Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 3
Almennur lífeYtissjóSui iðnaSarmanna Fyrir nokkru lauk nefnd sú, sem kosin var á síðasta Iðnþingi til þess að scmja regl- ur fyrir lífeyrissjóð Landssambandsfélag- anna, störfum, og hefur uppkasti að reglum fyrir almennan lífeyrissjóð iðnaðarmanna vcrið sent sambandsfélögunum. 1 nefndinni vou: Þórir Jónsson, fram- kv.stj., formaður, Eyþór Þórðarson, vélv., Gunnar Björnsson, bifreiðasm.m., Ingólfur Finnbogason, bygg.m., Þorgeir Jósefsson, vélsm.m. og Hafsteinn Guðmundsson, prent- smiðjustjóri. I bréfi nefndarinnar til félaganna stendut m. a.: Það sem helzt mælir með slíkri sjóðsstofnun er þetta: 1. Mörg iðnaðarmannafélög, sem hefðu nú þegar viljað hafa stofnað eigin sjóði, eru of fámenn til að halda uppi slíkri starfsemi. 2. öyggisleysi iðnaðarstéttarinnar, ef um óhöpp eða vinnuslys (örorka) er að ræða. 3. Engin lánastofnun eða sérsjóður er fyrir hendi, ef iðnaðarmenn þurfa á lánum að halda, til byggingar eigin húsnæðis. 4. Það er staðreynd, að mest af sparifé landsmanna er tilkomið og ávaxtað í slikum sjóðum, og hefur aðeins lítill hluti iðnaðarstéttarinnar notið þeirra hlunninda og öryggis, sem slíkir sjóðir veita félögum sínum. Iðnaðarhús ........................... 3 Þór Sandholt, skólastjóri: Meistaraskólamálið ................... 4 Tveir nýir Iðnaðarbankastjórar .... 10 Framkvæmdastjóraskipti hjá L. i. .. . 11 Helgi Hallgrimsson, kennari: Framtlð iðnaðar á íslandi......... 12 Skýrsla Iðnfræðsluráðs .............. 17 Nýjungar og notkun þeirra ........... 20 Ný lög um Iðnlánasjóð ............... 22 Og fleira Forsiðumynd er af steinsteyputilraun í Meistaraskólanum. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA íltgefandi: LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Iönaðarbankahúsinu, Reykjavík Pósthólf 102 . Sími 15363 Ritstjóri: BRAGI HANNESSON (ábm.) TlMARIT IÐNAÐARMANNA Iðnaðarhús írfO.S' J7, m/ Eitt brýnasta verkefni, sem leysa þarf úr á sviði iðnaðar, eru endur- bætur í húsnæðismálum iðnfyrirtækja. Meginþorri allra iðnfyrirtækfa í landinu býr við ófullkominn húsakost, sem dregið hefur úr aukningu framleiðslugetunnar og komið í veg fyrir hagkvæmni í rekstri. Orsakir þessa ástands má m. a. rekja til þess, að engin lánastofnun hefur verið til, sem hefur haft það að markmiði að lána til byggingar iðnaðarhúsa. Með breytingum þeim, sem gerðar hafa verið á lögunum um Iðnlánasjóð, og vikið er að annars staðar í blaðinu, hefur iðnaðinum verið séð fyrir slíkri lánastofrtun, sem einhvers má af vœnta í framtíð- inni. Til þess að stuðla að nokkurri úrbót í húsamálum iðnaðarins hefur Landssamband iðnaðarmanna og Félag ísl. iðnrekenda haft forgöngu um stofnun félagsins Iðngarða b.f., en tilgangur félagsins er að byggja og reka iðnaðarhús. Hefur einkum verið höfð í huga bygging iðnaðarsvæðis við Grensásveg í Reykjavík. Að stofnun hlutafélagsins stóðu $4 aðilar og hafa nú þegar zo þeirra fuUan hug á að hefja byggingaframkvæmdir. Húsnœðisþörf þeirra er um 35.000 m~ gólfflatar. Hugmynd sú, sem hér hefur verið lýst að framan, er nýjung í bygg- ingarmálum iðnaðarins hér á landi, þar sem œtlunin er að byggja á einu svœði iðnaðarhverfi, sem skipulagt yrði fyrirfram og byggt i einu átaki. Hagrœði þessa fyrirkomulags liggur Ijóst fyrir. Bæjarfélagið leysir lóðaþörf margra iðnfyrirtækja, mörg sams konar iðnaðarhús verða ódýrari í byggingu og aðstaða verður til betri aðbún- aðar starfsfólks, eins og sameiginlegs mötuneytis, hagkvæmra ferða til og frá vinnustað o. s. frv. Bygging fullkominna iðnaðarhúsa er okkur nauðsyn til þess að búa iðnaðinum sem bezta samkeppnisaðstöðu. fafnframt er það menningar- legt atriði, að iðnaður okkar búi við sem begtan húsakost. B. H. LAN ^ D í K A S AF N 248327 } ÍSLANOS

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.