Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 1

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 1
Einar Pálsson og Erna Sigrirleifsdóttir í Dorothy eignast son, sem Leikfélag Reykjavíkur er nú að sýna í Iðnó. (Vignir tók myndina) DOROTHY EIGIMAST SON. Þetta er annað ár Leikfélags Reykjavíkur eftir „endurvakn- ing“ starfseminnar, en eins og flestum mun hafa skilizt hlaut aðstaða þess að verða allólík því, sem hún var áður en Þjóð- leikhúsið tók til starfa. Þá hurfu margir hinna þrautreynd- ustu leikara félagsins í fasta- vinnu hjá hinni virðulegu, nýju stofnun þjóðarinnar og var tal- ið um tíma, að tvísýnt mundi, hvernig færi um framtíð fé- lagsins. Mörgum hefði þótt. leitt, ef merki hins gamla og vinsæla leikfélags hefði verið látið niður falla. 1 stað þess hefur því verið haldið á loft af æskufjöri og djörfung, sem skilt er að viðurkenna og meta að verðleikum. Og það er ungt og stórhuga fólk, sem gerir það, að vísu með öflugri stoð fíl- elfdra leikhúsmanna, eins og t. d. Þorsteins Ö. Stephensen og Gunnars Hansen, og er þetta starf hið merkilegasta, þótt öll- um líki ekki allt, sem gerist í fjörkippimum, eins og t. d. for- auglýsingin á Dorothy eignast son í leikskránni! En félagi, sem stofnað er 1897 og býður upp á 220. viðfangsefni sitt, fyrirgefst auðvitað, þó eitthvað beri á barnabrekum þess! í fyrra voru viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur: Marm- ari, Anna Pétursdóttir, Segðu steininum og Elsku Rut og hef- ur hið síðasttalda hlotið afskap- legar vinsældir, verið sýnt sjö- tíu sinnum á einu ári og er það met í sýningarfjölda, og nú er boðað, að jólaleikrit félagsins verði efnismikið og sérkenni- legt, byggt á meira en þúsund ára kínversku ævintýri og þýð- andi Tómas skáld Guðmunds- son. Dorothy eignast son er skemmtilegur gamanleikur eftir skozka skáldið Roger Mac Dougall, er manni skilst að hafi komizt á hina grænu grein sem rithöfundur við sýningu þessa leiks og er það ofur skiljanlegt eftir að hafa séð leikinn. Það mæðir mjög á þremur leikurunum, Einari Pálssyni, sem leikur tónskáldið Toni Rigi, Ernu Sigurleifsdóttur, er leik- ur Myrtle, fráskilda konu hans og Minnu Breiðfjörð Thorberg; hún sést ekki fyr en hún er klöppuð fram eftir leikslok, en það heyrist mikið í henni svo að segja allan leikinn. Það er um leik Einars og Ernu að segja, að við höfum ekki séð hann betri hjá þeim og tókst þeim báðum skemmtilega í þessum erilsömu hlutverkum og hin ósýnilega og síkallandi Dorothy Rigi er ágætlega leik- inn af Minnu Breiðfjörð Thor- berg. Hún er gestur Leikfélags Reykjavíkur frá Leikfélagi Vestmannaeyja og er það þarft verk að kynna hér leikara utan af landi og getur orðið ágætt fyrir báða aðila. Hlutverk annarra eru lítil í þessu leikriti. Árni Tryggva- son leikur bílstjóra, Guðjón Einarsson húseiganda, Gunnar Bjarnason Cameron lækni og Margrét Magnúsdóttir ljósmóð- ur — öll skammlaust, það lítið, sem það var. Rúrik Haraldsson er leik- stjóri. Hann hefur getið sér góðan orðstír sem leikari, bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu og annast leik- stjórn í Hafnarfirði og Vest- mannaeyjum. Leiktjöldin voru skemmtileg hjá Magnúsi Pálssyni. Stjórn Leikfélags Reykjavík- ur skipa nú: Einar Pálsson, for- maður, Haukur Óskarsson, rit- ari og Jón Leós, gjaldkeri. 1 leikritavalsnefnd eru Þorsteinn Ö. Stephensen og Lárus Sigur- björnsson og framkvæmdastjóri Sigurður Magnússon.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.