Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Page 22
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945
Fnndnr skólastjóra iðnskólanna
Stjórn Iðnskóla Akureyrar,
en i henni eiga sæti: Guðjón Bernharðsson, Guðm.
Guðlaugsson og Gaston Ásmundsson, sendi, seint í
júní s.l., stjórn Landssambandsins bréf, þar sem
hún skorar á hana að beita sér fyrir jivi að
skóiastjórar allra iðnskóla ó Jandinu verði
kvaddir saman til fundar á þessu sumri til þess
að athuga og gera tillögur sameiginlegar um fram-
tíðarskipan og rekstur iðnskólanna, ekki sízt með
fjárhagsafkomu þeirra og öryggi fyrir augum.
Skyldu athuganir og tillögur jiessa fundar siðan
lagðar l'yrir stjórn Landssambandsins og stjórnir og
skóJanefndir iðnaðarmannafélaga þeirra, sem standa
nú strrum af rekstri iðnskólanna, en að jieirri at-
hugun lokinni, yrðu tillögurnar lagðar fyrir næsta
iðnþing og verði þar endanlega frá þeim gengið
til framkvæmda og fyrirgreiðslu hlutaðeigandi
stjórnarvalda.
Sambandsstjórnin ákvað strax að verða við á-
skoruninni og tók formaður hennar, sem einnig er
stjórnandi langstærsta iðnskólans, að sér boðun.
fundarins.
I bréfi skólastjórnarinnar segir.:
Eins o.g Landsambandsstjórninni mun kunnugt,
hefir kennslumálaráðherra nú fyrirskipað með reglu-
gerð stórfellda hækkun á launum tímakennara við
iðnskólana, í samræmi við hin nýju launalög rík-
isins. Verður það að teljast réttmæt og eðlileg
krafa, að um leið og ríkisstjórnin skipar fyrir um
launakjör við skólana, sjái luin þeim og fyrir nægi-
legum tekjuauka til þess að standa straum af kaup-
hækkunum þeim, er af slíkum ráðstöfunum stafa.
Telja má víst, að laun fastra kennara og skóla-
stjóra skólanna liljóti einnig að hækka í hlutfalli
við kaup tímakennaranna, enda væri annað hvorki
réttmætt né eðlilegt. Skólanefndinni telst svo til,
að með óbreyttum kennslustundafjölda og núgild-
andi verðlsgsvisitölu muni útgjaldauki sá, er af
nefndum ráðstöfunum ríkisvaldsins leiðir, nema
allt að kr. 25.000.00 fyrir Iðnskólann á Akureyri.
Og þar sem við teljuin hvorki mögulegt né sann-
gjarnt að mæta hækkunum þéssum með tilsvarandi
hækkunum á skólagjöldum, sem nú þegar eru orð-
in mjög há, sjáum við ekki annað framundan fyr-
ir skólann en að annað tveggja verði að leggja
starfsemi lians niður, eða ríkisvaldið sjái lionum
fyrir nægilegum tekjum til þess að mæta hækkun-
um þeim, sem beinlínis stafa af ihlutun þess um
málefni skólanna.
Þar sem við gerum fastlega ráð fyrir því, að
eitthvaö svipað sé að segja um afstöðu annara
iðnskóla í landinu, teljum við rétt og nauðsynlegt,
56
að forráðamenn allra skólanna beri í tæka tið sam-
an ráð sín um ])að, livernig bezt verði snúizt við
þessum vanda, og er framangreind tiliaga okkar
fram komin af þeim ástæðum.
Sex skólastjóranna mættu á fundinum i Reykja-
vik 15. og t(i. sept. s.l. Þar voru liessar tillögur
samþykktar.
„Fundur skólastjóra iðnskólanna, haldinn i Iteykja-
vík' daganna 15. og l(i. sep(. 1945, beinir því til
fræðslumálastjóra og Landssambands Iðnaðarmanna
sem hafa meo höndum úthlutun ríkisstyrks til iðn-
skólanna, að ríkisstyrk ársins 194(i verði að nokkru
eða öllu leyti úthlutað á fyrsta ársfjórðungi ársins
1940, í söniu hlutföllum og styrkur fyrir 1945,
ef e-kki fást skýrslur frá skólunum um vikulegan
kennslustundafjölda, og áætlaðan vikufjölda, kostnað
og fl. fyrir febrúarlok."
„Fundurinn telur réttmætt, að ríki og bæjarfé-
lög standi straum af rekstri iðnskólanna ekki síður
en af skölum annara atviiinuvega og almennri ung-
lingafræðslu í landinu. Telur fundurinn því ínikla
nauðsyn, að hraðað sé afgreiðslu lrumvarps þess
til laga uni iðnskóla, sem legið hefir fyrir síðustu
iðnþingum og Alþingi.
En á meðan lög þessi hafa enn ekki verið al'-
greidd, telur fundurinn það réttmæta og sjálfsagða
kröfu, að ríkissjóður greiði skólunum aukinn styrk,
sem svarar til kosnaðarauka ])ess, er leiðir af á-
kvörðun rikisstjórnarinnar um laun iðnskólakenn-
ara.“
„Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnar
Landssambands Iðnaðarmanna, að hún atliugi mögu-
eika á |)vi, að láta eftirleiðis árlega prenta eða fjöl-
rita í einu hefti skýrslur um starf allra iðnskóla i
landinu og senda öllum skólunum þær til athug-
unar, svo að forráðamenn þeirra geti fylgst með
starfstilhögun og námsefni hinna skólanna. Ekki
er nauðsynlegt að nemendaskrá fylgi skýrslum
þessum, en því ítarlegri greinargerð um námsefni
og önnur atriði, er snerta skipulag og starfsað-
ferðir hvers skóla.
Fundarmenn voru samþykkir þeim efnisbreyting-
um, er komið höfðu fram við iðnskólalögin
og þessir menn voru tilnefndir til að undirbúa af
fslands liálfu norrænt iðnfræðsluþing i Stokkhólmi
1940: Helgi H. Eiríksson, Jóhann Frímann og Magn-
ús Jónsson.
Ritstjóri Sveinbjörn Jónsson, Pósth. 491. Simi 2986.
Prentstaður Herbertsprent, Bankastræti 3, sími 3635.
Afgreiðslu hefir skrifstofa Landssambands iðnaðar-
manna, Kirkjuhvoli, sími 5363.