Vikan


Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 5

Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 3, 1951 5 .^lMUMMMMMMMMMHMHMHMMMMMMMMMUHIIUMUIIIIMIIIIMIIIHIIHHIMMMUHMIIMIIUIIIIIIIIIIIMMIIIMMIMMMIIIMIIIIMIMIMIMaUMIMMMMHIMHIIHMHMMIMIIMMMMHIIHHHMMMMMHMMMMMIMIIIIUMM'MUMMHIIMHIMMIHUIMMMMUMMMIMIMMMMHMMMlMllif* Ný framhaldssaga: VERULFLRIMM IIIIIIIIIIIIIHIIUIIIIIIIIIIHIIIHHIIIHIIHIIIIUHIUIIIIIIIHIIIHHIIIHIIIIIIIIIHHHHHUIII Eftir EDEN PHILLPOTTS „En gerðu það fyrir mig að segja Johnny ekki, að ég hafi sagt þetta. Honum mundi hara finnast ég hafa þvaðrað eins og þvottakona, ef hann frétti það,“ svaraði Telford, og frændi hans lofaði honum því. En síðar sama dag sagði Telford stjúpu sinni frá þessu atviki, og hún var samstundis áhuga- söm um að ráðahagurinn mætti takast. ,,Maður hefði einna helzt búist við að hann kvæntist aðalborinni mey," sagði Telford að lok- um. ,,En verði Alina eiginkona hans, fær hann þá beztu eiginkonu, sem hægt er að hugsa sér og ég er sannfærður um, að þau hæfa vel hvort öðru.“ Dafna hugsaði sig um augnablik, en sagði sið- an: „Bill er ekki mikill mannþekkjari, en það mikið veit hann, að ætt og staða fólks hefur ekkert að segja, þegar um hjónaband er að ræða. Aðalatrið- ið, er að vera hamingjusamur. Annars er almennur áhugi hér í sveitinni fyr- ir hjónabandshugleiðingum hans. Ég segi ailtaf, þegar ég er spurð, að ég viti ekki til þess, að Bill hafi heitið nokkurri eiginorði ennþá, en oftast bæti ég við, að ég voni að hann kvænist áður en langt um líði.“ „Hann álítur það skyldu sina gagnvart ætt- inni,“ sagði Telford, „og til þessa hefur hann aldrei brugðizt skyldu sinni." „Hann gæti ekki fengið betri konu en ölmu. Ég hef að visu aldrei hugsað um hana í þvi sam- bandi, og faðir hans áreiðanlega ekki heldur. En eitt er ég sannfærð um, og það er, að Alma mun ekki giftast neinum manni, nema þeim sem hún elskar, svo að þessvegna getum við verið róleg." Telford var fyllilega sammála stjúpu sinni. „Við skulum biða og sjá hvernig fer,“ sagði hann. „Alma hefur sterkan persónuleika og það er ekki óalgengt að sterkar konur leggi ást á veiklynda menn.“ „Satt er það,“ sagði Dafna, „en ég vona, að þegar hann kvænist, þá geri hann það ekki að- eins af skyldurækni. En ég verð að játa, að það er ekki einfalt að ímynda sér Bill ástfanginn, en hann er mjög kurteis og elskulegur gagnvart öllu kvenfólki, svo að það er fátt algengara, en að hann veki falskar vonir i brjóstum kvenna." „Og einmitt þessvegna minntist ég á þetta við Malfroy. Eins og þú segir, þá er erfitt að gera sér í hugarlund, að Bill geti orðið ástfang- inn, og að ímynda sér, að ung stúlka geti vakið rómantizkar tilfinningar í brjósti hans. En sé sú kona til, sem Vilhjálmur gæti elskað og finndi, að hún endurgildi ást hans, mundi hann efalaust gera hana mjög hamingjusama." „Ég efast ekki um það.“ Vilhjálmur var sæll vegna þess, sem hann hafði heyrt. Það undraði hann, að John Malfroy skyldi hafa veitt athygli sálarlífi Ölmu, því að hann hélt að hann hefði ekki augu fyrir tilfinningalífi kvenna. Hann sá nú John í nýju ljósi. En var það rétt, sem Malfroy hélt? Þessi spurning söng sifellt í huga Vilhjálms. Aftur og aftur sagði hann við sjálfan sig, að John hefði á röngu að standa, en hann langaði svo til að trúa því, að Alma elskaði hann. Þegar Alma kom til hans daginn eftir, til að hjálpa honum við bókasafnsvinnuna, veitti hún því samstundis athygli, að hann hafði breytzt. Hann var mjög þögull og svipþungur. Þyrfti hann að ávarpa hana átti hann erfitt með að ljúka setningunni. Það var eins og hann væri hálffeim- inn við hana. Hann hafði með sjálfum sér ákveðið að biðja hennar, en óttinn við að verða hryggbrotinn hélt aftur af honum. Hann gat alls ekki lesið þá ást úr augum hennar, sem aðrir þóttust sjá. Fáeinum dögum siðar var haldin miðdegis- verðarveizla í kránni „Úlfarnir" til heiðurs hin- um nýja eiganda Stormbury. Vilhjálmur sat við borðsendann og hlustaði á fjölda hf ræðum, sem hann varð síðan að svara. — Aldrei hafði hon- um dottið í hug að þessi veizla ætti eftir að verða upphaf að mestu hamingjustundum lífs hans, en þannig var það samt. Þegar hann fór úr kránni um klukkan þrjú þennan sama sið- dag, mundi hann aðeins eftir einni ræðu, sem gamall bóndi hafði haldið. Gamli maðurinn hafði verið mjög persónulegur í því, sem hann sagði og látið í ljósi þá ósk sina, að Vilhjálmur kvæntist hið allra bráðasta. „Og við óskum þess af öllu hjarta, að þér fáið góða og trygga eigin- konu, sir Vilhjálmur," sagði hann að lokum. „Eiginkonu, sem líktist sem mest móður yðar, lafði Wolf, og ég vona að ég fái að lifa þá stund að sjá fyrsta son yðar, svo að ég geti dáið ró- legur og öruggur um að ættin muni ekki líða und- ir lok.“ Þessi orð endurómuðu i sífellu i huga Vilhjálms, á meðan harrn gekk hægt i áttina til prestsseturs- ins. Hann hafði lofað að koma og drekka te hjá prestinum og líta á krysantemum blómia hjá ölmu, en myrkrið skall snemma á, og Alma hélt þvi fram, að maður ætti ekki að skoða blómin nema í dagsljósi. „Því miður sástu þau ekki, þegar þau voru fallegust," sagði hún. „Þú hefur ekki komið hing- að óralengi." „Það er annars undarlegt, að ég skulí ekki hafa meiri ánægju af blómum en ég hef,“ sagði hann. „Pabbi og mamma höfðu bæði yndi af þeim, en ég get ekki fundið neina gieði i að horfa á litaskrúð þeirra." „Þú líktist Telford hv'að því viðvíkur. Þið hafið meiri ánægju af listum en sjálfri náttúr- unni.“ „Þú hefur í lög að mæla. En blóm eru heldur ekki varanleg fegurð. — Það, sem stendur i blóma í dag, getur verið fölnað á morgun." Hún andvarpaði. „Þú horfir alltaf á skuggahliðina á tilverunni, Bill. Það er rangd af þér.“ „Og ég sem fæ a£ njóta þeirrar ánægju að umgangast gott og ósérplægið fólk, sem hugsar meira um aðra en sig sjálft, — það ætti að breyta hugsanahættinum hjá jafn eigingjörnum og sjálfs- elskum náunga og mér.“ „Þú ert ekkert eigingjarn. En, en — hvernig á ég að koma orðum að þvi. sem ég ætlaði að segja? —- Því er nú einu sinni þannig farið, að það er til fólk, sem nýtur lífsins og elskar það, og á hinn bóginn er einnig til fólk, sem aldrei sér annað en skuggahliðar lífsins. Því mið- ur telst þú til þeirra síðarnefndu. En hversvegna? Ég á erfitt með að skilja það. Þú hefur auga fyrir fegurð og þó virðist þú að- eins hafa tilfinningar fyrir hinu dapurlega." Vilhjálmur hafði alltaf vitað, að þegar hann bæði sér konu, hlyti hann að gera það án alls undirbúnings. Hann mundi aldrei geta ákveðið stund og stað og hvað hann ætti að segja fyrir- fram. En nú, þegar hann heyrði orð Ölmu, var hann skyndilega gripinn undarlegri þrá. Hann sneri sér að henni og sagði: „En Alma, þú getur hjálpað mér að sjá björtu hliðar lífsins! Útal sinnum hef ég séð gleðina fylta huga þinn, þegar þú sást eitthvað fallegt, og þú sjálf varðst ennþá fallegri, ef það er hægt. Og fjöldinn allur hefur tekið á sig nýja og fegurri mynd fyrir augum mínum, vegna þess að þér fannst það fagurt. Allt sem þér tilheyrir ljómar af gleði og hamingju. Þú ert ánægðasta og yndis- legasta manneskja, sem ég hef kynnzt, og hjá þér hef ég séð hvað gleðin er mikils virði; nú er mér farið að skiljast, hvað vinátta þin hefur verið mér mikils virði öll árin, sem við höfum þekkt hvort annað, -— þú hefur alltaf verið reiðu- búin að skilja og fyrirgefa. Og þessa einlægu vináttu hef ég í eigingirni minni tekið sem sjálf- sagðan hlut. Það er sannleikur, að ég sé alltaf eitthvað dapurlegt við alla gleði og alla ham- ingju, en þegar ég er hjá þér gleymi ég þvi dap- urlega, því að það getur ekki þrifizt í návist þinni." „Kæri Bill, mér væri það ósegjanleg gleði, ef ég gæti hjálpað þér að 'verða hamingjusamari en þú ert,“ svaraði hún. „Það getur þú,“ svaraði hann sannfærandi. „En ef þú getur það ekki, þá vil ég samt sem áður ekki bíða lengur i þessari óvissu. Viltu verða kon- an mín og gera mig hamingjusaman alltaf og eilíflega? Ég get ekki veitt þér mikið á móti — þú veizt að ég er aðeins hálfmótaður leir, og meira að segja lélegur leir; en það er allt, sem ég get boðið þér sem endurgjald við hinni ríku- legu gjöf, sem þú gæfir mér, þegar þú gæfir mér þig sjálfa. Ég er ljótur maður og gamal- dags, en ég elska þig og þarfnast þín!“ Hann þagnaði. Alma svaraði honum ekki strax, en hann Ias svarið i augum hennar, faðmaði hana að sér og kyssti hana. „Ó, Bill, hvenær byrjaði þetta?“ spurði hún. „Hvenær varð sú breyting á sambandi okkar, að vináttan breyttist í ást?“ „Ég veit það ekki, vina fnin, enda skiptir það engu rnáli," svaraði hann. „En það munu verða þér erfið lifskjör að búa með mér. Hefurðu kjark til þess." „Ég gæti gert tilraun," sagði hún glettnislega. Og þau hlóu og glettust, en á bak við gázkann leyndist alvaran, og augu þeirra Ijómuðu af ham- ingju. „Allt til þessa hafa mér leiðzt krysantemum," sagði Vilhjálmur. „En eftirleiðis munu þau vera mér heilög blóm eins og þau eru Japönunum.“ 4. KAFLI. Fréttin um trúlofunina barst eins og eldur i sinu um Stormbury og næstu sveitir. Vinir og kunningjar Vilhjálms fjær og nær sendu honum heillaóskir, og allir voru ánægðir með þá konu, sem hann hafði kosið sér. Bob Meadows sagði við Vilhjálm, þegar hann frétti um trúlofunina: „Allir hér þekkja ungfrú Boyd, Vilhjálmur, og það er áreiðanlegt, að skilningsríkari og elsku- legri konu hefur enginn kynnzt. Háðsmaðurinn og ráðskonan eru alveg sammála um það, þó að þau geti yfirleitt aldrei verið á eitt sátt. En þau hafa líka bæði verið hálfhrædd um að sir Vil- hjálmur kvæntist erlendri konu.“ Telford og Dafna létu einnig í ljósi ánægju sína með þennan ráðahag. Dafna hældi prests- dótturinni á hvert reipi og gleði hennar var sönn,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.