Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Qupperneq 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Qupperneq 13
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948. Frá aðalfundi Félags ísl. iðnrekenda Aðalfundur Félags íslenzkra iðnrekenda var haldinn í Tjarnarcafé fimmtudaginn 29. apríl s.l. Mættir voru fulltrúar frá um 70 verksmiðjum víðsvegar af landinu, en þó flestum úr Reykjavík. Formaður félagsins, Kristján Jóh. Kristjáns- son, setti fundinn með nokkrum orðum og minnt- ist nýlátins félaga, A. Herskinds, framkvæmda- stjóra Efnag. Reykjavíkur. Risu fundarmenn úr sætum sínum til heiðurs minningu hans. Fundarstjóri var kjörinn Sigurjón Pétursson. Framkvæmdastjóri félagsins, Páll S. Pálsson, hdl., gaf skýrslu um hag félagsins og störf á s.l. ári. SKÝRSLA FRAMKVÆMDASTJÓRA. Aukning. Allmörg iðnaðarfyrirtæki höfðu gengið í félagið frá áramótum 1946 - ’47 og til þessa aðalfundar, eða 29 alls. Voru þar á meðal 12 fyrirtæki á Akureyri, er mynda sérstaka deild innan félagsins, Iðnrekendafélag Akureyrar. Af stærri verksmiðjum, er nýlega hafa gengið í félagið, má nefna ölgerðina Egil Skallagrímsson h.f. og Raftækjaverksmiðjuna h.f. í Hafnarfirði. Eru nú 112 verksmiðjur í félaginu. Kaupgjaldsmál. Félagið endurnýjaði á árinu eldri samninga um kaup og kjör við Iðju, félag verksmiðjufólks, og við Skjaldborg, félag starfs- verksmiðjufólkið hafi ráðizt til vinnu á fiski- skip, eða í aðra þjónustu sjávarútvegsins. Skýrslur um iðnaðarframleiðslu á íslandi árin 191f6 og 19ý7. Skýrt var frá því í merku útvarpserindi fyrir skömmu síðan, hverju það myndi nema árlega í erlendum gjaldeyri, ef engin landbúnaðarvara væri framleidd í landinu, en allur sá nauðsynja- varningur keyptur inn erlendis frá. Það var álit- leg upphæð, nokkuð á annað hundrað milljönir króna. Nýlega er lokið skýrslusöfnun af hálfu hins opinbera um íslenzka iðnaðarframleiðslu og gefa niðurstöðutölur þeirrar skýrslusöfnunar glögga hugmynd um, hve innlend iðnaðarfram- fólks í hraðsaumastofum, næstum breytinga- laust frá því sem áður var. Lagabreytingar. Allmiklar breytingar voru samþykktar á lögum félagsins á árinu, m. a. þær, að meðstjórnendur skuli kosnir til tveggja ára tveir og tveir í senn, og að félagsgjöldin skyldu vera nokkuð lægri en áður var. Viðskiptamál. Vegna sívaxandi þrengingar félagsmanna á sviði gjaldeyris- og innflutnings- mála, lét félagið mjög til sín taka á árinu um af- skipti af þessum málum. Þegar frumvarpið um fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseft- irlit var til umræðu á Alþingi s.l. vor, varð fjár- hagsnefnd neðri deildar við tilmælum félagsins um að bera fram nokkrar breytingartillögur við frumvarpið, til hagræðis verksmiðjuiðnaðinum í landinu. Tillögur þessar náðu fullnaðarsamþykki Alþingis að mestu leyti óbreyttar, en hinsvegar daufheyrðist ríkisstjórnin við tilmælum Fél. ísl. iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna um það að iðnaðarsamtökin í landinu fengju full- trúa í Fjárhagsráði. Skömmu eftir að Fjárhagsráð tók við völdum skrifaði félagsstjórnin ráðinu, með kynningu á starfssviði Fél. ísl. iðnrekenda, og afstöðu iðn- aðarins til nýsköpunar atvinnuveganna. Einnig leiðsla sparar árlega í erlendum gjaldeyri, miðað við innkaup á fullunninni vöru. Skýrslur þessar sýna einnig, hvert var kostnaðarverð efnivara innlendu iðnframleiðslunnar árin 1946 og 1947, hvert var framleiðsluverð sömu vara yfir það tímabil, hve mikil er árleg gjaldeyrisþörf iðnað- arfyrirtækja og hver er framleiðslugeta þeirra miðað við full afköst véla og nægileg vinnslu- efni. Líður brátt að því að tölur þessar verði birtar á opinberum vettvangi. Mun eg ef til vill síðar í framhaldi af þessu erindi ræða um niðurstöður iðnaðarskýrslunnar, en ekki er ó- líklegt að mörgum þeim, sem ekki hafa skilizt framfarir síðustu ára í iðnaðarmálum hér á landi, komi þær niðurstöður á óvart. P. S. P. 55

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.