Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Page 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Page 7
Iðnaðarritið LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA OG FÉLAG ÍSLENZKRA IÐNREKENDA Þriðjji lilnti þjóðarinnar. Iðnaðarmenn og iðjuhöldar í landinu hafa þung- ar áhyggjur um þessar mundir. Efnivara þeirra fer stöðugt þverrandi og fjöldi verksmiðja og verkstæða hefir liðið stórlega undanfarið sökum skorts á ýmiskonar efni. Þessu veldur að nokkru leyti skortur þess í heiminum. En þó miklu fremur fyrirhyggjuleysi okkar sjálfra um inn- kaupin. Gjaldeyrisskorti er um kennt. Og vissu- lega væri æskilegra að við eignuðumst meira af honum. En er farið skynsamlega með það sem aflast? Fáir munu álíta það. Er þó eytt geysi- legu fé til þess að svo mætti verða. Skrifstofu- báknin sem starfa að því, beint og óbeint, að skipta þessum 300 milljónum ísl. króna, sem ráð- gert er að kaupa fyrir frá útlöndum á þessu ári, eru dýr í rekstri. Sífelldar heimsóknir og rekistefnur kosta mikinn tíma og fé. Ekki nægir lengur að stilla sér í biðröð kl. 8 að morgni við dyr Viðskiptanefndar. Aðeins lítið brot biðrað- arinnar kemst að þessa 5-6 kl.st. sem nefndin leyfir almenningi að ná til sín vikulega. Hér er megnasta óstjórn og ómenning á ferð- inni, bæði hjá stjórnarvöldunum og almenningi. Afsökunin er sú ein að við Islendingar erum ó- vanir þessum efnum. Við kunnum hvorki að stjórna né láta stjórnast. Klíkubundin stjórn- málasjónarmið reka svo smiðshöggið á allt sam- an. Þetta verður að breytast. Neytendur og stjórnarvöld verða að taka upp nýja starfsháttu við úthlutun gjaldeyrisleyfa. Þess verður að minnast að sparaður gjaldeyrir getur verið meira virði en aukinn gj.eyrir. Hing- að til hefir verið litið svo á að iðnaður á Islandi hefði fremur litla þýðingu fyrir gjaldeyrisvið- skiptin, og sumir „leiðandi menn“ hafa talið hann „bagga á þjóðfélaginu“. Þær skýrslur sem i þessu hefti birtast sýna allt annað. Með þeim kemur í ljós að iðnaðurinn stendur jafnfætis sjávarútvegi og landbúnaði, gjaldeyrislega og atvinnulega séð. Rekstur þjóðarbúsins mun hann einnig greiða að sínum hluta. Og þótt ótrúlegt sé getur iðnaðurinn auðveldlegar keppt við verð erlends varnings en landbúnaðurinn og engu síð- ur en sjávarútvegurinn. Þeim, sem iðnað stunda verður að vera þetta ljóst. Fyrst og fremst til að þekkja nytsemi iðn- aðarins og mátt, og svo til þess að sjá skyldur sínar og finna ábyrgð sína á þjóðarbúskapnum. Þriðji hluti þjóðarinnar má ekki eiga allt sitt undir geðþótta hinna tveggja hlutanna. Fyrsta skyldan er að sjá sjálfum sér farborða til þess að geta tekið þátt i að efla hag heildarinnar. Iðnaðurinn getur því aðeins sparað gjaldeyrinn að hann fái gjaldeyri til starfsemi sinnar. Og hann fæst treglega nema með þátttöku í stjórn þjóðarbúsins. Margskonar ráðstafanir stjórnar- valdanna undanfarið sýna þetta og sanna. Eigi iðnaðurinn að þróast eðlilega, verða þeir sem hann stunda að standa saman um það að efla hann og bæta, afla honum vaxtarskilyrða og vera þess umkomnir að takast á hendur stjórn þjóðarbúsins að sínum hluta. 8. J.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.