Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 21
Viðbótartæki fyrir hornborun Við innréttingar- og viðgerða- störf getur oft verið erfitt að bora smá göt í veggi, þétt við gólf- eða loftflöt. Til að auðvelda borun á slíkum stöðum hefur verið gert sér- stakt viðbótartæki fyrir hornborun, og má nota það á algenga eða hæg- genga bora. Með viðbótartæki þessu er unnt að bora þétt með gólffleti, loftfleti eða innst inni í horni. Það er sérstaklega hentugt til að gera smá göt við lagningu rafhitakerfis. Hornið á leggnum er stöðugt stillt á 30° svo að sjálft aðaltækið og hendur stjórnandans þurfa hvergi að koma við aðliggjandi fleti, og sézt þetta vel á myndinni. Þó er tal- ið, að alltaf sé hægt að beita fullum þrýstingi við borunina. Auðvelt er að tengja viðbótartæk- ið við borvélina, án þess að fjar- lægja skurðhausinn. Hægt er að fá sérstakar gerðir múrbora. Framleiðandi er Wolf Electric Tools Ltd., Pioneer Works, Hanger Lane, London W 5, Bretlandi. I.T.D. nr. 0606 Pípuskurðartæki Með þessu einfalda tæki hefur Bandaríkjamaðurinn Richard T. Headrick, Los Angeles, Kaliforníu, leyst vandann við að sniðskera pípuendana fyrir samsuðu þrígreina hornsamskeyta. Tækið gerir unnt að skera gagn- stæða pípuenda þannig, að sniðflet- irnir falli saman við samsuðu við aðrar p.pur. Oddur, sem komið er fyrir á 350 skáplötu, sýnir á miðlínu þegar pípustykkið er rétt staðsett í V-grópi festibúnaðarins. Þegar ann- ar endinn hefur verið sniðinn, er hinn endinn settur í festibúnaðinn, og hin markaða miðlína er aftur lát- in bera yfir oddinn, og samræmir þannig skurð beggja enda. Þegar tækið er notað í sambandi við bandsög, eru rennistillingar not- aðar á brúnir undirstöðunnar til að festa skurðhornin. Ein hlið er notuð fyrir hvorn skurð. línu. 2. Fyrri stefnulína. 3. önnur stefnulína. 4. Pípan, sem unnið er að. 5. Blað. 6. Fyrri skurður, samhliða fyrri stefnu- línu. 7. 350 halli, miðað við undirstöðu. 8. Oddur. 9. Undirstöðuplata. 10. Rennistilling. I.T.D. nr. 0593 Ný skrúfufesting Skrúfan eða skrúfboltinn cr klæddur í gúmermi, sem þenst út þegar hert er á. Það er erfitt að festa skrúfur ör- ugglega í múrsteinsveggjum, gipsi eða öðrum efnum, sem hættir til að molna. f slíkum tilfellum er nú farið að nota gúmermi, sem skrúfan er klædd í. Skífa undir skrúfuhausnum tryggir festingu hlutarins við vegg- inn, og á hinum endanum er ró (mynd i). Festing þessi er auðveld í notkun. Hola, sem tekur nákvæmlega við gúmerminni (8-9 mm að þvermáli), er gerð með múrbor. Skrúfan, með skífunni á réttum stað, er látin gegn um gatið á hlutnum, sem festa skal, gúmerminni er smeygt upp á og róin hert með fingrunum. Eftir að skrúf- an hefur verið sett inn, er hert meira á, og við það bslgist gúmið út og grípur í efnið í veggnum. Þegar um þunna skilveggi er að ræða, belgist sá hluti erminnar all- mikið út, sem ekkert aðhald hefur, svo að það er ógerlegt að losa fest- inguna, en hinn hlutinn þenst raunar einnig nægilega mikið út til að mynda fast grip í efnið umhverfis. Ýmsar skrúfugerðir eru fáanlegar. Skrúfuleggurinn getur endað á auga, krók, haldi fyrir gluggastöng, hurð- arhæl, skaga með skrúfugangi eða höldum fyrir hillur eða spegla. Framleiðandi er Etablissement de Vis, 130 rue J. P. Timbaud, Cour- bcvoie (Seine), Frakklandi. I.T.D. nr. 0544 AðaLfundur Félags ísl. dráttarbrautaeigenda var haldinn 9. marz s.l. Rætt var um ýms hagsmunamál aðildarfélaganna. Stjórnin var endurkosin, en hana skipa: Bjarni Einarsson, formaður, Marsellíus Bernharðsson og Sigur- Jón Einarsson. TlMARIT IÐNAÐARMANNA 21

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.