Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 30
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948. / Formaöur F. 1. I. Kristján Jóh. Kristjánsson ávarpar sýningargesti aö kynnisförinni lokinni. Framháld af bls. 57: viðundandi húsnæði, í heldur viðkunnanlegt og þægilegt húsnæði á Laugaveg 10, sem mun þó aðdíkindum reynast ófullnægjandi áður en langt um líður, ef starfsemi félagsins vex jafn ört og verið hefir s.l. ár. ÁLYKTANIR FUNDARINS. Svohljóðandi ályktun var samþykkt í einu hljóði: „Aðalfundur Félags íslenzkra iðnrekenda hald- inn í Oddfellow fimmtudaginn 29. apríl 1948 leggur til, að stjórn félagsins beiti sér fyrir eftir- farandi: 1. Að hraðað verði nauðsynlegri endurskoð- un og breytingum á iðnaðarlöggjöf landsins í anda þess frumvarps, er Gísli Jónsson flutti á síðastl. Alþingi og sem þá var vísað frá með rökstuddri dagskrá. 2. Að fulltrúar kjörnir af iðnaðinum sjálfum sitji í nefndum þeim, er gera áætlun um þjóðar- búskapinn og innflutning til landsins. 3. Að áætlun um innflutning til landsins sé sniðin með hliðsjón af, hvaða störf innlendi iðn- aðurinn geti innt af hendi, og hverjar þarfir hann geti uppfyllt. 4. Að iðnaðurinn fái með nægilegum fyrir- vara innflutning á efnivörum þeim, sem nauð- synlegar eru til þeirrar iðnaðarframleiðslu, er hagkvæmt þykir að reka í landinu. 5. Að ekki sé að nauðsynjalausu og að ó- rannsökuðu máli stofnað til nýrra iðnaðarfyrir- tækja í þeim greinum, þar sem innlendar verk- smiðjur, sem þegar eru fyrir, geta langsamlega fullnægt öllum þörfum um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Fundurinn vill enfremur taka það skýrt fram, að Félag íslenzkra iðnrekenda er reiðu- búið til að taka höndum saman við alla iðnaðar- menn í landinu, svo og aðra framleiðendur, um að vinna að sem heppilegustum framgangi nauð- synjamála iðnaðarins, svo að hlutverk hans í þjóðarbúskapnum geti orðið sem happadrýgst fyrir þjóðfélagsheildina." STJÓRNARKOSNING. Formaður var endurkjörinn, Kristján Jóh. Kristjánsson, og meðstjórnendur Bjarni Péturs- son og H. J. Hólmjárn. I varastjórn voru kjörnir Sveinbjörn Jónsson og Sveinn B. Valfells. Fyrir voru í stjórninni Halldóra Björnsdóttir og Sig. Waage. 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.