Vikan


Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 10

Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 3, 1951 • HEIMILIÐ • Matseðillinn Kjötdeig (fínt):. 250 gr. nautakjöt; 250 gr. svína- eða. kálfakjöt; 125 gr. soðnar kartöflur; 1 egg; y2 tsk. pipar; Vi tsk. engifer; salt; flesk; 2 dl. jurtaseyði; 2 dl. mjólk; 25 gr. smjörlíki; 25 gr. hveiti. Kjötið er hakkað 7 sinnum, tvö síð- ustu skiptin með kartöflunum. í>á er það hrært ásamt egginu. Hveitinu með íblönduðu kryddinu er bætt út í smátt og smátt og vökvanum sömu- leiðis. Hrært vel á milli. Kjötsnúðar: Kjötdeig og feiti til að steikja úr. Snúðarnir eru mótaðir með skeið og brúnaðir á pönnu í vel heitri feiti og steiktir við hægan eld, unz þeir eru gegnsoðnir. Rétt áður en snúðarn- ir eru soðnir en kjötsoði og vatni hellt yfir og verða snúðarnir við það gljáandi og léttir. Bornir fram með kartöflumauki og brúnnri sósu. Þrándheimssúpa: Hi 1. vatn; 60 gr. hrísgrjón; 60 gr. rúsínur; 10 gr. hveiti; 1 y2 dl. mjólk; safi úr V2 sítrónu; dl. rifssaft; 50 gr. sykur; % dl. rjómi. Grjónin eru þvegin og látin í vatn- ið, þegar það sýður og soðið ca. 20 mín., en þá er rúsínum bætt út i. Hveitið hrært út með mjólkinni og súpan jöfnuð og látin sjóða 5—10 mín. Sítrónusafi og saft bætt í eft- ir bragði. Rjóminn er þeyttur, og honum er bætt út í súpuskálina. Bessastaðakökur: 250 gr. smjör; 250 gr. flórsykur; 250 gr. hveiti. -— Eggjablanda; sykur og saxaðar möndlur. Plórsykurinn iog hveitið sigtað saman. Smjörið brætt, látið storkna aftur og sorinn tekinn undan. Hveiti og sykri hnoðað upp í smjörið og deigið látið bíða á köldum stað. Flatt þunnt út, stuhgnar út kringlóttar kökur, penslaðar með eggjablöndu, stráð á þær grófum sykri og söxuð- um möndlum og bakaðar Ijósgular. Hertogafrúin, Margrét af Tyrol, er álitin hin ófriðasta kona, sem sagan getuí um. i ; i Það vakti óskipta athygli 1883 á dansleik í Nissa, þegar rússnesk furstafrú birtist þar klædd kjól úr eintómum páfuglafjöðrum og engu nðru. ' i i i Árið 1790 komu fyrst saumavélar fram á sjónarsviðið, en það var ekki fyrr en eftir 1830 að þær náðu nokk- urri útbreiðslu. Tízkumynd Þessi dragt er úr þunnu, bláu prjónaefni. Hún er mjög klæðileg fyrir ungar stúlkur, og má jafnt nota hana sem dragt að sumrinu og kjól að vetrinum. HÚSRÁÐ Það er hægara að búa um sjúkling, sem ekki má stiga í fæturna, með því að velta honum yfir í annað rúm, sem er jafnstórt sjúkrarúminu, á meðan búið er um. Troðið pappír og púðum niður á milli rúmanna, til að brúa bilið á milli þeirra, svo að það komi ekki hnykkur á sjúklinginn, þegar honum er velt þar yfir. ,,Þér megið ekki gera of mikið grin af hattkúfnum, sem ég er með á myndinni í ökuskýrteininu. Hann er nefnilega kominn úr móð; myndin er tekin fyrir hálfum mánuði.“ Þér ættuð að reyua jietta. Ejsta myndin: Saumnálar, sem er fallið á, verða eins og nýar, ef þeim er stungið í gegnum sápustykki og síðan skolaðar og stungið nokkrum sinnum í gegnum þykkt efni. Mynd í miðju: Straujárnið endist betur, ef það er nuggað með ofurlitlu af vaxi, áður en það kólnar. Það er einnig gott að hreinsa straujárn með vaxbút, sem hefur verið dyfið í salt. Ncðsta myndin: Karlmannshattar endast betur, ef það er^ lögð þerri- pappírsræma innan' í þá undir svita- leðrið. Úr ýmsum áttum — Um þær mundir, er Jakob konung- ur kom tii Englands, geisaði svarti dauði í Lundúnum. Hann hafði því aðsetu úti á landsbyggðinni hjá Ró- bert Cutton. Cambden gamli var með honum. Meðan konungur dvaldist þar, dreymdi hann eitf sinn að elzti sonur sinn, er þá var barn að aldri og átti heima í Lundúnum, kæmi til sín og bæri blóðkross á enninu, eins og hann hefði verið höggvinn sveröi. Konungur varð óttasleginn við þá sýn og fór að biðja fyrir sér í ákafa. Úndir eins og lýsti af degi, fór hann inn til Cambdens og sagði honum, hvað fyrir sig hefði borið. Cambden hughreysti hann og sagði, að ekki væri takandi niark á draumum. Sam- dægurs barst konungi bréf frá konu sinni þess efnis, að sonur þeirra væri dáinn úr sóttinni. Þess skal getið, að drengurinn hafði fullorðins vöxt, er hann vitjaðist föður sínum. (Úrania). Látið barnið búa sjálft til gjafirnar, sem það gefur. Eftir G. C. Myers, Ph. d. Flest börn hafa gaman af að föndra við hitt og þetta, og það er rétt af foreldrum að segja börnunum til og jafnvel aðstoða þau við föndrið. Mæð- ur ættu að hjálpa börnunum sínum til að búa til einhverja smá gjöf (af- mælis- eða jólagjöf) handa föðurn- um, og feðurnir ættu aftur á móti að hjálpa og segja barninu til með að búa til gjafir handa móðurinni. Handavinnukennarar í barnaskól- um geta haft mjög mikil áhrif á börn- in og kennt þeim að búa til ýmsa hluti handa ástvinum sínum. — Örfið eins og þér getið ánægju barnsins af sköpuninni, og þegar barn færir yður eitthvað, sem það hefur búið til sjálft, megið þér ekki líta einungis á hlut- inn sjálfan og láta yður fátt urn finnast. Nei, lítið á þá ást og það hlýja hugarfar baj-nsins, og von þess að gleðja yður, þegar þér takið við ef til vill fremur ljótum grip frá barni, sem hefur sjálft búið til gjöf sína. Þakkið því innilega fyrir gjöf- ina og gleðjið það með að látast sjálf- ur vera glaður vegna gjafarinnar, gætið þess að særa barnið ekki, það gæti gert því meira illt, en þér getið nokkurntíma orðið fær um að bæta. Þegar yngsti sonur minn, sem nú er orðinn fjögurra barna faðir, var tólf ára, kom hann einu sinni heim úr skólanum með klukku, sem hann hafði smíðað úr tréi og ónýtri vekj- araklukku í smíðatímanum í skólan- um. Hann gaf móður sinni klukkuna, og bað hana að hengja hana á vegg- inn í stofunni, þar sem uppáhalds myndin hennar hékk. Hún tók mynd- ina niður og lét klukkuna þar í henn- ar stað. Gleði drengsins var ómetan- leg. Nokkrum dögum siðar hengdi hún klukkuna, sem er vægast sagt ljót, inn í svefnherbergið okkar og lét myndina aftur á sinn stað. — Já, foreldrar ættu að muna það að segja börnunum til við föndrið, og líta aldrei á verðmæti þeirra hluta, sem börnin gefa þeim, heldur á hugarfar barnsins, sem hefur unnið hlutina sjálf til þess að gleðja ástvini sína. Sagan „David Copperfield" eftir Charles Dickens’ mun vera æfisaga rit.höfundarins, eða því sem næst. T T T Ef þér eigið eftir að ferðast um Abessiníu og mæta manni af Kana- kit-ættflokknum með fjöður í hattin- um, þá skulið þér draga yður hið allra bráðasta í hlé, því að menn af þess- um flokki, láta eina fjöður i hattinn sinn fyrir hvern mann, sem þeir drepa . . . og þeim finnst þeir aldrei hafa fengið nógu margar fjaðrir . . . ! ! ! Það mun taka 12 ár og kosta um það bil 400 miljónir lcróna, að skapa þær aðstæður að allir íbúar jarðar- innar verði læsir og skrifandi eða hafi tækifæri til að verða það. ! i » Isieifur faðir Einars ábóta var son- ur Isleifs beltislausa, sem fékk það nafn af því að hann var svo digur að einskis manns belti náði utan um hann. (Stefán Ólafsson. Kvæði).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.