Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 3, 1951
9
'k'k'k'k'k'k'k'k'k'k'k'k ~k k k k
FRÉTTAMYNDIR
Kvikmyndastjarnan Marlene Dietrich,
sem er þekkt sem einhver hin mest
„töfrandi amma í heirni", kom til Lond-
on fyrir skömmu til þess að leika í
enskri kvikmynd. —- Mynd þessi var
tekin af henni ásamt ensku leikkonunni
Glynis John að afloknu blaðamannavið-
tali í Piccadilly.
Feisal, hinn 15 ára gamli konungur i
Irak, flaug fyrir skömmu frá London
heim til Bagdad, en hann hefur undan-
farið verið við nám í Harrow í Eng-
landi. — Hér sést ungi konungurinn við
flugvélina ásamt æðsta ráðgjafa sínum,
Emir Abdul Illah, en hann var leiðsögu-
maður konungsins á ferðalaginu.
Astrid Noregsprinsessa, sem nú er
orðin 18 ára, lauk nýlega-stúdentsprófi
í Osló, og ætlar hún nú að halda áfram
námi við Lad'y Margaret Hall háskólann
i Oxford. Mynd þessi var tekin af
prinsessunni og föður hennar, Ólafi rík-
isarfa, í London, þegar hún kom þangað
á leið sinni til enska háskólabæjarjns.
1 Frakklandi hafa verið 10, 20 og 50
franka seðlar í umferð, en þeir eru bæði
slitnir og leiðinlegir í meðförum, en nú
hafa verið slegnir peningar í þeirra stað,
og var gert ráð fyrir, að seðlarnir verði
algerlega komnir úr umferð fyrir áramót.
Þetta skip var fyrst í mark í kappsiglingu milli New York og
Albany. Skipið fór vegalengdina, sem er 130 mílur á 3 klukku-
stundum og 18 mínútum.
Nýlega voru höfð foringjaskipti yfir
sjóher Bandaríkjanna á austanverðu
Atlantshafi og á Miðjarðarhafinu. Ric-
hard L. Conolly lét af völdum, en
Robert B. Carney tók við af honum.
Skipti þessi áttu sér stað í Andley street
í London, en þar hefur bandaríski sjó-
herinn aðalbækistöð sína. Mynd þessi
var tekin af foringjunum að lokinni at-
höfn. (ConoIIy er til vinstri á myndinni).
Suðurkóranskur hermaður býr sig undir að sprengja brúna yfir
Kum fljótið í loft upp.
Gloria Swanson, kvikmyndaleikkonan,
sem hlaut sérstaka frægð fyrir leik sinn
í þöglu kvikmyndunum, er nú aftur fai •
in að leika, en hún lék í kvikmyndinni
„Sunset Boulevad" fyrir skömmu. — Er
hún hafði lokið við að leika í kvikmynd-
inni, fór hún til Evrópu með dóttur
sinni Michelle Farmer. Hér sjást mæðg-
urnar um borð í s.s. „Amerika" á leið
til Evrópu.