Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 10
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945 Stefún Sandhott, bakarameistari. Gullkringlan, sem Bakarameistarafélagið gaf Stefáni á 25 ára afmæli félagsins. Myndin er i fullri siærð. Borg, og sátu ]>að 100 manns. Heiðursgestir félagsins voru þeir: Helgi H. Eirksson skóla- stjóri iðnskólans og forseti Landssambands iðnaðarmanna og frú hans, frú Sigríður Bernliöft, stjórn Bakarasveinafélags íslands, Guðm. B. Oddsson forstjóri Alþýðubrauð- gerðarinnar, Björgvin Scbram fulltrúi og Einar Tönsberg forstjóri alifuglabúsins. Á bófinu var Stefáni Sandholt afbent lieiðurs- inerki úr gulli, er sérstaklega var smiðað lianda honum, sem tákn ]iess þakkiætis, er félagsmenn bera til hans fyrir öll störfin í 25 ár. Auk ræðna, heillaskeyta og annara árn- aðaróska, bárust félaginu stórgjafir: Frá B.S.F.I. stór og mjög fagur silfurbikar og frá Stefáni Sandholt og frú stór veggskjöldur af Jóni Sigurðssyni forseta. Verður bann Iiengd- ur upp í fyrsta skrifstofulierbergi, sem félag- ið fær til umráða. Hófið stóð langt fram á nótt og var hið ánægjulegasta í alla staði. I þessi 25 ár hefur B.M.F.B. átt nokkur félagsleg viðskipti við ýms stéttarfélög, sem öll hafa farið vel fram. Langmest viðskipti liafa, af eðlilegum ástæðum, veiáð við B.S.F.Í. Á þessum tima hafa félögin oft gjört með sér samninga um kaup og kjör, sem alltaf hafa endað í bróðerni og með gagnkvæmum skilningi beggja aðilja. Stundum liafa þó á- tökin orðið all barkaleg, og kannske óþarf- Jega hörð stundum; þegar deilt var um hin viðkvæmustu atriði. Þegar ég minnist á gott samstarf við önnur stéttafélög, get ég ekki gleymt viðskiptum félagsins við bæjarstjórn Beykjavíkur, þau bafa verið nokkuð á annan veg til þessa tima, en vonandi verða hér þáttaskipti. I sambandi við lokunartíma brauðsölu- búða hefur bæjarstjórninni nokkrum sinn- um tekizt — með mjög litlum atkvæðamun þó — að valda bökurum, jafnt meisturum sem sveinum, all verulegum óþægindum og fjárhagslegu tjóni, um fram það sem þurft hefði að vera. Óþægindi ]iessi liafa að miklu eða öllu leyti stafað af því, að bæjarstjórn hefur ekkert liirt um að bera þessi mál und- ir félagið, né fá hjá því mjög nauðsynlegar upplýsingar. Sérstaklega er mér i buga livern- ig fór í fyrra sumar. Nokkrum vikum eftir að B.M.F.B. var biiið að gjöra samning við félag afgreiðslustúlkna i brauða- og mjólkur- sölubúðum um kaup og önnur blunnindi, sem auðvitað miðuðust við vissan vinnu- tíma á degi bverjum, ákveður bæjarstjórilin að vinnutími stúlkna skuli vera enn styllri en um var samið, sem þó var ekki nema 5% tími á dag. Þrátt fyrir það, þótt B.M.F.B. gerði til- raun lil að fá réttan idut sinn, var ]iví ekki sinnt. Lá ])á við að málið yrði til þess, að koma af stað mjög leiðinlegum stimpingum við bæjarstjórnina, eða öllu frekar bæjar- búa. Því var þó afstýrt í það sinn, en enn er nokkur liiti í bökurum út af þessu máli Gísli Óláfsson.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.