Vikan


Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 14

Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 3, 1951 Maðurinil á 47. Stofu. Framh. af bls. 4. alvara. Ég bið yður því að strika Betsy út af vinningaskrá yðar.“ Greenhill starði á Unu og hló. „Þetta er hið skrítnasta, sem ég hef orðið fyrir. Það hefur aldrei verið neinn vinskapur milli mín og þessarar ungu stúlku. Ég hef tæpazt veitt henni athygli.“ Una reis á fætur án þess að tæma glasið. Hún mælti: „Auðvitað neitið þér, að þið þekkist. En ég bið yður aðeins að hugsa. um það, sem ég hef sagt. Perry Speneer hefur illa aðstöðu eins og er. Fyrir yður skiftir ekki mála þó að þér hugsið ekki framar um Betsy. Fyrir Spencer ér hún hið eina lamb fátæka mannsins. Svo verðið þér að fyrirgefa mér þessi afskipti af málinu.“ Una flýtti sér út úr skrifstofunni. Lækn- irinn sat einn eftir og bjó til nýja blöndu. Viku síðar þurfti Una að biðja Betsy að þvo næturgögn. Að þessu sinni lét unga stúlkan ekki þar við sitja að gretta sig. Hún mælti: „Hvers vegna á ég alltaf að vinna þetta andstyggilega verk ? Ég geri mér það ekki að góðu.“ ■ „Ég er hrædd um, að þér komist ekki hjá því, ungfrú Betsy,“ sagði Una. „Jú,“ mælti Betsy Moyle. „Sjáið þennan hring.“ Hún rétti fram höndina. Þar blik- aði á einbaug úr gulli. „Jæja,“ sagði Una. „Þér eruð búin að opinbera." Hana hálfsvimaði. „Já,“ svaraði Betsy. „Því jmegið þér trúa. Við giftumst innan skamms. Marg- ar stúlkur hafa haft í hyggju að fá hann fyrir eiginmann. En mér tókst það, sem þeim var um megn.“ Una lét augnalokin síga. Hjartsláttur- inn jókst. Ég ætti að vera ánægð. Þetta sýnir að allt er í lagi milli þeirra. Mín afskipti hafa þá ekki verið árangurslaus. Þó að það kostaði Unu all mikla áreynslu, tók hún í hönd Betsy Moyles og horfði vingjarnlega á hana. Una mælti: „Ég óska yður til hamingju, .ungfrú Moyle. Þér fáið mann, sem elskar yður mjög heitt. Gætið þess vel að glata ekki ást hans. Verið trúar og---------“ Betsy _Moyle kippti höndinni að sér og sagði: „Ég hef enga þörf fyrir undirferlis- legar ráðleggingar yðar. Mér er vel kunn- ugt um, að þér lögðuð hug á hann og tal- ið því þvert um hug yðar.“ Una blóðroðnaði. Hún sagði: „Þetta hefðuð þér átt að láta ósagt.“ „Mér er hjartanlega sama. Þér ættuð að skilja það, að unnusta Reynold Green- hills, yfirlæknis, tekur ekki að sér nætur- gagna hreinsun.“ Una varð forviða. „Yfirlæknirinn ?“ sagði hún. „Já, grunaði yður það ekki? Ég er til- . vonandi frú Reynold Greenhill.“ Una kreppti hnefana og mælti: „Þér eruð fyrirlitleg daðurdrós. Þér hafið brugðizt manni þeim, sem---------“ Betsy Moyle hristi höfuðið og horfði upp í loftið. „Ég skil ekki þetta bull,“ sagði hún og rauk burt frá Unu. Una settist á stólinn er stóð við rúm Perry Spencers. Hann mælti: „Ég hefi sjaldan séð Gardner litlu svona brúnaþunga og óá- nægða og nú. Er hitinn að aukast í ,sjúklingunum?“ Una sagði og var dauf í dálkinn: „Mér fellur illa að ég skvldi ekki koma að liði.“ 557, KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. Fiskin. — 7. hoppar. — 14. mannsnafn. — 15. þykkur vökvi. — 17. kvæði eftir Jónas. — 18. göngulag. — 20. ávöxtur. — 22. Ijós- myndastofa. — 23. vængj- aSa veru. — 25. æða. —26. milli fæðingar og dauða. — 27. sér- og samhljóði. — 28. fugl. — 30. reita i sig. — 32. tónn. — 33. egg. — 35. glamri. — 36., grastegund. — 37. raki. — 39. manns- nafn. —- 40. listamaður. — 42. tæp. — 43. svalað. — 45. gróða. — 46. reisir stöng. — 48. ílát. — 50. öfugttr tvíhljóður. — 51. meiddir. — 52. á húsi. — 54. félag. — 55. ekki við aldur. — 56. lin. —58. bisar. — 60. fé. ■— 62. hlifir. — 64. verknað- ur. — 65. hryggir. — 67. hreyfist. — 69. bæjarnafn þf. — 70. þjóðflokkur. — 71. afskekktar sveitir. Lóðrétt skýring: 1. Ögn. — 2. ræða. — 3. nöldur. — 4. tveir eins. — 5. spúa. — 6. svo og. — 8. hljóð. — 9. tveir elskaðir. — 42. íþrótt. — 44. óheill. — 46. tengd- samstæðir. — 10. verzlunarmál. — 11. tíndi. — an mann. — 47. lykkja. — 49. rifu. — 51. kom 12. óðagot. — 13. líffæri. — 16. morðingi. — 19. við. — 53. fljót. — 55. þref (forn ending). —- fornafn. — 21. gort. — 24. lokaða. — 26. spúi. 57. ungviði. — 59. skarð. — 61. kvenmannsnafn. — 29. bindur bók. — 31. bragðar. — 32. hús- — 62. bókstafur. — 63. forskeyti. — 66. tveir dýr. — 34. ófús. — 36. kvenmannsnafn. — 35. eins. — 68. mynt (skammstöfun). maðk; — 39. meiðsl. — 40. hverfa á brott. — 41. Lausn á 556. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. lírva!. — 6. þaula. — 11. röðin. — 13.hossa. — 15. fs. — 17. rana. — 18. arka. — 19. kl. — 20. tóm. — 22. las. — 23. usa. — 24. óra. — 25. ófallna. — 27. skrefar. — 29. kuta. — 30. líta. — 31. studd. — 34. gulna. — 37. afrek. — 39. errin. — 41. ts. — 43. seka. — 44. sögn. — 45. ge. — 46. fáa. — 48. kkk. — 49. afa. — 50. set. — 51. ölglasa. — 53. útrýmir. — 55. ræna. — 56. meri. — 57. rakar. — 60. priki. — 63. rafal. — 65. brask. — 67. ra. — 69. raða. -— 70. rest. — 71. un. — 72. oss. — 74. nam. — 75. asa. — 76. enn. — 77. saltari. — 78. stranga. Lóðrétt: 2. rr. — 3. vör. — aðall. — 5. linan. — 6. þorsk. — 7. askar. — 8. usa. — 9. la. — 10. aftók. — 12. nasa. — 13. haus. — 14. Klara. — 16. Sófus. — 19. krata. — 21. Matta. — 24. ófínn.. — 26. iaufs. — 28. ellin. — 32. dreka. — 33. dekks. — 34. gröft. — 35. urgar. — 36. útför. — 38. kaka. — 39. Esaú. — 40. letri. — 42. sálar. — 45. Geiri. — 47. agnar. — 50. smekk. — 52, lakar. — 54. ýmist. — 58. afana. — 59. raðar. — 60. prest. — 61. rasar. — 62. tros. — 64. lami. — 65. bras. — 66. Anna. — 68. asa. — 71. ung. — 73. sl. — 76. en. Hann mælti: „Þér eruð að þugsa um Betsy Moyle. Hefur nokkuð komið fyrir?“ Una horfði forviða á Perry. Hún sagði: „Hefur — hefur hún ekki sagt yður það, að hún sé trúlofuð yfirlækninum ?“ Perry Spencer rak upp stór augu. Þá fór hann að hlæja. „Guð minn góður,“ sagði hann. „Hef- ur Greenhill trúlofast Betsy? Það er mín sök.“ Una stóð á fætur og studdi höndunum á mjaðmirnar. Hún mælti: „Hvernig víkur þessu við? — Elskið þér ekki Betsy Moyle ?“ „Ég hef aldrei elskað hana.“ „Hvað á þetta að þýða? Þér báðuð mig þó — þér sögðust ætla að giftast henni — að þér mynduð berjast vegna stúlkunnar, sem þér elskuðuð —“ Hann greip hönd hennar og horfði' á hana með sakleysissvip. „Já, það er sannleikur. En ég sagði ekki beinlínis að það væri Betsy Moyle. En það var eðlilegt að þér álituð svo vera. Ég hafði séð veiðihug í augum Greenhills. En ég vissi að það voruð þér, sem hann lagði hug á. Þér Una. Hann hafði séð, að ég leit yður ástaraugum. Ég hafði í raun og sannleika vakið athygli hans á yður. Ég átti ekki um annað að velja en látast vera með hugann annarsstaðar. Þá kom mér til hugar að þykjast vera ástfanginn af Betsv Moyle. Greenhill sneri sér að henni, og hún tók því vel.“ Svör við „Veiztu —?“ á bis. 4: 1. 150 metrar af silki fara í eina fallhlíf. — 2. Gustaí VI. Adolf. — 3. I Norður-írlandi. — 4. Ananas vex eins og kál á jörðinni. — 5. 5 — Þýzkaiand. Austurríki, Lieehtenstein, Italía og Frakkland. — 6. Nýmjólk. — 7. Um það bil 16 sinnum. — 8. 1 Tíbet. ,■— 9. Það er enska og þýðir hanastél. — 10. Saigon. Perry þagnaði augnablik. Svo sagði hann: „Una! Hefurðu gleymt þeim kvöldum, sem þú dvaldir hjá mér? Þá lá óg milli heims og helju. Þá varð ég ástfanginn af þér. I fyrstu áleit ég að það væri ekki var- anleg ást, heldur dægurfluga. En er ég kom hingað aftur til frekari hressingar, varð ég £ullviss um að þú áttir hug minn all- ann. Hér á stofu 47 varð ég að berjast fyrir því að þú yrðir mín. Ég var afar hrædd- ur um að augnaráð Greenhills myndi dá- leiða þig eða töfra.“ Perry hafði smám saman dregið Unu til sín, og nú mættust varir þeirra. Una mælti: „Þú ert kominn vel á bata- veg.“ „Já, ég er að verða stálhraustur. Koss- ar þínir styrkja mig betur en allt annað.“ „Heldurðu að hitinn í þér vaxi ekki við þetta ?“ sagði hún eftir að hafa kysst hann íengi. „Nei,“ svaraði hann. „Ástarhiti er til heilsubótar. Annan hita hef ég ekki.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.