált í
sýningunni, þólt ekki héfði verið nema í ein-
stökum deildum hennar. Sýningin verður
voldug augíýsing fyrir iðnað uni allan heiin,
ekki aðeins iðnað lnnna einstöku landa, sem
sýna, heldur einnig iðnað yfirleitt. Hún dregui'
fram gildi iðnaðar í menningu og athafnalífi
þjóðanna, lyftir iðnaðinum, handiðnaðinum,
lipp yfir iðjuna og aðrar atvinnugreinir livað
lista- og menningargildi snertir. Og þótt íslend-
ingar gætu i þetta sinn ekkert lagt þar af
mörkum, þá verða þeir að fá að skoða hana
og Iæra af henni.
II. II. E.
■f Frímann Jakobsson,
einn af elztu og Jieztu trésmiðum á Akureyri,
lézt í sumar sem leið, tæpra 69 ára að aldri.
l lann var Eyfirðingur að ætt, fæddur að Hóli
í Kaupangssveit 12. ág. 1868, en fluttist árið
1894 til Akurcyrar og lærði trésmíði hjá Snorra
Jónssyni, sem þá var belzti trésmíðameistari
norðanlands. Frímann starfaði allan sinn ald-
ur að ýmiskonar trésmiði á Akureyri og bygði
sér myndarlegt íbúðarhús við Brekkugötu. Á
síðari árum kom hann sér upp trésmíðaverk-
stæði með fullkomnuni vinnuvélum, sem bar
glöggan votl um hugkvæmni hans, hagleik og
elju.
Frímann var kvæntur Sigríði Björnsdóttur
frá Garðshorni í Svarfaðardal, sem við fráfall
manns síns fluttist til Reykjavíkur. Var heini-
ili þeirra hjóna ætíð hið virðulegasta. Afkom-
endur þeirra eru 2 dætur og hinir þjóðkunnu
menn Jakob fulltrúi í K. E. A. og Svanbjörn
fulltrúi í Landsbanka íslands i Reykjavík.
Sobj. ./.
Frá störfum
Sambandsstjórnar.
Á fundi 22. febr. 1937.
1. Rætt um afstöðu blikksmiða til verk-
smiðjuiðnaðar. Á fundinum var mætt
nefnd frá blikksmiðum og bafði bún lagt
fralh tillögur í málinu. Voru í lienni Krist-
inn Pétursson, Guðm. Breiðfjörð. Auk
þeirra mæltu á fúndinum Einar Bjarna-
son iðnráqsfulltrúi járniðnaðarmanna og
Sigurhans Hannesson fyrir eirsmiði.
Niðurstaðan af þessum samræðum varð
sú, að Sambandsstjórnin skrifaði nefnd-
armönnum blikksmiða, sem fulltrúum
þeirra, eftirfarandi bréf:
„Reykjavík, 25. febr. 1937.
Samkvæmt samtali á fundi Sambands-
stjórnarinnar þriðjudaginn 22. þ. m. hefir
stjórn Sambandsins lekið eftirfarandi af-
88
I