Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 3, 1951
ÖSKUBUSKÁ
Frásögn eftir Inga-Britt Allert.
Teikningar eftir Nils Hansson.
4
Svo var það dag nokkurn, að það
átti að vera markaður inni í borg-
inni, og húsbóndinn á heimilinu
ætlaði vitanlega að fara og sjá,
hvað þar væri hægt að fá.
Nú ætlaði hann sannarlega
að sýna öllum viðstöddum, að
hann væri ríkasti bóndinn þar
um slóðir, og þessvegna fór
hann í sín fínustu föt.
Hann beislaði og lagði á bezta hestinn
sinn, og þegar því var lokið, voru bæði
hestur og bóndi orðnir svo skrautlegir að
það ljómaði af þeim.
1
i
I
Þegar hann hafði fyllt „Falleg föt,“ sagði önnur og brosti og
buddu af gulli, kallaði hann hló. „Perlur og gimsteina," sagði hin og
á fósturdætur sínar og spurði brosti ennþá breiðar til stjúpa síns.
þær, hvort þær langaði í
nokkuð sérstakt frá markað-
inum.
Á sama augnabliki kom Öskubuska í
slitnu bættu fötunum sínum. „Jæja,
öskubuska mín,“ sagði hann. „Hvað
iangar þig að fá frá markaðinum ?“
öskubuska vissi ekki, hvað hún
ætti að biðja hann um, en loks
bað hún hann að brjóta af og
færa sér þá fyrstu grein, sem
slægist í hattinn hans, er hann
riði heimleiðis.
1. mynd: Og í kenningu sinni sagði
hann (Jesú): Gætið yðar við fræði-
mönnunum, sem gjarnt er að ganga
i síðskikkjum og vilja láta heilsa sér
á torgum og kjósa sér efstu sætin
i samkundunum og helztu sætin
I veizlunum. Þeir eta upp heimili
ekknanna og flytja langar bænir að
yfirskini; þeir munu fá því þyngri
dóm.
2. mynd: Og hann settist niður
gagnvart fjarhirzlunni og horfði á
mannfjöldann leggja peninga i fjar-
hirzluna; og margir auðmenn lögðu
mikið. Og ekkja nokkur fátæk kom
og lagði tvo smápeninga, sem er einn
eyrir.
3. mynd: Og hann kallaði til sin
lærisveina sina og sagði við þá: Sann-
lega segi ég yður, þessi fátæka ekkja
lagði meira en allir þeir, er lögðu í
Mynd efst til vinstri: Kuna Indíánarnir (Indíánaættflokkur, sem býr í
austurhluta Panarna), eiga „beinagrindur", sem eru gerðar úr skíra gulli
Mynd neðst til vinstri: Glæpakvendi játa síður glæpi sína en glæpamenn.
Mynd neðst i miðju: Beinin á líkama mannsins eru einum fjórða sterkavi
en járn og helmingi sterkari en hickory (viðartegund, sem er mikið notuð í
skíði). Mynd til hægri: Menn sem vinna við viðarhögg i vestur- og norð-
vestur-Ameríku, verða oft að klifra það hátt upp eftir trjánum, að þeir séu
konmir jafnhátt og þeir væru komnir efst upp í tuttugu hæða hús, til þess;
að þeir geti framkvæmt verk sitt.
fjárhirzluna, því að þeir lögðu allir
af nægtum sínum, en hún lagði af
skorti sínum allt það sem hún átti,
alla björg sína.
4. mynd: Sérhver gefi eins og hann
hefir ásett sér i hjarta sínu, ekki með
ólund eða nauðung, þvi að Guð elskar
glaðan gjafara.