Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 8
'Tilraunir með burðarþol steinsteypu eftir blðndunarhlutföllum. ber sama ár. Námsgreinar áttu að vera: íslenzka (2 tímar á viku) verzlunarbréf og vélritun (2), stærðfræði og iðnreikningur (4), kostnaðarreikningur og áætlanir (2), bókfærsla (2), iðnlöggjöf, þjóðfélagsfræði, reglu- gerðir (3), verkstjórn, vinnuhagræðing og reksturshag- fræði (4), enska (4), eðlisfræði, viðar- og efnisfræði og efnafræði (4), landmælingar og uppmælingar (2), teikn- ing, burðarþolsfræði, tilraunir o. fl. (10), slysavarnir og öryggismál (1), - alls 880 tímar, eða um það bil. Mikil bjartsýni og ánægja var ríkjandi um þetta mál bæði meðal margra iðnaðarmanna, að því er virtist a. m. k. og forráðamanna skólans. Innritun skyldi standa dagana 11. til 19. jan. og kennsla hefjast hinn 20. Jafnframt þessari námsskrá var ætlunin að gefa þeim, er þess óskuðu, nokkra viðbótarkennslu í stærð- fræði og öðrum greinum, sem verða mætti til þess að auðvelda þeim undirbúningsnám undir inngöngu í Bygmesterskolen í Kaupmannahöfn. Ekki var þetta þó gert að neinu aðalatriði, og var fyrst og fremst hugsað um að koma meistaraskólanum á með sem mestum myndarbrag, og í samræmi við anda laganna. Þegar innritunartíma lauk höfðu aðeins 3 húsasmið- ir innritað sig í skólann. Með svo lítilli þátttöku þótti ekki fært að hefja kennslu að því sinni og var hætt við framkvæmdir. Voru nú komin mikil vonbrigði í stað mikillar bjart- sýni skömmu áður. Margra ára baráttumál til lykta leitt, eða svo til, en þeir, sem áttu að njóta þess sögðu: „Nei takk.“ - Þeir sögðu ekki: „Of seint, of lítið,“ miklu frekar: „Of fljótt, of mikið.“ Ástæður fyrir þessum málalokum verður að telja þær m. a. að þeir, sem hér átti að stofna til skólahalds fyrir, vilja ekki ganga á skóla lengur en þeir verða að gera, til þess að öðlast meistararéttindin. Menn telja sér þau tryggð með lögum, þeir eiga þennan rétt og hann má ekki af þeim taka. Sumir töldu fyrirvara of stuttan, aðrir of dýrt fyrir sig að eyða tima í skólasetu og að þurfa að sleppa vinnu o. s. frv. Hvað svo sem um þessi málalok verður sagt voru þau sorglegur ár- angur langs undirbúningstíma. Þegar frá leið þessum óskemmtilegu málalokum, var farið að athuga hvaða leiðir væru tiltækar. Einn liður í þeim athugunum voru viðræður, sem formaður skóla- nefndar, Sigmundur Halldórsson og undirritaður áttu við Tilsynet med den tekniske undervisning í Dan- mörku, á ferð sinni þar vorið 1962, um upptöku ís- lenzkra iðnaðarmanna í byggingartækniskóla þar í landi, að vissum prófskilyrðum uppfylltum. Var þá í athugun að leggja meira upp úr því en áður, að undir- búa iðnaðarmenn undir tæknifræðinám í bygginga- greinum erlendis. Náðist fullt samkomulag um þetta í öllum megin atriðum. Varðandi sjálft aðalatriði málsins, sjálfan meistara- skólann, kom það fljótt í ljós, að sumum fannst málið ekki hafa verið nægilega kynnt með fyrirlestrum í sveinafélögunum. Má nefna dæmi um þetta í sam- þykkt, sem Múrarafélag Reykjavíkur gerði í febrúar 1962, en hinn 20. þess mánaðar sagði undirritaður stuttlega frá undirbúningi þessa máls á fundi félags- ins. f nefndri samþykkt félagsins sagði: „Múrarafélag Reykjavíkur vill hér með mótmæla því, að byggingarnefnd Reykjavíkur (en það er hún, sem veitir iðnmeisturum löggildingu til að standa fyrir húsasmíði eða mannvirkjagerð í lögsagnarumdæminu), setji fyrirvaralaust þau skilyrði fyrir byggingarleyfi, að iðnaðarmenn hafi lokið prófi úr meistaraskóla. Félagið telur að veita þurfi einhvern frest áður en þessi ákvæði eru sett, þannig að þeir, sem lokið hafa sveinsprófi nú, séu ekki skilyrðislaust skyldaðir til að ganga undir slíkt framhaldsnám. Hinsvegar vill félagið ekki með 8 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.