Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 32
Iðnaðarritið 1.- 2. XX. 1947 einhæfa framleiðsla svo verðmæt, að hún virt- ist bæði geta borið kostnaðinn við búferla- flutninginn og leyft þjóðinni miklu fjölbreytt- ari og meiri neyzlu en liún hafði áður ]>ekkt. Hitt sást mönnum yfir og sést jafnvel yfir það enn í dag, að kostnaðurinn við einhæfa framleiðslu er raunar meiri en rekstrarkostn- aður sjálfrar iiennar. Þar verður líka að reikna með kostnaðinn við verzlunina. Kin- iiæf framleiðsla krefst mikillar verzlunar, og mikil verzlun krefst mikils fjármagns. Þessi mikla atvinnubylting lilaut því að verða dýrari, lteinlínis fjármagnsfrekari, en í fljótu bragði virtist. Og þó varð það ef lil vill dýrast, að slíta með svo skjótum hætti það sterka samband, er áður var, milli framleiðslu og neyzlu. Meml misstu við það sjónar á lögmálum við- skiptanna og varð ærið villugjarnt. Það var til bjargar í byrjun, að þjóðin var svo' vön einhæfri neyzlu um aldir, að hún kunni eigi til annars. En með vaxandi viðskiptum og kynningu af öðrum þjóðum varð neyzlan fjölþættari og kostnaðarsamari, enda var þjóðin hrýnd og eggjuð til aukinnar neyzlu af þeim, er með verzlunina fóru. Og að lok- um varð neyzlan langt um efni fram. Þessi einfalda framleiðsla varð og á þann hátl dýr, að þorri fólksins og þar méð þjóð- in í heild varð ofurseld verzluninni og fjár- magninu meir en orðið hefði við fjölbreytt- ari framleiðslu. Þarf eigi að spyrja um vald Jiess, sem sækja þarf til allar lífsnauðsynjar. En um þessa þróun er nú komið að leið- arlokum. Því er nauðsynlegt að skyggnast vandlega eftir því, hvar þjóðin er stödd og hvert heri að stefna. Hinn frumstæði búskapur liðinna alda lief- ir lokið sinu hlutverki og á ekki afturkvæmt. Einnig hlýtur hráðlega að vera lokið jieirri einhæfu þátttöku þjóðarinnar i alþjóðlegum viðskiptum og alþjóðlegum búskap, sem lagt hefir verið kaj)]) á um nokkura hríð, ]>essari þátttöku, sem hefir einkennt sig með fáþættri framleiðslu, en miklum innflutningi neyzluvöru og mikilli verzlun. Jafnvel þó að 18 markaðir fyrir fáhreytta og lítt unna fram- leiðslu þjóðarinnar væru takmarkalausir, mundi það aldrei verða til langvarandi ham- ingju fyrir þjóðina hvorki fjárhagslega eða menningarlega, að l.eggja einhliða áherzlu á að draga þorsk, veiða síld eða ala upp slál- urfé lianda erlendum þjóðum. Þegar markað- irnir eru takmarkaðir og þverrandi, er slíkt fullkomið glapræði. í stað þess lilýtur að koma, og á að koma sem fyrst, fjölþættari framleiðsla hæði til neyzlu innanlands i stað erlendrar neyzlu- vöru og lil þess að útflutningsvaran verði fjölbreyttari og meira unnin vara. Þetta er hagfræðileg nauðsyn, menningarleg nauðsyn og þjóðfélagsleg nauðsyn. Um leið og atvinnu- lifið verður fjölþættara og fleiri böndum tengt inn á við, finna menn betur til þess, hvernig hönd styður hendi, félagsleg öfl styrkjast, en sundrunarafla gætir minna. — Verzlunin út á við, sem nú er að leiða þjóð- ina út á flæðisker sökum ])ess, hve útflutn- ingsvaran er einhæf og lilt unnin, en inn- flutningurinn lióflaus, verður takmörkuð við þörf og getu, en í slað þess vaxa viðskiptin inn á við, milli þeirra er stunda ólíkar fram- leiðslugreinar. Verkskiptingin á búi þjóðar- innar verður að ýmsu lík þvi, er var á heim- ilunum áður, og þjóðin færist nær því aftur að geta sjálf fullnægt sínum brýnustu þörf- um með eigin framleiðslu. Flestir eru sammála um nauðsyn þess, að atvinnuþróunin færist í þessa ált og það fljótt. Margir af því að það sé á allan hátt æskilegl, sumir af ]>ví að það sé ill nauðsyn eins og nú horfir. En að því spyrja menn að vonum og þykjast fá við því lítil svör, hvernig fá incgi breytni i þeim atvinnugreinum, sem fyrir eru, og eflingu nýrra atvinnugreina. Um innlent fjármagn er tæ])lega nema um einn stað að vísa. Því ljármagni, sem bundið er í verzluninni, á að alhniklu leyti að heina inn í framléiðsluna, fyrst og fremst því, sem hundið er í lánveitingastarfsemi verzlunar- innar. Á þann hált fengi það fjármagn verk- efni, er miðaði til þjóðþrifa. Það hefir glögg-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.