Vikan


Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 12

Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 3, 1951 hafi liðið hér vel? Aðrir hafa sagt þetta á undan honum." „Það er afar skiljanlegt, að þú skulir bera í bætifláka fyrir hann,“ sagði maður hennar af nagandi spotti. „Ég verð að segja, að ég er mjög undrandi á framkomu hans." „En Ameríkumenn eru hlutlausir í stríðinu," sagði Hortense reiðilega. „Og hvers vegna ert þú svona þóttafullur, Enrico. „Ég held bara, þú megir þakka Bruce fyrir að hafa fundið aðgengi- lega lausn. Með þessu gerir hann þér lika greiða ?“ „Það sé ég. En ekki held ég, að ég gæti með nokkru móti flutt svona ávarp . . hann lauk ekki við setninguna. Alys horfði á Bruce. Skildi hann ekki hvert Enrico var að fara? En Bruce yppti einungis öxlum og sagði: „Tja, á þetta má líta frá ýmsum hliðum. Mér finnst þetta góð kaup. Ég kem eiginkonu minni í öryggi með því a* segja nokkur orð í útvarpið." „Bruce, ég vil þúsund sinnum heldur verða hér áfram, jafnvel þótt ég lyktaði í fangabúðum, heldur en þú farir að ljúga Ameríkumenn fulla." „Þarna gýs brezki móðurinn upp í þér einu sinni enn. Og ef til vill finnst þér þú nógu inn- blásin af þessu hugarfari til að ganga óhikað fram fyrir byssukjaftana á aftökustað. En ég er ekki brezkur, og ég er ekki gefinn fyrir slík gönuhlaup. Og þó að þú kærir þig kollótta um líf þitt og frelsi, þá skal ég segja þér það, að mitt líf og frelsi er mér mikils virði . . .“ „Og mér líka,“ sagði Hortense. „Gleymdu því ekki, Bruce." Alys fann, hvernig hún hvítnaði í framan. Svo fór hún að efast: Ef til vill var skiljanlegt, að Bruce leit ekki á striðið eins og hún. Hann var þó alltaf Ameríkumaður. En þessu hefði hún samt aldrei á hann trúað. Þau héldu upp í herbergið sitt, og þegar þau höfðu látið hurðina aftur á eftir sér, sagði hann: „Nú fer ég með allt mitt dót. Úr því að allir hafa komizt að sannleikanum, er engin ástæða til að halda þessum skrípaleik áfram." „Það er satt.“ Hún leit unda«. Þá tók hann í hönd hennar og sagði blíðlega. „Þú skilur mig, Alys, er það ekki?“ Hún dró höndina úr greip hans. „Nei, ég skil þig ekki. Allt annað gæti ég fyrirgefið þér frem- ur en þetta. Ef þú gerir þetta min vegna, þá vil ég miklu heldur . . „Alltaf ert þú eins,“ sagði hann. „Ég er ekki einungis að bjarga þér heldur sjálfum mér um leið. Góða nótt. Við sjáumst aftur í fyrramálið." 20. KAFLI. Næstu dagar liðu órafljótt. Mínúturnar virtust beinlínis grípa flugið, eftir að Jensman hringdi um morguninn og tilkynnti, að Alys gæti komizt með flugvél til Portúgal næsta dag. Sjálf þurfti Alys ekki um neitt að hugsa. Nú hélt hún út í frelsið aftur, en þótt henni þætti afar gaman til þess að hugsa, fannst henni einhvern veginn, að hún yrði fyrir alla muni að vera kyrr. Bruce útvegaði henni ýmiskonar skjöl, og svo skrifaði hann niður drög að ávarpinu, sem hann ætlaði að flytja. Hann fór oft til Cataníu að tala við Jensman og starfsmenn hans. „Það var furðulegt, hve mennirnir geta breytzt á stuttum tíma,“ sagði hann og brosti eilítið. „Nú mundu þeir allt að því skera sig í stykki fyrir mig.“ Manley var svipaður, þó var hægt að eygja nokkrar framfarir. Jennifer bjó áfram x sjúkra- húsinu. Reglubundnar samgöngur voru milli Cataníu og Portúgal, og ákveðið var, að Alys skyldi fára með -flugvélinni, sem færi upp úr nóninu. Hún var i þungum þönkunx um morguninn. Hxin át dögurð uppi í herbergi, af því að hún treysti sér ekki að borða með hinum. Það var barið að dyrum, og hún bjó sig undir að tala við Bruce, en þá var þetta Enrico. Hann brosti dauflega og sagði: „Má ég koma inn fyrir? Mig langaði einungis til að kveðja yður, því að ég get ekki fylgt yður út á flugvöll." „Gerið þér svo vel,“ sagði hún. „Ég þakka yður ástsamlega alla þá hjálp, sem þér hafið veitt mér.“ „Vei’iö ekki að þakka mér,“ sagði hann. „Ég hef víst ekki verið alitaf sem beztur. Ég bið yður að afsaka það.“ „Það erum við, sem eigum að biðjast afsök- unar. Þegar við þáðum heimboð yðar fölsuðum við á okkur heimildir. Ef þér hefðuð strax vitað allan sannleikann, þá . . .“ Hann brosti daufu brosi. „Það er stundum sagt sem svo, að þegar stríð eða ást eigi i hlut, megi grípa til alls----við skulum segja það nægilega afsökun. Þetta hef ég oft sagt við sjálfan mig upp á síðkastið." Hann þagði augnablik, en hélt síðan áfram. „Það er líkt á með okkur komið.“ Hún roðnaði í kinnum á svipstund. Grunaði hann eitthvað? „Þér skulið ekki láta þetta koma yður á óvart,“ sagði hann rólega. „Ég sé, hvað být í yðar barmi. Ef til vill sé ég það svo greinilega, af því að eins er ástatt með mig. Því að ég elska líka — kannski vonlausa ást.“ „Þér elskið þá konuna yðar ennþá,“ sagði hún ósjálfrátt, af því að þögnin var henni óbærileg. „Hana hef ég ætíð elskað." Hann hló beisk- lega. „En það veit Hortense ekki. Hún hélt ég væri að ná mér í auðæfin, þegar ég kvæntist henni, og af því að ég elskaði hana, lét ég hana lifa i þeirri trii. Hún hefur sagt við sjálfa sig og síðan við hvern, sem heyra vildi, að ég hafi kvænzt sér til fjár. Það er að vísu satt, að ég var svo að segja öreigi, en það er ekki hægt að komast hjá því öðru hvoru, þegar allt er frá manni plokkað í sköttum, og samt kvæntist ég henni ekki til fjár. Og þegar við giftumst, hélt ég, að ég gæfi henni jafn mikið og hún mér. Ég hélt, að ættax-nafn mitt, sem er eitt það elzta á Sikiley, og óðalið, sem hefur gengið að erfðum ■ gegnum margar kynslóðir, væri jafn þungt á met- unum, og ef ekki þyngra, en þessi peningafúlga, sem föður hennar hefði tekizt að reyta saman." „En nú getið þér þó sagt henni, hvernig málum er háttað," sagði Alys. Enrico rétti úr sér og stóð þarna hár og grann- ur. „Karlmaður af Melioneættinni beygir ekki kné sín fyrir nokkurru konu til að biðja um ást henn- ar. En ef eiginkonan er svo bamaleg að halda maður geri það, hvað skal þá til bragðs taka?" Blessað barnið! •rlkning eftir George McManus. Pabbinn: Hvað oft hef ég sagt þér, að þú megir ekki hlaupa frá hliðinni á mér, þegar við erum úti? Pabbinn: Litlir Pabbinn: Lilli, sagði ég þér ekki, að þú mætt- drengir eiga alltaf ir ekki hlaupa frá mér? að hlýða pabba sín- um! Lilli: Hversvegna? Pabbinn: Komdu vinurinn! Lilli: Pabbi, sjáðu! Pabbinn: Já. við skulum fara inn! Alli afgreiðslumaður: Á ég að pakka handjárnunum inn! Pabbinn: Nei, ég ætla að nota þau! Pabbinn: Núna er allt í lagi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.