Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Page 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Page 12
Iðnaðarritið 5. - 6. .XXI. 1948. lenda, en ég vísa því til athugunar þeim lands- mönnum, sem ekki stendur á sama um vöru- verð og gjaldeyrissparnað, hvort þau hlutföll eru f jarri lagi. Miðað við algengt verð á erlendum sápuvörum um þessar mundir mun gjaldeyris- sparnaður við að framleiða sápur og þvottaduft í landinu nema um 200% í hlutfalli við innflutn- ing á tilbúnum vörum erlendum. c. Raftoéki. Innlenda raftælcjaverksmiðjan í Hafnarfirði getur framleitt um 2400 eldavélar á ári, ef efni er fyrir hendi, en í verði vélanna er ca. Vi hluti erlendur gjaldeyrir. d. Bómullardúkar. Bómullardúkaverksmiðjan á Akureyri getur framleitt efni í handklæði, hús- gagnaáklæði, vinnuföt, skyrtur, fóður til ytri fata o. fl. ef þráðurinn fæst innfluttur, og er að- eins um 30% söluverðs dúkanna frá verksmiðj- unni erlendur gjaldeyrir. e. Skór. Innlendu skóverksmiðjurnar nota mik- ið af innlendum skinnum til framleiðslunnar, ein- kanlega í yfirleður skónna. Botnaleður, saum o. fl. smávegis verða þær að flytja inn. Óverulegur hluti af verði skónna er því erlendur gjaldeyrir. Aðalhlutinn er íslenzk landbúnaðarvara og ís- lenzk vinna. Er ekki hagkvæmara að láta skó- verksmiðjurnar fá gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir því litla, sem þær þurfa til þess að geta fullgert skó úr íslenzkum skinnum, áður en varið er gjaldeyri til innkaupa á erlendum skóm, með því verði, sem nú er á þeirri vöru? /. Veiðarfæri og fiskumbúðir. Um framleiðslu á veiðarfærum og fiskumbúðum er hið sama að segja, að því viðbættu, að innlendu verksmiðjurn- ar hafa unnið sjávarútveginum ómetanlegt gagn með því að hafa þessar vörur á boðstólum, þegar þær voru ófáanlegar erlendis. Er því óviðun- andi, að starfsemi þeirra sé skert með því að flytja inn samskonar vörur, þá sjaldan þær fást erlendis, á meðan verksmiðjunum er ekki séð fyrir nægum leyfum. Munu enda fá dæmi til þess á síðustu timum, að svo hafi verið að þeim verksmiðjum búið . Verzlun og iðnaöur. Dæmi þessi læt ég nægja til þess að sýna fram á það, að viðhorf allmargra iðnaðargreina til gjaldeyrismálanna er þannig, að þjóðarbúinu er augljós hagur í því að nauðsynjavörur séu full- unnar innanlands. Svo kann að virðast sem þessi stefna stríði gegn hagsmunum verzlunarstétt- arinnar í landinu, þar eð aukinn innlendur iðnað- ur dregur úr vöruinnflutningnum. En við nán- ari athugun kemur í ljós, að hagsmunir megin- þorra verzlunarstéttarinnar og iðnaðarframleið- enda eru hinir sömu: Að fyrir hið takmarkaða gjaldeyrismagn fáist sem mest vörumagn á inn- anlandsmarkaðinum. Verksmiðjurnar auka verð- mæti innfluttu erfnivörunnar. Kaupmaðurinn, sem annast dreifingu vörunnar, fær meira vöru- magn til þess að verzla með fyrir aðgerðir inn- lenda iðnaðarins, miðað við það, að sömu gjald- eyrisupphæð hefði verið varið til innkaupa á til- búnum varningi erlendis frá. Kom það berlega fram á sameiginlegum allsherjarfundi kaupsýslu- manna og iðnrekenda, er haldinn var í Reykja- vík fyrir nokkru síðan, að kaupmenn höfðu þessi sjónarmið. Á fundi þessum var, einróma sam- þykkt ályktun þess efnis, að fundurinn teldi rétt, að um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir efni- vörum sæti iðnaðurinn í fy'rirrúmi á innflutningi fullunninna vara sömu tegundar, þegar um allan þann iðnað er að ræða, sem hagkvæmt þykir að unninn sé í landinu. Hagur iðnaðar og verzlunar i þessum efnum er hagur allrar þjóðarinnar. Vinnuafl — sjávarútvegur og landbúnaður. Mótbárur hafa komið fram gegn innlendum iðnaði úr erlendum vinnsluefnum, byggðar á því, að sá iðnaður ræni vinnuafli frá sjávarútvegin- um. Þessi skoðun á við lítil rök að styðjast. Framleiðslan úr slíkum efnum fer að mestu leyti fram í verksmiðjunum, sem eru vel búnar að vélum og því ekki mannfrekar. Verulegur hluti starfsfólks í verksmiðjum eru konur, en auk þess vinna í verksmiðjunum unglingspiltar, rosknir menn og aðrir, sem af einhverjum orsök- um eru iila failnir til sjósóknar. Ein bezta sönn- un þess að sjávarútveginum hlotnaðist lítið meiri mannafli þó að innlendur verksmiðjuiðnaður verði lagður niður, er sú, að eins og áður segir hefir starfsemi margra verksmiðja legið niðri undanfarið, án þess þó að á því hafi borið að 54

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.