Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Page 7
Að athuguðu máli virðist nefndinni þó fá önnur verkefni nærtækari og vænlegri til árangurs miðað við tilkostnað en bætt menntun og auknar kröfur til meist- araprófs“, . . . og síðar: . . . „Virðist nefndinni væn- legast til árangurs, að ekki sé í fyrstu of mikið í fang færzt, en örugglega haldið af stað og reynslu aflað. - Mætti fljótlega fjölga iðngreinum, þegar öruggri fót- festu er náð og reynsla fengin af hinu sameiginlega námsefni. Nefndin telur eðlilegt, að byrjað verði með skóla fyrir málmiðnaðarmenn, rafvirkja, trésmiði, múrara og ef til vill fleiri." f álitinu er all ýtarleg greinargerð um hugsanlega almenna kennsluskrá, en helztu greinar, sem gert var ráð fyrir að kenndar yrðu voru: fsl. verzlunarbréf og vélritun, stærðfræði og kostnaðarreikningur, bókfærsla og reksturshagfræði, enska, eðlis- og efnafræði, iðn- og verzlunarréttur, vinnulöggjöf, slysavarnir og hjálp í viðlögum, verkstjórn og vinnuhagræðing auk sérstakra faglegra greina bæði bóklegra og verklegra, eftir þörf- um hverrar iðngreinar fyrir sig. Loks ræðir nefndin hugsanlega skipan þessara mála í fáum dráttum og það, hvernig skólanum yrði komið á. Um það segir m. a.: „Skólanum lýkur með burtfarar- prófi, er nefnt verði meistarapróf. Telur nefndin, að slíkt próf eigi að vera skilyrði fyrir því, að menn geti öðlast meistarabréf i iðn sinni. Að sjálfsögðu yrði nauðsynlegt að hafa nokkurn að- draganda að slíkri skilorðsbindingu, bæði vegna þeirra, sem þegar eiga rétt til meistarabréfs að lögum, svo og vegna hinna, sem lokið hafa sveinsprófum, þegar á- kvæðin verða sett.“ Ekki er undirrituðum kunnugt um, að nefndarálit þetta hafi verið gefið út né það notað sem undirstaða við samningu reglugerðar um þetta mál, enda hefur slík reglugerð enn ekki verið gefin út. Það er og aug- ljóst, að um nokkurn vanda er hér að ræða, þegar að því kemur að setja um þetta opinber ákvæði. f skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík hefur mjög oft verið rætt um þetta mál, og má rekja þær umræð- ur langt aftur í tímann, enda hefur skólinn í nokkur skipti reynt að leysa úr þessari þörf með bráðabirgða- ráðstöfunum í formi námskeiða fyrir ýmsar iðngrein- ar. Má í því sambandi m. a. nefna, að í skólastjóratíð Helga Hermanns Eiríkssonar var haldið námskeið fyrir útlærða húsasmíðasveina og á árunum 1955 og 1959-1960 voru haldin stutt námskeið, í samráði við byggingarnefnd bæjarins, fyrir þá húsasmíða- og múr- arameistara, sem höfðu í huga að sækja til nefndar- innar um löggildingu til að standa fyrir byggingarfram- kvæmdum í lögsagnarumdæminu. Voru þessi nám- Tilraunir með steinsteypu utjdirbúnar. skeið eingöngu hugsuð sem bráðabirgðaráðstafanir þar til fastur meistaraskóli kæmist á. Sérstaklega var svo ráð fyrir gert 1959-1960, því þá þegar lá í loftinu að skólinn kæmist bráðlega á, enda hófust þegar á árinu 1960 viðræður af skólans hálfu við ýmsa aðila innan iðnfélaganna, til þess að kanna möguleika á því, að koma á frjálsum meistaraskóla fyrir húsasmiði og múr- ara. Komst málið á þann rekspöl, að starfandi var um tíma nefnd skipuðum fulltrúum múrarameistara, húsa- smíðameistara og skólans. Voru haldnir nokkrir fundir og ýmsar tillögur um námsefni og námstilhögun rædd- ar ýtarlega, alit frá stuttum námskeiðum, eins og áður voru upp í 7 mánaða samfelldan dagskóla. Ekki varð þó úr framkvæmdum það árið. 1961 hófust viðræður á ný og voru lagðar ákveðnar tiilögur fyrir skólanefnd um námsefni, tímafjölda, kennara o. fl. í október 1961. Jafnframt var málið undirbúið hvað fjárhagshliðina snerti, við stjórnarvöld ríkis cg Reykjavíkurborgar, með þeim ágæta árangri, að á fjárlögum fyrir 1962 og í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir sama ár, var gert ráð fyrir sérstökum fjárveitingum til meistaraskólans. Þótt námsskrá og tímaskipting lægi nokkuð ljóst fyrir strax í byrjun skólaárs 1961-1962, þótti ekki fært að auglýsa skólann og byrja kennslu fyrr en í rauninni væri búið að samþykkja fjárlög með umræddri fjár- veitingu, en strax að því loknu var gengið endanlega frá öllum áætlunum, rætt ákveðið við kennarana og skólinn auglýstur fljótt upp úr ársbyrjun 1962. Skólinn átti að starfa í tveim tímabilum, hið fyrra að byrja 20. janúar en því síðara að ljúka með prófum 15. desem- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.