Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 14
skóli og að próf frá honum sé skilyrði fyrir þvi, að
sveinar fái meistarabréf og geti hafið eigin atvinnu-
rekstur. Menntun þjóðarinnar almennt hefur fleygt
það fram síðustu árin, að ekki væri óeðlilegt, að þess-
ar kröfur væru gerðar til iðnaðarmanna í framtíðinni.
Framsýnir dugnaðarmenn í iðnaðarstétt hófu fyrir
tugum ára áróður fyrir stofnun meistaraskóla, en
fengu lengi vel daufar undirtektir löggjafar- ög ríkis-
valds. Þó var loks lögfest í iðnaðarlöggjöfinni frá árinu
1955 skylda til að koma á fót framhaldskennslu við
Iðnskólann í Reykjavík til undirbúnings meistaraprófi.
En lítið hefur orðið úr framkvæmdum, hvað þessa
lagagrein varðar, þar til nú fyrir nokkrum dögum, að
vísir að slíkum skóla hóf starfsemi sína á vegum Iðn-
skólans í Reykjavík. Það eru þó aðeins tvær stéttir
iðnaðarmanna, húsasmiðir og múrarar, sem að svo
stöddu njóta góðs af þessari nýbreytni. Framtíðar-
krafa iðnaðarmanna hlýtur því að vera sú, að allar
iðngreinar eigi kost á hliðstæðri framhaldsmenntun og
þarna er hafin, hver eftir sínum þörfum.
Verði þeim kröfum ekki sinnt, er að mínu áliti mjög
hætt við því, að iðnaðarmenn okkar dragist aftur úr
og að erfiðara verði að brúa bilið, eftir því sem lengra
líður.
Flest iðnþing seinni ára hafa gert ályktanir til að
reyna að þoka þessu mikilsverða máli í áttina, en
einhvers staðar virðist liggja þungt hlass í vegi, þar
sem árangurinn hefur ekki orðið meiri en raun ber
vitni.
Eins og þessum málum er nú háttað, getur piltur, er
lokið hefur burtfararprófi úr iðnskóla, gerzt meistari í
iðngrein sinni þrem árum eftir að hann hefur lokið við
sveinsstykki. Ekkert eftirlit er haft með því, að hann
hafi stundað iðn sína þessi 3 ár og öðlazt þannig meiri
þjálfun. Þessi piltur getur því fengið meistarabréf sitt
og hafið eigin atvinnurekstur. Síðar getur hann tekið
menn í vinnu, gert tilboð í stórverk o. s. frv.
Þetta hefur ef til vill getað gengið, meðan allt var
hér smærra í sniðum, en hefur þó sennilega oft verið
viðkomandi dýrkeypt reynsla og mistök orðið til þess
að lækka iðnaðarmenn almennt í áliti.
Ef fyrirtækið er stórt, er ekki nóg, að stjórnandi
þess hafi góða faglega þekkingu. Verkstjóri á slíkum
stað þarf auk þess á að halda rekstrartæknilegri og
hagfræðilegri þekkingu, þarf að kunna undirstöðuatriði
í vinnuhagræðingu, hafa nokkra þekkingu á atvinnu-
heilsufræði, slysavörnum, vinnulöggjöf, skaðabóta-
skyldum, launakerfum o. fl. Menntun í þessum grein-
um munu iðnaðarmenn sem og aðrir nú geta veitt sér
hér, því að fyrir 2 árum voru gefin út lög um verk-
stjóranámskeið. Eitt námskeið hefur þegar verið hald-
ið samkvæmt þessum lögum. Hvort margir iðnaðar-
menn hafa sótt þetta 1. námskeið, veit ég ekki, en ég
er viss um, að þessi námskeið munu verða þeim til
mikilla bóta í framtíðinni.
Oft hefur ríkisvaldið beitt iðnaðarmenn óréttlæti í
skatta- og tollamálum, þótt aðeins hafi þar miðað í
átt til bóta í seinni tíð. Getur oltið á miklu fyrir iðn-
aðinn í landinu í framtíðinni, að endurskoðun sú á
tollalöggjöfinni, sem nú fer fram, verði hagstæð fyrir
hann. En út í þau mál ætla ég ekki að fara frekar.
Þá er eitt mál ennþá, gamalkunnugt öllum iðnaðar-
mönnum og varðar miklu, hvernig úr rætist. Á ég þar
við lánsfjárskortinn, er stéttin hefur orðið við að búa
frá fyrstu tíð. Iðnlánasjóður hefur alla tíð verið lítils
megnugur og þess vegna sjaldan getað aðstoðað menn
að verulegu gagni. Vonir iðnaðarmanna eru því ef-
laust bundnar við Iðnaðarbankann, að hann megi efl-
ast svo í framtíðinni, að hann verði þeim veruleg stoð
og stytta.
Sem eitt dæmi af mörgum um það, hve aðkallandi
er, að hér rætist úr hið fyrsta, má nefna, að á síðast-
liðnu ári buðu íslenzkt og erlent fyrirtæki í smíði stál-
skips fyrir íslending. Tilboðin voru mjög sambærileg,
en erlenda tilboðinu fylgdi lánsfyrirheit og var því
þess vegna tekið.
14
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA