Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Qupperneq 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Qupperneq 17
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945 Hallorlmor Einarsson Ij'ósmyndam. Fimmtin ára starfsafmæli Ljósnivndagerð- inni hefir fleygt frárn hin síóari ár, seni allri annari tækni, enda á liún marga ágæta menn innan sinna vé- banda, sem gert hafa þessa iðn a‘ð æfistarfi sínu. Einn þeirra er Hallgrím- ur Einarsson á Ak- ureyri, er átti i vor 50 ára starfsafmæli sem ljósmyndari og mun enginn hérlendur mynda- smiður hafa náð svo löngum starfsaldri fyr. Hann lærði iðnina i Kaupmannahöfn og sett- ist, að loknu námi, að á Seyðisfirði og lióf þar sjálfstæðan atvinnurekstur 1. maí 1895, ])á 17 ára gamall, því að hann er fæddur 20. febr. 1878. Sumurin 1901 og 1902 starfaði hann á Akureyri að ljósmyndagerð en settist þar að 1903, liefur dvalið þar siðan og rekið eigin Ijósmyndastofu fram á þennan dag. Ilallgrímur hefur haft 19 nemendur, karla og konur, sem lokið hafa nami í iðninni, margir hafa tekið sér önnur störf, en 6 þeirra stunda nú ljósmyndagerð sem aðalatvinnu. Tveir synir Hallgríms hafa lært iðnina hjá hohum. Hallgrímur hefur stundað starf sitt og rekst- ur allan með stakri alúð og elju. Hann var um langt skeið aðalmyndasmiðurinn norð- anlands og tók þá, — auk fjölda manna- mynda, einnig landslagsmyndir og ýmsar tækifærismyndir, sem frægar eru orðnar. Þótt Hallgrimur sé enn í fullu fjöri eftir langan starfsdag, liefur hann orðið fyrir ýmiskonar andstreymi um dagana og meðal annars orðið að sjá af tveim hörnum sínum í blóma lifsins. En margt stórmenni og marga blómarósina hefur Hallgrimur myndað um dagana og iatsveinar oo vettingaþjónar taka próf Fyrir mörgum árum var matreiðsla og framreiðsla gerð að sérstökum iðgreinum. En þótt fagfélag væri stofnað hér i Rvik meðal starfandi manna i þessum iðngrein- um, hefur ekkert skipulag á þær koinizt. Nokkrir mætir menn liafa þó að þessu reynt að vinna og Landssamband iðnaðarmanna og Iðnráð Reykjavíkur boðið aðstoð sína. Er það gleðiefni að nú skuli samstarf liafa tekizt meðal Jjessa flokks iðnaðarmanna, þeim veitt lögmæt réttindi sem bera þau og að aðrir taki sveinspróf. Er vonandi að nám- ið í þessum iðngreinum komist nú einnig í viðunandi liorf. Það var 19. sept. s.l. sem fimm framreiðslu- menn og sjö matreiðslumenn og konur tóku sveinsjiróf i Valhöll á Þingvöllum. Var jafn- framt til hófs stofnað og þangað boðið for- ystumönnum þessara iðna, Iðnráðs Rvíkur og tíðindamönnum dagblaða og útvarps. Fór hófið hið beztá fram, að sögn blaðanna og margár ræður fluttar. Öll veizluföng voru af bezta tagi og framreiðsla jnóftakanna hin ákjósanlegasta. Þeir sem próf tóku i l'ramreiðslu voru: Stefán Þorvaldsson, Theódór Ólafsson, Árni Guðjón Jónasson, Trausti Magnússon og Tryggvi Steingrímsson. I matreiðslu: Þorgeir Pétursson, Kristján Ásgeirsson, Sveinsina Guðmundsdóttir, Hólmfríður María Jensdóttir, Þórður E. Arason, Böðvar Stein- dórsson og Kjartan Guðjónsson. Þetta sveinspróf markar tímamót í sögu þessara iðngreina. Af ræðunum sem haldn- ar voru i liófinu mátti skilja að gistihúsa- eigendur og forystiunenn ]iessara iðngreina hafa fyllsta hug á að auka menntun og hæfni stétlarinnar. Enda er ]iað mikil nauðsyn. víða eru myndir hans vel innrammaðar á beztu stöðum heimilanna í þessu landi. Allar bera þær smekkvísi hans og vándvirkni golt vitni. .S'. ./. 51

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.