Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Qupperneq 16
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945
Frá Sambands-skrifstofnmii
Eins og Sambandsfélögunum er kunnugt,
á næsta ISnþing, hiS 8. í röðinni, að koma
samari í Reykjavík laugardaginn 20. okt. n.k.
Stjórn Landssambandsins leggur 17 mál fyr
ir þingið, eins og skýrl er frá i þingboði dags.
11. júli s.I. Þetta eru mjög mikilsverð mál,
er ræða þarf og ráða verður fram úr.
Það er því nauðsynlegt að þingfulltrúarnir
liafi kynnt sér þau og myndað sér skoðanir
á þeim, þegar á þing kemur.
Á miklu veltur fyrir framtíð og afkomu
iðnaðarmanna, hvernig þessum málum verð-
ur til l}rkta ráðið.
Mál, er einstakir félagar eða félög óska að
verði tekin fyrir á þinginu, skulu koma til
Sambandsstjórnarinnar ekki síðar en 14 dög-
um fyrir þing. (Sbr. 11. gr. Samb.laganna).
Áríðandi er að Jiessu sé fylgt, svo að liægt
sé að undirbúa slík mál rækilega fyrir þingið.
Þá er og áríðandi fyrir skrifstofuna, að
tilkynnt sé fyrir sama tíma, hver eða liverj-
ir séu kosnir fulltrúar á þingið.
Samkv. 19. gr. Sambandslaganna, skal bvert
félag í Sambandinu senda Sambandsstjórn-
inni skýrslu um starf sitt, fjárhag, meðlima-
fjölda og atvinnuafkomu félaga sinna siðast-
liðið almanaksár, og sé skýrslan komin til
Sambandsstjórnar fyrir 31. marz ár hvert.
Þegar þetta er ritað, (6. sept.) vantar enn
skýrslu frá 31 félagi, aðeins 13 hafa skrifað.
Ekki er nú frammistaðan til fyrirmyndar!
Vegna ýmsra fyrirspurna, er skrifstofunni
berast, er þetta mjög bagalegt, og Sambands-
félögunum til skammar.
Er það svo yfirgripsmikið verk að semja
þessar skýrslur og senda þær, að þvi sé ekki
hægt að ijúka á 6 mánuðum, eða er jjetta
slóðaskapur, sein iðnaðarmenn almennt eru
farnir að temja sér?
Væri nú ekki ráð fyrir þau félög, sem eiga
eftir að senda skýrslur, að reka slóðaskap-
inn á dyr, eða eftirláta liann öðrum, og senda
skýrslur um störf sin tafarlaust. G.H.Þ.
Sigurðnr Halldórsson
trésmiðameistari 70 ára
Það var gest-
kvæmt á heimili
þeirra hjóna í
Þingholtsstræti 7
10. júlí s.l. Til
þess að vera viss-
ir um að verða
fyrstir mættu for-
ystumenn iðnað-
armanna kl. 10 f.
h. Eftir innileg
handtök og árnað-
aróskir var setzt
að kaffiborði og
er kökur frú Ingibjargar liöfðu lilotið Iiæfileg-
ar aðgerðir og margt vinar- og gleðiorð fall-
ið til beggja hjónanna, flutti formaður Iðn-
aðarmannafélagsins stutta ræðu og gat með
hlýjum orðum Iielztu starfa, sem Sigurður
hefur um langa æfi unnið fyrir málefni iðn-
aðarmanna i jiessu landi. Ilann afhenti Iion-
um jafnframt áletraðan málmskjöld af Jóni
forseta,'en hugsjónum lians og afrekum liafa
þau hjón ætíð fylgt dyggilega.
Brátt komu svo fulltrúar Fríkirkjusafnað-
arins með árnaðaróskir og minningargjöf.
Þannig leið allur afmælisdagur þessa mæta
iðnaðarmanns. Straumur vina og samstarfs-
manna lá að heimilinn fram á nótt, sem á-
samt 200 heillaskeytum, bar fyllsta vott um
að þarna, í Þingholtsstræti 7, á iðnaðarmanna-
stéttin mætan og virðulegan fulltrúa, ekki
einungis á sviði liennar eigin málefna, heldur
einnig hverskonar annara menningarmála
þjóðarinnar.
Timaritið gat Sigurðar lítillega er liann var
kjörinn heiðursfélagi Iðnaðarmannafélagsins.
Hann er vel ern og gengur til vinnu sinnar
sem ungur væri. Ég óska þeim hjónum allr-
ar blessunar og vona að hitta jiau glöð og
hress margoft framvegis.
50
S. J.