Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 15
Tengimót
Þótt nú séu liðin 5 ár síðan Agnar Breiðfjörð, blikk-
smíðameistari, hreyfði fyrst hugmynd sinni um nýja
gerð steinsteypumóta, er síðar hlaut nafnið „tengi-
mót“, hefur verið furðu hljótt um þessa nýjung. Það
mun þó mála sannast, að hér sé verið að bjóða hús-
byggjendum lausn á mörgum vandkvæðum, sem fylgja
algengustu gerð steypumóta, þ. e. mótum, sem slegin
eru upp úr óhefluðu og óafréttu timbri, bundin saman
með mótavír.
Það, sem einkum gefur tengimótunum gildi, er sú
nýbreytni, að uppistöðurnar eru úr skúffubeygðu járni,
sem reynst hefur nægilega sterkt, en er þó tiltölulega
létt og þægilegt í meðförum.
Tengingarnar, sem koma í stað mótavírs, milli ytra
og ynnra byrðis mótanna, eru stanzaðar út úr plötu-
járni og þannig gerðar, að þær koma einnig í stað
hinna venjulegu mátklossa, sem takmarka þykkt veggj-
anna. Klæðning tengimóta er yfirleitt úr venjulegum
borðviði, ýmist óhefluðum eða hefluðum, eftir því
Að síðustu vil ég segja þetta:
Ef íslenzkum iðnaðarmönnum verður almennt gef-
inn kostur á hagkvæmri framhaldsmenntun og ef þeir
fá fullkomna leiðréttingu á sviði tolla- og skattamála
og öðlast aðgang að lánsfé til jafns við þá, er að land-
bjúnaði og sjávarútvegi vinna, getum við litið björtum
augum á framtíð iðnaðar á íslandi. Iðnaðarmenn okk-
ar þurfa alls ekki að vera að neinu leyti eftirbátar ann-
arra þjóða, ef vel er að þeim búið.
Mig langar svo að ljúka þessum orðum með því að
hafa yfir síðasta erindið í söng iðnaðarmanna eftir
Davíð Stefánsson, en ég rakst á það í hefti Tímarits
iðnaðarmanna frá árinu 1942. Það hljóðar þannig:
Ef hin stórhuga stétt
markar stefnuna rétt,
verður samhent og sönn,
mun vor fjölmenna sveit
mæta fagnandi heit
hverri framtíðar önn.
Látum iðjunnar óð
skapa íslenzka þjóð.
Það sé líf vort og ljóð.
Erindi þetta flutti höfundur á fundi hjá Málfundar-
deild Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.
hversu vanda skal til mótanna, og þá einkum með til-
liti til þess, hvort fyrirhugað er að múrhúða útveggi
eða ganga frá þeim á annan hátt. Einnig er auðvelt að
nota krossviðarfleka til klæðningar í tengimót, en
margt kemur til greina, er meta skal, hvora gerð
klæðningar er hagkvæmara að nota.
Það er einkum tilgangur þessara orða að vekja at-
hygli á tengimótum og hvetja þá, sem þessi mál varða
til að kynna sér kosti þeirra.
I Iðnaðarmál, 1. hefti 9. árgangs 1962, skrifar Jón
Brynjólfsson, verkfræðingur allýtarlega lýsingu á
tengimótum, þar sem hann birtir einnig niðurstöður
styrleikarannsókna og glöggar skýringarmyndir af mót-
unum. f framhaldi af grein Jóns eru í sama blaði birt-
ar yfirlýsingar nokkurra byggingafróðra manna, er
kynnst hafa tengimótum af eigin raun, og telja þeir
allir yfirburði þeirra ótvíræða.
Þeir, sem áhuga hafa á tengimótum, en hafa ekki
átt þess kost að kynnast þeim, er hér með bent á rit-
gerð þessa, sem einnig var gefin út sérprentuð.
Þess má geta til dæmis um vaxandi áhuga húsa-
smiða á tengimótum, að verðskránefnd Meistarafélags
húsasmiða og Trésmiðafélags Reykjavíkur, ásamt full-
trúum frá stjórnum félaganna, hélt sérstakan fund um
mál þetta 19. febr. s.l., þar sem eftirfarandi ályktun
var einróma samþykkt:
Fundur haldinn í verðskránefnd húsasmiða, ásamt
fulltrúum frá stjórnum T.R. og M.H. í Iðnaðarbanka-
húsinu 19. febr. 1963, ályktar að tengimót Agnars
Breiðfjörð sé athyglisverð nýjung í byggingariðnaðin-
um, sem húsasmiðum beri að sýna velvild og áhuga,
þar sem þegar hafi komið fram bendingar um yfir-
burði þeirra yfir hina eldri gerð algengra steypumóta.
Af framansögðu má ljóst vera, að hér er á ferðinni
nýjung í byggingatækni, sem er þess virði, að henni sé
gaumur gefinn, því að vissulega höfum við ekki efni á
að láta nokkur ónotuð tækifæri hjá okkur fara, er falið
getur í sér möguleika á betri nýtingu efnis og vinnu-
afls, á sama tíma og það blasir við hverjum manni, að
of hár og stöðugt hækkandi byggingakostnaður er eitt
af stærstu vandamálum þjóðfélagsins.
Lán til iðnaðarhúsa
í þjóðhags- og framkvæmdaáætluninni er skýrt frá
því, að ríkisstjórnin ætli að hlutast til um, að 10 millj.
kr. af enska láninu, sem fékkst með sölu ríkisskulda-
bréfa á Lundúnamarkaði í desember s.l., verði endur-
lánaðar Iðngörðum h.f. eftir nánari ákvörðun iðnaðar-
málaráðherra.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
15