Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 14

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 45, 1951 GULLNA LJÓNIÐ. Framhald af bls. //. Ferðin gekk seint upp fljótið. Á þriðja degi komu þeir að þeim stað, sem Steve fannst líkjast mjög þeirri lýsingu, sem hann hafði fengið. Stór klettur skagaði fram í fljótið og nokkrir fossar blöstu við ofar í fljótinu. Þeir stjökuðu bátnum upp að bakkanum og fundu slóðina, sem ókunni maðurinn hafði talað um. Það var auðvitað ekki óhætt að skilja bátinn eftir við bakkann, svo að þeir drógu hann gegnum leðjuna og inn í frumskóginn þar, sem þeim tókst að fela hann í holum trjábol með mikilli fyrirhöfn. Um nóttina bjuggu þeir um sig uppi í trjákrónu. Um sólaruppkomu næsta dag lögðu þeir af stað. Þeir fylgdu slóðinni, en áttu samt fullt í fangi með að ryðja sér braut. Að lokum eftir margra klukkustunda göngu komu þeir í stórt rjóður. Þeir voru komn- ir að brún klettagils nokkurs. Gilið var breitt og í botni þess var lítil grasslétta og smástöðuvatn. Nokkrar ungar stúlkur böðuðu sig í vatninu, og á grasblettinum dönsuðu sumar þeirra nokkurskonar fórn- ardans. „Þetta hljóta að vera hofgyðjurnar,“ Iirópaði Steve og stóð á öndinni af sigur- gleði. ,,Þá hljótum við að vera rétt hjá áf angastaðnum. “ Steve afklæddist, og lét Jack smyrja sig allan með valhnotusafa, svo að hann varð koparbrúnn. Að því búnu tók hann fram gullna ljónið, og í mjaðmaskýlu einni saman lagði hann af stað niður brekkuna, og Jack gekk á eftir honum. Undir eihs og negrastúlkurnar komu auga'á hahn tóku þær að syngja. Steve bar ljónið fyrir framan sig, og þegar þessi undarlega skrúðganga kom niður á slétt- una, slógu stúlkurnar hring um þá — féllu á kné og tilbáðu þá! — Það var heldur ■enginn vafi á því, að þetta var „guð gullna Ijónsins." Syngjandi leiddu hofgyðjurnar Jack og Steve til þorpsins þar, sem gull blásti við þeim úr hverjum krók og kima. Hofið — hof gullna ljónsins — sem stóð mitt í húsaþyrpingunni var úr skíragulli — stig- inn, þakið og veggirnir vörpuðu frá sér ljóma þessa dýrmæta og eftirsótta málms. Þeir voru leiddir fyrir höfðingja kyn- þáttarins. Höfðinginn tók á móti þeim sitj- andi í gylltu hásæti, og þegar Steve af- henti honum gullna ljónið, gaf hann strax skiprm um, að hátíð skyldhhaldin, þar sem guð gullna ljónsins hefði verið svo náð- ugur að sýna sig meðal þeirra. Þeim var fenginn ágætist aðsetursstað- ur og var veitt mjög vel. Þegar við kynningarathöfnina hafði Steve veitt athygli dóttur höfðingans. Hún var dásamleg, grannvaxin negrastúlka. ' Á daginn safnaði Steve í laumi saman 'gulli hér og þar, og flutti það við tæki- færi inn í kjarrið og fól það í þéttu kjarri. Á kvöldin sá Jack hann sjaldan, og þegar hann leitaði til hans, fann hann venjulega dóttur höfðingjans með honum. Þanníg hélt þetta áfram í þrjár vikur, en þá fanst Jaek hann verða smátt og smátt var við vaxandi kulda og tortryggni í viðmóti hinna innfæddu, og þessvegna talaði hann alvarlega við Steve og krafð- ist þess, að þeir gerðu tilraun til að sleppa þetta kvöld. 599. KROSSGÁTA VIKUNNAR Ldrétt skýring: 1. jólaspil. — 4. slysni. — 8. gráthljóð. — 12. samtenging. —- 13. ætt- arnafn. —14. þrír sam- stæðir. — 15. kosning — 16. gangur. —f 18. þrauta. — 20. tré. — 21. nár. — 23. ben. — 24. frumefni. — 26. mikil hátíð. — 30. gróður. — 32. geð. — 33. ferill. — 34. sníkjudýr. — 36. klórað. —- 38. steinefni. —• 40. nuddi. — 41. hljóðfæri. — 42. illa. — 46. mannsnafn. — 49. blása. — 50. liðið tíma- bil. — 51. lausung. — 52. gróða. — 53. ítalsk- ur fiskikaupmaður. — 57. frumefni. — 58. lengdareining. — 59. mót. —- 62. bréfspjald. — 64. ílát. —• 66. fram- reiðsla fóðurs. — 68. borða. — 69. harma- tölur. — 70. kraftur. — 71. tímamæli. — 72. glæni. — 73. fjarstæða. — 74. brytjað kjöt. Lóörétt skýring: 1. ilát. — 2. væta. — 3. hljóð. — 4. stendur stuggur af. — 5. jarðefnið. — 6. vog. — 7. == 49. lárétt. — 9. byrði. — 10. drep. — 11. lélega. — 17. fangamark félags. — 19. sár. -— 24. út- hald. — 22. hátíðarmatur. — 24. tímabil. — 25 ílát. — 27. skel. — 28. hátíð. — 29. íyerustað- ur. — 30. fjarvist. — 31. fóla. — 34. skipa upp. — 35. jörð. — 37. skemmd. — 39. beiðni. — 43. sorg. — 44. í minni fjarlægð. — 45. hindrun. — 46. vöknar. -— 47. dá. — 48. hljóð. — 53. fundur. — 54. sár. — 55. afleiðsluending. — 56. hlíf. — 57. hljóð. — 60. lóðrétt fjarlægð. — 61. samslungið. — 63. halda fram. — 64. deilur. — 65. skyldmenni. •—• 67. skjóta. Lausn á 598. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. skyrgámi. — 6. Ararat. — 9. aðal. aðal. — 10. rýr. — 11. ríku. — 13. böggul. — 15. innvinna. — 17. nyt. — 18. andi. — 20. pungur. — 24. tafsa. — 25. aligæs. — 27. brak. —--29. drasl. —. 31. kítta. 32. ráup. — 33. iimsæt. — 35. tröll..— 37. ákafir. 40. púta. — 41. als. — 43. gambrari. — 46. aleinn. — 48. álag. —- 49. tík. — 50. iðra. — 51. gildur. •— 52. iðjagræn. Lóðrétt: 1. skrepp. — 2. yfrinn. — 3. görn. — 4. maki. — 5. Iðunn. — 6. albata. — 7; róg. — 8. tileinka. — 12. Ivari. — 14. grasbíta. — 16. nytspm. — 19. nart. — 21. urra. — 22. gaspr- ari, — 23. ull. — 26. grilla. — 28. Atli. — 29. Droplaug. — 30. autt. — 31. kæk. — 34. sárra. 36. lagnir. — 38. feitur. — 39. roskin. — 42. Smári. — 44. blað. — 45. Agla. — 47. efl. Þegar tunglið kom upp, laumuðust þeii’ út úr þorpinu, það leit út fyrir, að enginn veitti þeim athygli, en þeir höfðu ekki lagt að baki sér langa leið, þ^gar þeir voru umkringdir af herskáum, vopnuðum villimönnum, sem króuðu þá inni og fluttu þá aftur til þorpsins. Þar, sem þeir voru bundnir miskunnarlaust hvor við sinn píslarstaur. Og síðan tóku villimennirnir að berja sínar hræðilegu trumbur, sem boðuðu aftöku fanganna. Svikin voru leidd í ljós og líf ævintýramannanna var á þess- ari stundu ekki mikils virði. Um miðnættið laumaðist einhver mann- vera hljóðlega til fanganna. Það kom í ljós, að þetta var dóttir höfðingjans. Hún skar á hlekkina, sem þeir voru bundnir með og leiddi þá hljóðlaust út úr þorpinu — inn í kjarrið. Þegar þau komu þangað, sem Steve hafði geymt gullið sitt, sem hann hafði stolið, og hann sá með eigin augum, að það var horfið, missti hann alveg stjórn á sér. I stað þess að halda áfram flóttanum, sneri Steve við og hljóp áftur til þorpsins, hrópandi fullum hálsi: — „Gullið mitt — gullið mitt — hvar er gullið mitt Í“ Allt komst í uppnám og Steve var þeg- ar yfirbugaður og bundinn við píslarstaur- inn, og þar hófst nú strax undirbúningur að hinni andstyggilegu aftöku. Dóttir höfðingjans og Jack höfðu leit- að hælis í risavöxnu tré þaðan, sem þau gátu fylgzt með öllu, sem fram fór. Villimennirnir kveiktu nú bál við fætur Steve, og hann hrópaði í skelfingu: „Jack! Ef þú heyrir til mín, sendu mér þá byssu- kúlu í hjartastað.“ Jack spennti gikkinn, en dóttir höfð- ingjans lagði höndina á handlegg honum og benti honum á, að það væri of hættu- legt fyrir hann sjálfan. Hún tók bogann sinn og skaut með öruggri hendi beint í mark. Áður en Steve gaf upp öndina, gat hann hrópað: „Kærar þakkir, Jack. Þetta var meistaralegt skot.“ Stúlkan fylgdi Jack alla leið að bátn- um. Þegar hann spurði hana, hvort hún kærði sig um að komast burtu með hon- um, hristi hún höfuðið og svaraði: „Nei. Ég verð að vera við gröf Steve. Þar á ég heima.“ Svar við mannlýsingarspurning- unni á bls. 4: Ingimundur Þorsteinsson, í Vatnsdæla sögu. Svör við „Veistu —?“ á bls. 4: 1. Hún stóð í 5 ár og 11% mánuð, frá 1. sept. 1939 —15. ágúst 1945. 2. 1 Frakklandi 1027. 3. 1 lok síðari heimsstyrjaldarinnar 1945. 4. 38% Svía lifa á iðnaði. 5. 11. okt. 1887 á Hólmavík, dó 7. marz 1933. 6. Hrokafull kona. 7. „Selandia", 1912. 8. 1906. 9. Já, pokarotturnar í Ameríku eru pokalausar. 10. Níl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.