Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 3, 1951
11
Framhaldssaga: SKIPBROT 20
------- Eftír JENNIFER AMES ---------—-----------—---------------
^jjpetta, ef hann hefði ekki fyrst gert mig frávita
af reiði. En . . . Enrico segir ekki frá neinu. Að
minnsta kosti segir hann yfirvöldunum ekki frá
þessu. Hann er ekki þannig gerður.“
„Þetta er smjaður," sagði Enrico lágt.
Bíl var hemlað fyrir utan húsið. Siðan var úti-
dyrabjöllunni hringt.
„Kannski er þetta Jennifer? Hún sagðist
mundi koma aftur, ef föður hennar liði betur.“
t>au þögðu öH. Þjónninn opnaði útidyrnar. Þau
heyrðu lágt tuldur. Stuttu síðar kom þjónninn
inn í stofuna.
„Jensman kafteinn," sagði hann.
,,Nú, það er þá næturgalinn okkar, koma hans
hiýtur að boða eitthvað gott eins og alltaf," sagði
Bruce.
Þau hlógu öil, hátt og óeðlilega. Taugar þeirra
voru þandar — hláturinn hefði getað liðið frá
brjósti móðursjúks manns.
,,Það gleður mig að sjá, að þið eruð öll í góðu
skaþi. Eða eruð þið kannski að grínast að mér?“
spurði Þjóðverjinn og beraði tennurnar með brosi.
Það var ills viti.
„Þau voru að hlæja að mér, kafteinn,“ sagði
Bruce af mestu hægð.
„Við Þjóðverjar kunnum að meta glaðværð og
iéttlyndi," svaraði Jensman.
„Maður hefur ýmislegt fengið um það að
heyra,“ sagði Bruce. „En ef ég dæmi eftir þeirri
reynslu, sem ég hef af ykkur fengið, þá verð ég
að segja þið hafið ekki hænuvit á kímni.“
„Við líðum ekki, að hlátur eða gamanmál trufli
' okkur í skyldustarfi. Það er allt og sumt,“ sagði
kafteinninn reigingslegur.
„Þetta er viturlega sagt,“ tautaði Bruce.
Enrico gekk nú til þeirra. „Má ekki bjóða
■ .kafteininum upp á kaffi?“
Þjóðverjinn hneigði sig. „Ef þið ætlið hvort
hið er að fara að drekka, þá er mín ánægja að
drekka með ykkur.“
Enrico gekk að bjöllunni og hringdi og þegar
þjónninn kom, gaf hann honum skipun um að
bera fram kaffi.
„Ég hef heyrt. slæmar fréttir af ameríska ræð-
ismanninum," sagði Jensman. „Ég vona, að þetta
hafi ekki illar afleiðingar í för með sér, hvorki
fyrir hann sjálfan — né ykkur.“
„Ég vil taka upp þráðinn, þar sem við sleppt-
um honum áðan,“ sagði Bruce. „Og ég endur-
tek, þið Þjóðverjar kunnið lítið að meta fyndni."
Samræðunum hélt áfram, meðan þau drukku.
Orð þeirra höfðu á sér meinleysislegan blæ, þó að
beiskjan ólgaði undir niðri. Þegar Jensman var
búinn að drekka, lagði hann bollann frá sér á
litla borðið, laut áfram og sagði:
„Ég kom hingað til að tala við Rymer. En þar
sem þið eruð hér öll saman komin og ég veit, hve
vináttan er rik ykkar í millum, (það var mein-
fýsinn hreimur i rödd hans), þá er mér kannski
leyfilegt, að hefja máls í allra viðurvist. Er yður
ekki sama?“ Hann leit til Bruce.
„Svo sannarlega," svaraði Bruce stuttlega. „Ég
hef engu að leyna vini mína.“
„Einmitt?" Rödd kafteinsins var iskyggilega
hv^öss. „Reyndar efast ég um, að það sé rétt.“
Hanri þagnaði stutta stund, en hélt siðan áfram.
„Þér sögðuð við mig fyrir nokkru, að yður
væri mikið i mun að koma konu yðar úr landi.
Þá gat ég ekkert um þetta sagt, en nú er ég
hingað kominn tíl að veita yður kost á að upp-
fylla þessa ósk yðar.“
„Þér ætiið þá að leyfa Alys að fara úr landi?“
Það var eins og Bruce gæti ekki trúað eigin
eyrurn.
Jensman kinkaði kolli. „Já, með vissum skil-
yrðum — kannski væri þó réttara að kalla það
kröfur. En ekki efast ég um, að þér, Ryrner, hafið
margt gott að segja um samskipti 'yðar við
okkur, hve liðlegir og hjálplegir við höfum verið
yður og“ — hann þagnaði — „konu yðar.“
„Og hver eru svo skilyrðin, kafteinn?"
„Ég hef ekki sett skilyrðin, þau koma beint
frá aðalstöðvunum í Berlín," sagði Þjóðverjinn.
„Ég hef fyrir nokkru gefið þeim nákvæmar upp-
lýsingar um komu yðar og konu yðar hingað, og
síðdegis fékk ég símskeyti frá Berlín. Þeir segja
ég skuli bjóða yður að flytja í útvarpið ávarp
til þjóðar yðar. Ef þér viljið gera það, er yður
og konu yðar frjálst að fara hvert sem er.“
„Flytja ávarp til Bandarikjanna ?“ sagði Bruce
tortryggnislega. „Og urn hvað á ég aö tala?“
Þjóðverjinn barði löngum fingrunum óþolin-
móðlega niður í borðplötuna. „Það hljótið þér
sjálfur að sjá, Rymer. Þér eruð þekktur fyrir-
lesari í heimalandi yðar. Fólkið veit af reynd, að
óhætt er að trúa orðum yðar. Við vitum, að þér
eigið þar allstóran hóp aðdáenda, og okkur kom
í hug, að þeim mundi langa til að heyra í yður.“
„Á ég þá einungis að flytja þjóð minni
kveðju?“ sagði Rymer.
„Já, en meira þó. Ég er viss um, að aðdáendur
yðar í Bandaríkjunum eru óðfúsir að fá að heyra,
hve hamingjusamlegt samband Italíu við Þýzka-
land hefur orðið, og hve fólkið er ánægt. Ávarp
yðar gæti átt gildan þátt í að bæla niöur þá
staðhæfingu, að uppi séu miklar óeii’ðir á Italíu.
Þér gætuð minnzt á, hve yðar götur hafi verið
greiddar hér, ekki einungis af landsmönnum,
heldur líka af bandamönnum þeirra, Þjóðverjum.
Þér getið fullyrt fyrir áheyrendum yðar, að ný-
skipunin i Evrópu sé til mikilla hagsbóta og
fólkið sé glatt og ánægt.“
„Þér viljið með öðrum orðum fá hann til að
selja sál sína og kaupa mér frelsi með því!“
Rödd Alysar var hás. Hún hafði risið á fætur.
Brjóst hennar reis og hneig, augu hennar leiftr-
uðu. „Fjarska eruð þér grunnur, kafteinn. Haldið
þér, að maðurinn minn gangi að svona skilmál-
um ?“
Jensman hafði einnig risiö á fætur. Hann virti
hana fyrir sér með ijöpru tilliti, varir hans voru
eins og þverskurður í andlitið.
„Ég var ekki að tala við yður, frú Rymer.
Ennþá hefur Rymer ekki gefið mér neitt svar.
Þér virðist líka vera helzt til hvassyrtar, frú mín
góð, þar sem þér þykist vera hlutlausar. Ef
dæma má af orðum yðar og framkomu núna,
mætti ætla, að þér væruð mjög svo fjandsam-
legar."
En Alys hélt áfram í bræði: „Enginn getur
lokað augunum fyrir því, að Itali hefur sett
mjög niður á öllum sviðum, síðan þeir gengu i
samband við Þjóðverja."
„Alys, í guðs bænum, gáðu að því, sem þú
segir," sagði Bruce hvasslega.
„Já það ei' sannarlega ástæða fyrir yður að
aðvara konu yðar, Rymer. Ég hef fulla heimild
•til að setja hana i fangabúðir fyrir þessi siðustu
orð — og þar að auki höfum við svo margt
annað við frú Ryrner að tala, að ég býst við hún
mundi ekki einu sinni fá lengi að vera i friði
í fangabúðunum. En öllu þessu get ég kippt í lið-
inn, ef þér takið að yður að flytja ávarpið."
„Það gerir hann auðvitað aldrei." Alys var
frávita.
„Stilltu þig nú, Alys,“ sagði Rymer eftir stutta
þögn. „Þú ýkir þetta 'svo fyrir þér. Kafteinninn
vill eingöngu ég segir nokkur kveðjuorð til vina
minna. Ekki getur það verið óheppilegt að neinu
leyti."
Hún sneri sér að honum og einblýndi á hann
vantrúuð á svip. „Þú ætlar þá að taka þetta að
þér, Bruce?"
Hann yppti öxlum. „Já, en væna mín, eins og
á stendur fyrir okkur núna, megum við ekki
vera of tortryggin. Ég veit, að þú ert ensk að
uppruna, en vissulega gegnir öðru máli um mig,
þar sem ég er amerískur, — og bæði erum við
hlutlaus eins og kafteinninn sagði áðan. Það
getur ekki haft neitt að segja, þó að ég flytji
þarna ávarp, segi frá, hve landshættir eru hér
góðir, hve fólkið er ánægt, að því er ég bezt viti.
Um fæðið get ég.sagt, að það sé í alla staði
ágætt. Og ef þetta er allt og sumt, sem ég þarf
að segja, þá . . .“
„Þetta er nú allt og sumt, Rymer. Einungis
smápistill um.alúðina, sem þið bæði hafið orðið
hér aðnjótandi."
„Þarf ég að fara mörgum orðum um það?“
Það var bitur hreimur í rödd hans.
„Mér var skipað fyrir, að það skyldi verða
aðalefnið."
Það var þögn. Svo yppti Bruce öxlum: „Verr
hefði mátt með mig fara. Þetta er allt í bezta
lagi, ef ég þarf ekki að minnast á, hve göfug-
lyndir þið í Gestapó eruð.“ Svo hló hann stutt.
Kafteinninn virtist ekki sjá bros hans. „Okk-
ur hefur þá samizt?" sagði hann. „Utsendingin
verður á sunnudagskvöld."
„Er svo langt þangað til?“
„Við verðum að auglýsa þetta vel,“ sagði hann
og brosti. „Við viljum, að sem flestir eigi færi
á að hlusta á yður. Og nú færi ég ykkur Meliones-
hjónum þúsundfaldar þakkir fyrir gestrisnina."
Hann hneigði sig og hélt í átt til dyranna, en
þá talaði Bruce til hans aftur.
„Heyrið þér, Jensman, við verðum að ræða þetta
betur. Ef ég tala í útvarpið á sunnudagskvöld,
verðið þér að koma því svo fyrir, að kona min
geti farið héðan á morgun eða í síðasta lagi hinn
daginn."
Undarlegur ljómi tendraðist í augum kafteins-
ins. „Þér treystið okkur ekki, Rymer?"
„Nei, þetta megið þér ekki segja kafteinn, en
þér ættuð að geta skilið að mér er mikið í mun
hún komizt sem fyrst úr landi."
„Það skil ég. En hvaða tryggingu hef ég fyrir
því þér talið, eftir að kona yðar er farin."
„Ég heiti yður að flytja ávarpið," sagði Bruce.
„Og ef ég'Tifti heit mín, þá hafið þér mig sjálf-
an."
„Já,“ sagði Jensman eftir stutta þögn. „Satt
er það, og ég held þér yrðuð ekki öfundsverður,
ef þér svíkið gefið heit. En fyrst ætla ég að tala
við þá í Berlín. 1 fyrramálið læt ég yður vita
hver niðurstaðan hefur arðið."
Þau þögðu langa stund eftir að dyrnar lok-
uðust að baki Jensmans. Að lokum rauf Hort-
ense þögnina.
„Eliki ásaka ég Bruce," sagði hún þrjózku-
lega. „Hví skyldi hann ekki tala i útvarpið?
Hvað gerir til, þó að hann segi i útvarp, að sér