Vikan


Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 15

Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 3, 1951 15 Gullkornið Neðarlega við borðið situr maður með að eins tvo liti i andlitinu, brún- an og svartan, brúnt hörund og brún augu, svart hár, svart skegg og svart- ar brúnir, hann er líka kátur, kátur að eins yfir staupinu sínu, en það er nóg. Vínið er svo indælt, hann er orðinn kenndur. Það er enginn hér, sem veit hvers hann er virði, nema hann sjálfur. En það er lika nóg. Lénsherrann er lítillátur, hann kemur lika til hans, þegar hann gengur . kringum borðið til að drekka við alla eiðmennina — hann dreypir aðeins á glasinu, þeir eru meira en hundrað, en þetta er þó ógleymanleg ljúf- mennska — því að hann man að hann var einn af . . . Því hefur hann ekki rúkraga, heldur aðeins kraga með einföldum pípum, og svo er hann svo ólánlega vaxinn, með löngum, sletti- legum útlimum. Hver er þessi mað- ur ? spyr lénsherra, þegar hann geng- ur burt frá honum. Þessi — hann heitir sira Hallgrímur Pétursson. Lénsherra skynjar ekki nafnið, þessi íslenzku nöfn eru svo erfið. (Úr Skálholti eftir Guðmund Kamban, kaflanum um erfðahylling- una i Kópavogi). Landsbanki Islands hefur opnað útibú við Langholtsveg 43 — Langholts- útibú. Útibúið mun annast öll almenn sparisjóðs- og hlaupa- reikningsviðskipti og auk þess mun það taka við til geymslu hverskonar verðbréfum og verðmætum munum eftir þvi sem geymslurúm leyfir. Fyrst um 10—12 og 4- sinn verður útibúið opið virka daga -7, nema laugardaga kl. 10—12 og 1- Símanúmer útibúsins er 7796. Gjöf ekkjunnar. „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara." II. Korintubréf 9:7. LANDSBANKI ÍSLANDS 1 I CATERPILLAR Dieselrafstöð . Nafnið er nœg trygging Dráttarvél Ðráttarvél með jarðýtu Veghefill Heildverzlunin HEKLA h.f. REYKJAVÍK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.