Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 3, 1951
3
• •
RAUFARHOFN
Framhald af forsíðu.
tanga og var drepinn af hvíta- indatímabilið, sem þá gekk yfir,
birni. einmitt í æsku Guðmundar
í gömlum rekaskrám Munka- Magnússonar (Jóns Trausta).
þverársklausturs, frá því 1270, Bróðursynir Baldvins Einars-
er talað um eystri reka eða sonar, Jón og Sveinn Einarsson,
kyrrlátt Ishafið. Brimofsi. Haf-
ís langt fram á vor. Fátækt og
eymd erfiðra tíma, í ljósi sér-
stakrar þrautsegju og frásagna-
gleði.
Meðal annars var Guðmund-
Magnússon (Jón Trausti) í
vinnumennsku hjá Christian P.
Lund á Raufarhöfn. Hefur hann
skrifað skemmtilega smásögu
„Spilen Sie Kinder“, um þennan
hálf-danska mann, sem var kall-
aður Lund ,,spekúlant“. Ferðað-
ist hann á vegum Gránufélags-
ins í nágrenni Raufarhafnar, og
gerðist einnig bóndi í þessari
harðindasveit.
Nálega allt fólk á höfninni og
á Sléttunni í kring hefur lesið
Jón Trausta. Það eignar sér
skáldið og þekkir umhverfið,
sem er endurspeglun í mörgum
skáldsögum hans.
Sumt elzta fólkið kinkar kolli
óráðið á svipinn. Það rámar í
fólk í sínu ungdæmi, sem minnir
á frægar skapgerðalýsingar
hans, eins og í „Heiðabýlissög-
unum“. Höllu svipar þannig á
margan hátt til móður skálds-
ins.
Melrakkasléttan er víðáttu-
mikill skagi milli Axafjarðar
og Þistilfjarðar. Fjalllendi
teygist frá Axafjarðarheiðinni
norður eftir Sléttunni. Nálægt
miðjum skaganum þverra heiðar
og hálsar. Verður nyrðri hlut-
inn afar víðlend flatneskja.
Þarna ægir saman grýttum grá-
grýtisholtum, mýrarflóum og
óteljandi stöðuvötnum, sérstak-
lega á austur-sléttunni umhverf-
is • þorpið. Þarna eru vötn eins
og Glápavatnið, innar í landinu
Raufarhafnarvötnin og lengra
norður út við ströndina Hraun-
hafnarvatnið, lang-stærsta vatn
sléttunnar, í raun og veru lón,
þar sem aðeins mjór rimi skil-
ur það frá sjónum.
Þorpið stendur á grónum
sjávarbökkum við eina beztu
höfn landsins. Höfnin er skeifu-
löguð og stendur húsaþyrping-
in aðeins landmegin. En frem-
ur mjótt eiði tengir 25 m. háan
móbergshöfða að austan, sem
ásamt hólma í framhaldi af
höfðanum, veitir gott skipa-
lægi gegn brotsjóum Ishafsins.
Komast skip aðeins gegnum
vandratað sund milli hólmans og
lands. Eru þau í umsjá hafn-
sögumanns, þegar stór skip eiga
í hlut.
Fyrir ofan þorpið rísa tveir
grýttir ásar, Miðás og Mel-
rakkaás, sem byrgja fyrir frek-
ara útsýni út á sléttuna, Hins-
vegar er skemmtilegt að líta
inn eftir austurströndinni og út
á Þistilfiörðinn, þar sem f jallið
Súlur, Ormalónshöfðinn og
Hólshöfðinn sjást í blámóðu
f jarlægðarinnar.
Höfnin er falleg. Sígrænn
hólminn af skarfakáli. Höfðinn,
sem rís beint á móti þorpinu.
séður yfir kyrrláta höfnina, með
ljósvita á hæstu bungunni, en
hljóðlátan, hvítan kirkjugarð í
slakkanum niður af höfðanum.
Ofar, uppi á grasigrónu eiðinu,
stendur lítil steinkirkja, en bak
við hana út eftir ströndinni,
teygja sig nes og tangar í ann-
arlegri niðurskipan.
Þessi ágæta höfn er nokkurs-
konar lífpunktur þorpsins, sem
öll tilvera þess byggist í kring-
um.
SR 40 í fullum gangi (Ljósm. Krist-
ján Helg-ason).
Þegar atvinnulíf þjóðarinnar
sérhæfist á seinni árum, blæs
það lífi sínu í þennan úthjara.
Virkilegt verksmiðjuþorp mynd-
ast, með síldarsvæðið fyrir
Norð-Austurlandi og ágæt fiski-
mið fyrir utan. En hinsvegar
er Raufarhöfn harðbýl fram eft-
ir öllum öldum. Stundum í eyði
og ekki mikill veigur í þessari
erfiðu jörð, þegar landbúnaður
er næstum eini atvinnuvegurinn.
Jarðvegur er grunnur og ófrjór.
Skammt niður á klöppina í
gegnum ísaldaleir og veðrátta
óhagstæð. Virðist veiðiskapur
fremur stundaður samfara ein-
hverri kvikfjárrækt, en engin
teljandi jarðrækt.
I jarðarbók Árna Magnússon-
ar eru taldir upp kostir Raufar-
hafnar, sem þá er eyðijörð síð-
an stórubóluna (1608). Útræði
er auðvelt. Reki frá Siberíu. Sil-
ungsveiði í vötnum. Æðavarp í
hólmanum og selaveiði. Mel-
rakkar og rjúpur uppi í land-‘
inu. En mitt í amstri hversdags-
leikans glottir líka einföld setn-
ing í þessari klassisku bók:
„Fóðrast ein kýr laklega, mest-
an part af útheyi“. Þá segir
þessi spaki vísindamaður að
lokum: „Hér má byggjast“.
Þegar er Raufarhafnar getið
í Islendingasögum og þá jafnan
í sambandi við kaupför. Þó er
nokkuð óljóst, hvenær byggð
festist við höfnina. Vegna yfir-
burða góðrar hafnar á stóru
hafnlausu svæði, væri ekki ó-
sennilegt, að sérstök jörð byggð-
ist fljótlega, einkum með tilliti
til útræðis og verzlunar við
kaupför. Annars er hún í land-
námi Arngeirs, þess er nam
Sléttu milli Hávarlóns og Svein-
ungavíkur. Hann bjó í Hraun-
höfn, fremst á Hraunhafnar-
Raufarhafnarreka, sem virðist
heyra undir jörðina Raufarhöfn.
Hefur bærinn þá staðið skammt
uppi í landinu, en hjáleiga
myndast niður við höfnina, sem
verður fyrsti vísir að útræði og
verzlun.
Þó kemur hún ekki við sögu
fyri' en á miðöldum, þegar Ham-
borgarkaupmenn höfðu þar
stöðvar til fiskveiða og verzlun-
ar. I lok sextándu aldar hafa
Danir þar aðsetur í hjáleigunni
„Buder“, en þetta er orðin eyði-
hjálega í jarðarreisu Árna og
Páls í byrjun seytjándu aldar.
En þá eru Hollendingar á Rauf-
arhöfn. Þótt hin danska einok-
unarverzlun væri þá ríkjandi,
hefur vafalaust verið verzlað við
hina hollenzku fiskimenn. Það
er einmitt um þær mundir, seg-
ir Einar Sigfússon, frá Ærlæk,
að dönsku kaupmennirnir kæra
til konungs yfir því, að nú hafi
sala á tóbaki og rósalérefti
minnkað um 75%, sem þeir
kenna launverzlun.
Verzlunin við Hollendinga var
því miður ekki til frambúðar.
Norður-Þingeyingum þótti sem
var, þungbært að sækja verzlun
til Húsavíkur og Vopnafjarðar
og óskuðu þess þrásinnis, að
verzlun yrði sett upp á Raufar-
höfn. En þeirri málaleitun var
jafnan synjað. Það liðu margir
áratugir frá því verzlun var af-
numin, þar til verzlun var end-
urreist á Raufarhöfn. Árið 1835
stofnar Chr. Thaae, danskur
kaupmaður, verzlun og útgerð.
Hann reisir þar stórhýsi, sem
stendur enn þann dag í dag.
Ingólfur Gíslason læknir hef-
ur skrifað skemmtilega grein í
Lesb. Morgunbl. um þetta 200
ára hús, sem var upphaflega
byggt í Þýzkalandi. Þaðan var
það flutt til Danmerkur og þá
til Islands.
Ingólfi þykir gaman að stokk-
unum undir brennivínstunnun-
Hluti af síldarþróm SR 40 (Vitum
ekki, hver tók myndina).
um, sem standa ennþá, þegar
hann er læknir þar sumartíma
1944.
Nú er þetta gamla hús mið-
punktur hreppstjóravaldsins í
þorpinu auk smáverzlunar.
Árið 1860 kaupa íslenzkir
kaupmenn þessa verzlun og út-
gerð, síðar Gránufélagið, sem
rekur verzlun í 25 ár. Það var
bjargvættur Sléttu um harð-
byrja verzlun og útgerð í húsa-
kynnum Thaaes 1896. Skömmu
síðar hófu einnig útgerð bræð-
urnir Friðrik og Þorgeir Clau-
sen frá Eskifirði. Hefst þá loks-
ins regluleg útgerð á Raufar-
höfn, 125 árum eftir að O.
Olavius skrifaði um það í sinni
þekktu bók „Ökonomisk Reise
gjennem Island“, að Raufarhöfn
væri sérlega vel fallinn til sjáv-
arútgerðar.
Bræðurnir Einarsson voru
duglegir athafnamenn í grózku
aldamótaáranna. Þeir byrjuðu á
fiskveiðum og jafnvel hákarla-
veiðum. En þeir voru fyrstir
íslenzkrá manna, sem leggja út
í síldarútgerð 1901.
Þeir leigðu norskt skip og
notuðu reknet sem veiðarfæri,
en síðar herpinót. Útgerðin
veiddi oft vel og var síldin sölt-
uð í tunnur. En það er þessi
dramatíska barátta margra
dugnaðarmanna við gengisfell-
ingu og ofgnægð á mörkuðum,
sem sköpuðu þessum brautryðj-
endum erfiðleika. Skilnings-
leysi innlendra stjórnarvalda
áttu einnig þátt í því, að þeir
hættu útgerð og sneru sér að
verzlun. Þeir smíðuðu brvggju
um aldamótin, sem var í þann
tíma stærri en höfuðborgin
hafði upp á að bjóða. Byggðu
frystihús og stunduðu jarðrækt.
Áttu ríkan þátt í því, að sími
var lagður til þorpsins 1916.
Sveinn gamli í Búðinni lifir
ennþá bróður sinn. Hann átti 60
ára afmæli við verzlunarstörf á
árinu sem leið. Hann er léttur
á fótinn og einn skemmtileg-
asti samkvæmismaður Sléttunn-
ar og er þá mikið sagt.
Þegar dró úr umsvifum
bræðranna eftir 1908, settu
Norðmenn svip sinn á höfnina
með síldarútgerð.
Færeyingar komu líka til fisk-
veiða og ráku útgerð öðru
hvoru til ársins 1944.
Norðmenn söltuðu síldina
framan af. En um 1924 byggðu
þeir 800 mála verksmiðju. Veru-
legur skriður kemur þá fyrst á
fólksflutninga til þorpsins. Ár-
ið 1928 var stofnað Kaupfé-
lag. Er það útibú frá K.N.Þ.
(Kaupfélag Norður-Þingeyinga)
á Kópaskeri. Er starfsferill
þess á margan hátt merki-
legur. Auk verzlunar í þorp-
inu, hlynti það að bátaútvegi,
sem fór vaxandi til ársins
1944, en þá kemur sérstakur
afturkippur í útgerðina. Það er
eins og hún kafni í síldarútveg
þorpsins, sem þá stendur með
miklum blóma. En nú ríkir aft-
ur áhugi í útgerðinni. Róa 4
vélbátar og 7 trillur, sem blaut-
salta fiskinn hjá kaupfélaginu.
Hraðfrystihús er í smíðum á
vegum hreppsins og Kaupfé-
lagsins. Gengur illa að fá efni til
hússins og er mjög bagalegt,
Framhald á bls. 7.