Vikan


Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 6

Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 6
<5 VIKAN, nr. 3, 1953. þegar hún sagði, að Vilhjálmur hefði alarei get- að. valið sér betri eiginkonu. Og fagurgali John Malfroy snart hégómagirnd hjónaleysanna. ,.Ef það hafa nokkurn tíma verið til tvær mann- eskjur, sem eru bókstaflega skapaðar til þess að ganga saman í gegnum lífið, Alma,“ sagði hann við hana, „þá eru þú og Bill það.“ Séra Boyd var einnig ánægður með trúlofun- ;na, en hann vildi ekki að þau giftust strax. „Ég vil ekki, að hún yfirgefi mig strax," sagði hann við Vilhjálm. „Þú verður að sýna dálitla þolinmæði. Ég þekki enga sem gæti komið í Ölmu stað, og ég verð að hafa tíma til að litast um eftir fullorðinni konu, sem er fús að stjórna heimili mínu og sjá um mig á elliárunum og Ölmu sleppi ég ekki fyrr en ég hef rekizt á slíka konu.“ Hvorugt þeirra langaði heldur til að giftast strax, og þau nutu hinnar ungu ástar sinnar í ríkum mæli. „Við erum ánægð með allt eins og það er nú,“ sagði Alma við föður sinn. „Bill hefur hugsað sér að við giftumst ekki fyrr en ár er liðið frá dauða föður hans, en þá giftumst við líka og förum í brúðkaupsferð til ltalíu.“ „Eftir jól mun ég fara að litast um eftir ráðs- konu,“ lofaði presturinn, „og ég vona að ég fái með Guðs hjálp góða og áreiðanlega manneskju til þess að taka að sér heimilið.“ En dagar og mánuðir liðu, áður en presturinn fékk tima til að sinna sínum eigin málum. Ógn- anir hinna illu afla vörpuðu skugga sínum á hið kyrrláta líf hans. Þessar ógnanir stóðu fyrir utan áhrif kirkju og trúat', enda orsökuðust þær af sjúklegu sálarástandi. Það var Alma, sem opn- aði augu hans. En elskendurnir reikuðu ennþá um hamingju- söm vegna þess að vera ung og fá að vera sam- an. Þau unnu við bókasafnið, fóru í útreiðar, og stundum var Malfroy með þeim. Allt lífið virt- ist vera svo Ijómandi bjart. En dag nokkurn fór Vilhjálmur einu sinni sem oftar út í skóg með bók til að lesa, og hann kom aftur heim niður- brotinn maður. Milli hæðardraganna, sem liggja norður að Somersetshire, liggur óðalssetrið Stormbury. Fyr- ir norðan jarðir og ekrur óðalsins er skógur, sem stendur í aflíðandi brekku. Skógur þessi er gam- all eikarskógur, hann endar við þverhníptan gjá- barm, þar sem ekkert annað en grjót, já, og ein- stöku mosató sjást fyrir neðan. Það er alltaf eitthvað hátíðlegt við gamla- skóga; en Stormbury-skógurinn er meira en hátiðlegur, hann er skuggalegur, og það er eins og einhver óhugnanlegur kynngikraftur riki þar. Enginn getur annað en orðið snortinn af þessari undarlegu tign og jafnframt óhugnaleik, þegar hann gengur í gegnum skóginn, eftir stígnum, sem liggur alveg fram á gjárbarminn. Snemma á vorin skrýðast tréin þar ljósgrænni laufskikkju, en tréin, sem standa við gjárbarminn fella lauf- ið fyrr en hin tréin í skóginum, og áður en langt um liður standa víða naktar, lauflausar greinar út úr þykkninu. Það sem er visnandi og fölnandi hefur ávallt dapurleg áhrif á huga manns, og þessi ömurlegi staður, þar sem jafnvel bergmál manns eigin raddar getur skotið manni skelk í bringu, er svo draugalegur og óhugnanlegur að um hann hafa verið sagðar óteljandi sögur, sem konur skógar- varðanna segja börnum sínum til þess að fæla þau burt frá skóginum. Til dæmis er ein sögn, sem flestir ibúar sveitarinnar trúa, bundin við þennan stað. Það er sagt, að siðasti úlfurinn, sem uppi var á Englandi, hafi verið drepinn þarna á gjábarminum. Já, og sumir halda þvi meira að segja fram, að skinn úlfsins sé til heima á Stormbury. Háðfugl, líklegast gamall veiðimað- ur, hefur upphaflega samið þessa sögu alveg að tilefnislausu endur fyrir löngu, en siðar hefur hún svo orðið landfleyg. Telford Wolf játaði, að sér finndist skógurinn alltaf hafa ógnandi áhrif á sig og reyndi að finna orsökina. „Ég held að það sé náttúrunni sjálfri að kenna,“ sagði hann einu sinni. „Það ríkir þar stöðugt hálfrökkur eða myrkur, tréin eru ævagömul og mosavaxin, jarðvegurinn er rakur og allsstaðar eru rotnandi greinar og lauf. Allt þetta hefur þau áhrif á mann, að manni finnst maður vera kom- inn langt frá veruleikanum, já, jafnvel á aðra stjörnu. Meira að segja þögnin þar er svo undar- leg, að hún minnir mann á hafið. Ekkert yrði ég undrandi, þó að ég sæi einhverntíma furðu- fisk koma syndandi í þokuslæðingnum á milli trjánna. Það er alltaf þokuslæðingur í skóginum, og það gerir hann hráslagalegan. Manni finnst stundum, að eikurnar hafi augu og stari fjand- samlega á mann, þær teygja út kræklóttar grein- arnar, sem minna mann á krepptar hendur, eins og þær ætli að taka mann og tæta mann í sund- ur með kærklóttum klónum. Það hlýtur að vera eitthvað óvenpulegt bundið við skóginn, því að allt, sem kvikt' er, fyllist ótta og fælist hann. Aðeins dýr næturinnar og myrkursins geta hald- izt þar við. Réttast væri að kveikja í skóginum og eyða með eldi öllu þessu geigvænlega myrkri." Vilhjálmur var andvígur veiðum, já, hann hafði viðbjóð á þvi að drepa saklaus dýr. Ef til vill var það vegna þess að hann skorti sálarstyrk og var hræðslugjarn að eðlisfari. Hann barðist gegn þessum veikleika, en hann gat aldrei yfirunnið hann. Á unga aldri fann hann til hræðslu við gjábarminn í skógarjaðrinum, og til þess að reyna að sigrast á þessum ótta, leitaði hann mikið þang- að, og hann áleit sjálfur, að ef hann kæmi þang- að sem oftast, myndi það lækna hræðslukennd hans. En hann hafði alveg gleymt meðfæddri tilhneigingu sinni til að hnýsast i allt dul- rænt. Hann var svo óeðlilega móttækilegur fyrir allt yfirnáttúrlegt, því að hann bók- staflega trúði því að hamskipti og endur- holdgun gæti átt sér stað; hann þekkti af eigin reynslu tryllingshræðslu, sem getur gripið um sig alveg niður í rætur sálarinnar. Svo var það sólbjartan síðdag i febrúar, að Vilhjálmur fór einn inn í skóginn. Alma var í heimsókn hjá kunningjum sínum í London, og honum fannst hann vera einmana og yfirgefinn án hennar. í skógarjaðrinum er gamalt hesthús, og þar fyrir utan stóð hvíti hesturinn bundinn, sem sir Portens hafði riðið daginn, sem hann dó. Vilhjálmur var með sykurmola í hendinni handa hestinum, og þegar mjúk snoppan snerti lófa Vilhjálms varð honum hugsað til þess, hvað vesalings skepnan hafði saknað húsbónda síns. Fyrst eftir andlát sir Portens hafði hesturinn ekki nærzt á neinu. „Ef til vill heimsækir andi föður míns hann öðru hvoru til þess að hugga hann og styrkja," hugsaði Vilhjálmur. Hann hélt áfram inn í skóginn, þar til hann kom að gjábarminum,' sem Ijómaði i daufri birtu vorsólarinnar. Mynd til vinstri: 1 Abyssiníu eru börn á gelgjuskeiðinu greidd eins og hér sýnir. -— Mynd neðst i miðju: Kólibrí-fuglinn, sem er einhver minnsti fugl í heimi, getur flogið allt að því 45 mílur á klukkustund. — Mynd efst til hægri: 60% (60 af hundraði) af þeirri fæðu, sem góð kýr étur, um- myndast í mjólk. — Mynd neðst til hægri: Hvað lengi hafa blómin - „Krysantemum" verið ræktuð í Kína ? 1 2000 ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.