Vikan


Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 4

Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 3, 1951 MAÐURINN Á 47. STOFU Ástarsaga eftir NORGAN GREY SJÚKLINGURINN á fertugustu og sjö- undu stofu vill gjaman fá að tala við yfirhjúkrunarkonuna." Una Gardner leit upp og horfði á lag- legu, .hjóshærðu stúlkuna, sem kom með skilaboðin. Una var ekki sérlega hrifin af Betsy Moyle hjúkrunarnema. Hún var hégómagjörn, tilhaldssöm og daðurgjörn. Þessi unga stúlka hafði þegar valdið all- miklu umtali á deildinni. Una Gardner vildi ekki setja sig á háan hest gagnvart þeim, sem yngri voru en hún. Henni var ljóst að það yrði kallað yfirlæti og geðvonzka. Hún lét sér nægja þurrlegt viðmót og fá orð. Una Gardner kinkaði kolli og sagði Betsy Moyle að allmörg næturgögn biðu óþvegin í þvottaherberginu. Unga stúlkan gretti sig ofurlítið. Hún var ekki hrifin af þessu starfi. Una athugaði spjaldskrána. Já, það var Perry Spencer, sem óskaði viðtals við hana. Hún stóð á fætur, gekk að litla speglinum og lagaði hárið. Það hafði hún gert í hvert sinn, er hún ætlaði inn til þessa sjúklings. Una fór fram á ganginn. Hún gekk fram hjá Betsy Moyle, er stóð og var að tala við einn kandídatinn. „Gleymdu ekki næturgögnunum,“ sagði Una þurrlega. Hún heyrði að unga stúlk- an hló hæðnislega. Svo gekk Una inn í fertugustu og sjö- undu stofu. Sjúklingurinn sat 1 rúminu og las í bók. Er hann sá yfirhjúkrunarkon- una hætti hann að lesa og lagði bókina frá sér. Una mælti: „Hafið þér einhverjar um- kvartanir fram að færa, Spencer arki- tekt?“ „Já,“ svaraði hann og benti á stólinn, sem stóð hjá mminu. „Fáið yður sæti.“ „Ég á annríkt,“ sagði Una. „Verið rólegar. Ég mun verða stuttorð- ur. Gerið svo vel og fáið yður sæti.“ Röddin var skipandi, en það var glettni í dökkum, gáfulegum augunum. Hún sett- ist á stólbrúnina og sagði ekkert. Spencer mælti: „Þér verðið að hjálpa mér. Það hefur dálítið komið fyrir.“ „Hvað ?“ „Ég hef séð veiðiáhugann í augum Reynold Greenhills.“ „Veiðiáhugann í augum yfirlæknisins?“ sagði hún forviða. „Já. Það er öllum kunnugt, að hann heillar kvenfólkið. Einkum hefur hann ánægju af því að vera á veiðum á annarra manna veiðisvæðum.“ Una mælti: „Ég vil ekki sitja hér og hlusta á slúðursögur um yfirlækninn.“ „O, þér þurfið ekki að láta þetta fá á yður, litla ungfni Gardner." „Litla Gardner,“ endurtók Una. „Já, þér megið ekki krefjast þess að ég segi yfirhjúkrunarkona í öðru hverju orði. Menn vita að yfirlæknirinn hefur eigi svo sjaldan komið snuðru á hjóna- bandsþráð náungans. Ég hef góða sjón, og það er margt hægt að sjá á tveim mán- uðum. Einkum þegar ekkert þarf annað að gera en athuga leikendurna á hinni stóru sjúkrahússkvikmynd. Þetta hefði ég látið kyrrt liggja, ef hann ekki hefði orð- ið i vegi fyrir mér.“ „Vegi fyrir yður?“ „Já, hann hefur rennt sínum ómótstæði- legu og afvegaleiðandi augum til stúlkunn- ar, sem ég elska. Ég fékk sönnun þess er ég sagði nú í dag, er hann var á stofu- gangi. Ég sný mér því til yðar. Þið eruð samstarfsmenn, og þér umgangist hann mikið. Þér eruð vitur kona. Þér verðið með einhverju móti að fá hann til þess að hætta að hugsa um Betsy Moyle.“ Unu brá. Betsy Moyle og Perry Spenc- er! Hana hafði ekki dreymt um þetta. Hafði þessi þrítugi arkitekt með hina virðulegu og ákveðnu framkomu fallið fyrir Betsy? Una varð svo æst, að hún átti erfitt með að finna viðeigandi orð. Hún mælti: „Það er að segja, að þér og hún . . .“ Hann tók hönd hennar og horfði fast á hana. „Þér verðið að hjálpa mér ungfrú Gardn- er. Hér sjáið þér mann, sem þó ótrúlegt sé, hefur í fyrsta sinn á æfinni orðið al- varlega ástfanginn. Ég mun berjast af öllum mætti til þess að fá þeirrar konu er ég ann. En hvernig get ég barizt, þar sem ég ligg hér ? Ég hef gagnhugsað þetta mál, og nú hef ég brotið odd af oflæti mínu og gert yður að trúnaðarmanni mín- um. Þér megið ekki bregðast mér.“ Hann hélt alltaf í hönd hennar, og strauk hana blíðlega annað slagið. „Þetta æsir yður. Ég finn að hjartslátt- urinn verður tíðari," mælti hann. Una dró höndina til sín og gramdist það, hve mjög hún roðnaði. Hún sagði: „Það er eðlilegt. Hér er um vandamál að ræða.“ Hann mælti: „Já, vissulega. Fyrir Green- hill er það einungis æfintýri, en fyrir mig lífsspursmál. Hamingja mín er í veði.“ Hún horfði á Perry Spencer. Hún sá það í augum hans að honum var alvara. Hann þráði Betsy Moyle, þessa lítilfjörlegu og daðurgjörnu stúlku. Hana, sem ekki gat ^1llllll»IMMII»m»liMi»lll»IM|»t|IM»l»»»MI»M»l»»»l»ll»MMIIM»»»IMIMMM»»lll||||»»Mlt VEIZTU -? 1. Hvað þarf marga metra af silki í eina 1 fallhlíf ? 2. Hvað heitir hinn nýi konungur Svía? | 3. Hvar liggur héraðið Londonderry? 4. Vex ananas á trjám, runnum eða eins = og kálhaus á jörðinni ? 5. Hvað liggja mörg lönd að Sviss? 6. Hvort er nýmjólk eða súrmjólk meira I fitandi ? I 7. Hvað andar fullvaxinn manneskja oft | að sér á mínútu? | 8. I hvaða landi er Lhasa höfuðborg? 9. Hvað þýðir eiginlega orðið ,,cocktaii“? | 10. Hvað heitir höfuðborgin í Franska | Indokína? Sjá svör á bls. 14. j gengið fram hjá karlmanni án þess að vagga sér í lendunum og þenja út brjóst- ið. „Þér ætlið að kvænast henni,“ sagði Una spyrjandi, og var mikið niðri fyrir. „Auðvitað. Ég hefði ekki snúið mér til yðar, ef um daður eitt væri að ræða. Hvað segið þér?“ Það sem efst var í huga Unu var það að komast sem fyrst út úr 47. stofu. Hún mælti: „Ég skal gera hvað ég get.“ Þegar Una kom út á ganginn hallaði hún sér augnablik upp að hurðinni. Ég hef lof- að þessu. Það var heimskulegt. Ég á að hjálpa honum til þess að fá stúlku, sem, fyrr eða síðar leikur á hann. Hann vill Betsy. Einmitt hann. Svo hleypti Una í sig kjarki. Ég verð að telja þetta til hjúkrunarstarfa minna. En sú fórnfýsi! Hamingjan góða hjálpi mér. Síðari hluta dagsins rakst Una á Reyn- old Greenhill á ganginum framan við skurðlækningastofuna. Hann brosti til hennar hlýlegar en nauðsyn krafði, að því er henni virtist. Unu duldist ekki að Green- hill væri glæsimenni og aðlaðandi, en hún hafði aldrei verið skotin í honum. Það var vel farið. Það er verra fyrir konu að vinna með karlmanni, sem hún er ástfangin af. Una mælti: „Get ég fengið að tala við yður, Greenhill yfirlæknir?“ „Með mestu ánægju,“ svaraði hann, og greip vingjarnlega undir handlegg hennar. „Mér kom til hugar rétt áðan, að ég hefði gott af hressingu. Nú getið þér feng- ið eitt glas með mér.“ Þau gengu inn í skrifstofu yfirlæknis- ins. Unu þótti vænt um að fá vínblönduna. Hún var því ekki vön að smakka vín í vinnutímanum. En að þessu sinni þurfti hún að fá hressingu. „Það fer yður vel að halda á vínglasi í hendinni, ungfrú Gardner,“ sagði Green- hill. „Það er of sjaldgæft að fá tækifæri til þess að sjá þá sjón.“ Þetta var eins og inngangur að daðri hugsaði hún. Henni þótti leiðinlegt að þurfa að færa erindið í tal. En hún minnt- ist Perry Spencers og áhuga hans fyrir því, að hún legði honum lið. Hún mælti: „Greenhill, yfirlæknir. Ef til vill reiðist þér við mig, og að líkindum finnst yður ég gjörast nærgöngul. En það er vegna hinnar djúpu samúðar minnar með sjúkl- ingunum — vegna Perry Spencer — að ég færi þetta í tal.“ „Samúðar með Perry Spencer," sagði yfirlæknirinn og brosti lítið eitt. „Já, ég hef veitt þeirri samúð athygli. Og samúð- in er ábyggilega gagnkvæm." Una sagði: „Það er líklegt, að ég sé þannig í framkomu, að menn geri mig að trúnaðarmanni, og Perry Spencer hefur trúað mér fyrir því, að hann elski Betsy Moyle — og hafi í hyggju að kvænast henni.“ „Betsy Moyle,“ sagði Greenhill og hrukkaði ennið. „Jæja, litla ljóshærða krakkanum, sem var með á stofugangi í dag?“ Hann þykist ekkert vita og ekkert þekkja hana, hugsaði Una. Það lofar ekki góðu. „Já,“ sagði hún. „Betsy seiðir víst karl- menn til sín.“ „Það er merkilegt,“ tautaði læknirinn. „Ég hefi lítið gefið henni gaum.“ Una andvarpaði og mælti: „Auðvitað get ég ekki krafið yður reikn- ingsskapar, Greenhill yfirlæknir. Ég óska þess ekki, að þér segið mér hug yðar all- an. En Perry Spencer er alvara. Fullkomin Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.