Vikan - 18.01.1951, Blaðsíða 1
##1 ##1 RHÚFN
Snemma síðastliðið haust
— nokkru áður en stór-
viðburður sá gerðist á
Raufarhöfn, sem frægt er
um allt land — varð það
að samkomulagi milli Vik-
unnar og Guðgeirs Magn-
ússonar, að hann aflaði
efnis og mynda frá þess-
um stað, sem mjög hefur
verið getið í sambandi við
síldveiðar á undanförnum
sumrum. Birtum við nú
grein hans og myndir frá
Raufarhöfn.
NORÐUR við Ishaf í norð-
austurhomi Melrakkasléttu
er kauptúnið Raufarhöfn. Það
er í 8 km. fjarlægð frá Hraun-
hafnartanga og 15 km. austan
við Rifstanga, þessum hom-
þunktum einfaldrar landafræði.
Þorpið liggur þannig skammt
frá heimskautsbaugnum ásamt
nyrztu sveit landsins, sem jafn-
vel teygir sig norður fyrir
bauginn.
Bæir sléttunnar liggja með-
fram ströndinni, sem er víða al-
sett malarkömbum, með lónum
fyrir innan og einstaka hólm-
um fyrir utan.
Það var í þessari sveit, sem
Guðmundur Magnússon (Jón
Trausti) var borinn í heiminn.
Hann fæddist á bænum Rifi, og
ólzt upp sem hreppsómagi á
nokkrum bæum sveitarinnar.
Þekkja margir raunhæfar, róm-
antisku stemningar hans frá
, Sléttunni: Miðnætursól við
Framhald á bls. 3.
Myndin neðst þvert yfir: Heildarmynd af Raufarhöfn, tanginn t. h. heitir Höfði. tbúar eru nú um 350 og
virðist enginn vafi á því, að góðir möguleikar eru þar fyrir miklu fleiri manns. — I miðju t. v.: Lönd-
unarbryggjan, t. h. bátar, sem bíða löndunar. Sjómenn hafa kvartað undan því, þegar höfnin er nálega
troðfúll af bátum, að þá sé hún of grunn á köflum. — Efst t. v.: Mynd af miðhluta þorpsins, t. h.: Hólm-
inn, innsiglingin og Þistilfjarðarfjöllin í baksýn. (Neðstu myndina tók Eyþór Þórðarson, í miðju t. v.: Þór-
arinn Árnason, í miðju t. h., vitum ekki hver tók hana. Efst t. v. Kristján Helgason, efst t. h.: Grímur Lund).