Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Blaðsíða 4
ÞÓR SANDHOLT, skólastjóri Meistaraskólamálið Þó að ekki hafi mikið komið fram opinberlega á prenti um hið svokallaða meistaraskólamál er forsaga þess nú orðin nokkuð löng. Menn hafa flestir verið mjög jákvæðir í tali um þörfina fyrir allsherjar meist- araskóla fyrir iðnðarmenn. Iðnþing hafa mörg í röð lýst yfir stuðningi sínum við málið og gert um það sam- þykktir. Þau hafa talið, að slíkur skóli þyrfti að kom- ast á sem fyrst. I sama streng hafa mörg sérfélög iðn- aðarmanna tekið og svona mætti rekja hvetjandi við- horf til málsins, langt aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta hefur skólinn ekki komizt á, í því formi að heitið geti skóli, fyrr en e. t. v. nú í vetur, og þá miklu styttri en margir töldu æskilegt; aðeins hluti þess námstíma, sem ætlað er í framtíðinni. Þó verður að telja þetta fyrsta vísi að reglubundnum meistaraskóla við Iðnskólann í Reykjavík, - í bjartsýnni von um gott og þróttmikið framhald, helzt strax á næsta skólaári. Að sjálfsögðu verður ekki um það að ræða að veita, að loknu þessu námi, samskonar meistarapróf og löggjafinn gerir ráð fyrir, að loknum fullkomnum heils-árs dagskóla, en mjór er mikils vísir, og vonandi fer svo hér, að þessi byrjun þróist upp í það, sem stefnt er að með meistara- skólum. Skal nú reynt að gera nokkra nánari grein fyrir gangi þessa máls, undirbúningi þess og loks sjálfum skólanum eins og hann er nú rekinn. Mönnum hafa lengi verið ljósir ýmsir gallar á nú- gildandi menntunarkerfi iðnaðarmanna. Eitt af því, sem telja verður óheppilegt a. m. k. í sumum greinum er sú staðreynd, að sá, sem tekur sveinspróf að loknu löglegu iðnnámi, á þess kost að kaupa sér meistarabréf eftir 3 ár, án þess að hafa bætt við sig frekari lærdómi, enda hafi hann unnið að iðn sinni þessi 3 ár. (Að vísu þarf hann líka að uppfylla venjuleg borgaraleg skil- yrði, en það er önnur hlið málsins). Nú má segja, að í vissum tilfellum ættu þessi skil- yrði um faglega reynslu og þekkingu að vera fullnægj- andi, svo sem í þeim iðngreinum, þar sem ekki er mikill mismunur á störfum meistarans og sveinsins. En þær iðngreinar eru margar, þar sem svo mikill munur ■er á daglegum störfum meistara og sveina, - og á- byrgðin á herðum meistarans svo mikið meiri, en á 4 herðum sveinsins, - að það virðist liggja í augum uppi, að menntun meistarans þarf að vera víðtækari og djúpstæðari, en menntun sveinsins, meðan hann starf- ar aðeins sem slíkur á annars manns ábyrgð; þ. e. meistara síns. Gott dæmi um þetta er að finna hjá múraraiðninni. Múrarasveinn, sem vinnur hjá meistara, t. d. við hús- byggingar hér í Reykjavík, gerir varla annað en að múrhúða hús. Við það fæst lítið af þeirri reynslu, sem múrarameistari þarf að hafa að baki sér, þegar hann tekur að sér að standa fyrir margbrotnum framkvæmd- um í húsa- og mannvirkjagerð, þar sem hagsýni, verk- þekking, vinnuhagræðing og heppileg stjórn á vinnu- flokkum ýmiss konar getur valdið tug-þúsunda, jafn- vel milljóna tjóni, ef illa tekst til, en á hinn bóginn sparað jafn mikið fé, ef nægileg þekking er fyrir hendi. Eins og verið hefur er mismunurinn á menntun sveins og meistara aðeins þriggja ára viðbótarreynsla í iðninni (í þessu tilfelli e. t. v. aðeins við múrhúðun). - I iðnskóla fær iðnneminn undirstöðukennslu í bók- færslu, og er það eina námsgreinin, sem fyrst og fremst er miðuð við þarfir atvinnurekandans, því að meðan iðnaðarmaður starfar hjá öðrum vinnuveitanda, þarf hann lítið sem ekki á bókfærslu að halda. Fyrir utan það, hve mikill mismunur er á faglegri og fjárhagslegri ábyrgð meistara annarsvegar og þeirra, sem hjá honum vinna hinsvegar má benda á, að meist- arinn er auk alls annars aðal lærifaðir hinna ungu iðn- nema og ber ábyrgð á, að þeir læri eðlileg og rétt handtök og það annað, sem iðninni fylgir. Þó hér sé aðeins tekin ein iðngrein sem dæmi, til að sýna þörfina fyrir frekari menntun meistara umfram sveina, þá er vissulega líkt á komið með ýmsum fleiri greinum. I lögum um iðnskóla frá 1955 eru fyrirmæli um, að settur verði á stofn meistaraskóli við Iðnskólann í Reykjavík, strax og skilyrði eru fyrir hendi. Er þar gert ráð fyrir 44 kennslustundum á viku hverri í einn vetur, enda yrði þá um dagskóla að ræða, en líka er gert ráð fyrir að hafa mætti færri tíma á viku í 3 vetur (yrði það kvöldskóli). 1 lögunum eru taldar upp nokkrar námsgreinar er TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.