Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1963, Side 10
Bragi Hannesson
Toeír nýir
Iðnaðarbankastjórar
Pétur Sæmundsen
Nú á þessu ári verða liðin io ár frá því að Iðnaðar-
bankinn tók til starfa. Jafnframt verður nú í þessum
mánuði gengið frá aukningu hlutafjár bankans, er sam-
þykkt var á síðasta aðalfundi hans. Til þess að annast
aukin störf í sambandi við fyrirætlanir um framtíðar-
vöxt bankans, hefur bankaráð ráðið tvo aðstoðar-
bankastjóra tii bankans, þá Pétur Sæmundsen við-
skiptafræðing, framkvæmdastjóra Félags íslenzkra
iðnrekenda og Braga Hannesson lögfræðing, fram-
kvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna.
Bragi Hannesson varð stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1953 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Is-
lands 1958. Réðist hann þá framkvæmdastjóri til
Landssambands iðnaðarmanna og varð jafnframt
framkvæmdastjóri Meistarasambands byggingamanna
1960.
Bragi varð héraðsdómslögmaður 1959. Hann hefur
verið endurskoðandi Iðnaðarbankans og gegnt fleiri
trúnaðarstörfum fyrir iðnaðarmenn.
Pétur Sæmundsen er Húnvetningur, fæddur á
Blönduósi. Hann varð stúdent frá Veizlunarskóla Is-
lands árið 1946 og lauk prófi í viðskiptafræðum við
Háskóla Islands 1950 og hefur síðan starfað hjá Félagi
íslenzkra iðnrekenda, verið framkvæmdastjóri þess
síðan 1956 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir iðn-
rekendur. Hann var endurskoðandi Iðnaðarbankans
frá stofnun bankans til 1956 og í stjórn Verzlunarspari-
sjóðsins frá stofnun og í bankaráði Verzlunarbanka Is-
lands h.f. til 1962. Hann á einnig sæti í stjórn blaðaút-
gáfu Vísis.
(Frétt frá Iðnaðarbankanum í janúar s.l.).
4. Iðnreikningur, notkun reikningsstokks. - Gústaf
Tryggvason, kennari.
5. Islenzka, umsóknir, bréf, skýrslugerð. - Sigurður
Skúlason, magister.
6. Teikni-tækni, lestur teikninga. - Sveinn Þorvalds-
son, deildarkennari.
7. Byggingarsamþykkt Reykjavíkur. - Gunngeir Pét-
ursson, fulltrúi.
8. Verkstjórn, vinnuhagræðing. - Sveinn Björnsson,
forstjóri og Sigurður Ingimundarson, verkfræðing-
ur.
9. Byggingareftirlit í Reykjavík, úttektir og ýmsar
reglugerðir um byggingarmál. - Sigmundur Hall-
dórsson, byggingarfulltrúi, Ingi 0. Magnússon,
verkfræðingur, Þóroddur Sigurðsson, vatnsveitu-
stjóri, Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóri, Ásmundur
Ólafsson, byggingam.
10. Öryggismál, brunamál, vélar. - Friðgeir Gríms-
son, verkfræðingur.
11. Landmælingar, afsetning húsa, hæðarmælingar. -
Kr. Haukur Péturson, verkfræðingur.
12. Vmsir fyrirlestrar: - Páll Líndal, skrifstofustjóri,
Aðalsteinn Guðjóhnsson, verkfræðingur.
13. Framhaldskennsla í stærðfræði. - Friðgeir Gríms-
son, verkfræðingur.
Þetta seinasta atriði var aðeins kennt fáum nem-
endum og voru sumir eingöngu í þeim tímum, en aðrir
tóku stærðfræðina sem aukanámsgrein við meistara-
skólann.
Um árangur af þessu skólahaldi er að sjálfsögðu of
snemmt að ræða á þessu stigi málsins, en það er aug-
ljóst að færa þarf út kvíarnar fljótlega, a. m. k. hvað
sumar námsgreinar snertir og einnig þarf að bæta
fleirum við. Kennarar í öðrum greinum telja erfið-
10
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA