Vikan


Vikan - 22.11.1951, Side 3

Vikan - 22.11.1951, Side 3
VIKAN, nr. 45, 1951 3 Vefnaður Navajo-lndíána. Indíánar af Navajo.-ættflokknum vefja ábreiður, sem eru snilldarverk. Vefnaður ábreiðna meðal Navajo-ættflokksins á sér til- tölulega stutta sögu að baki, en jafnframt markverða. Þessi Indíánaættflokkur er álitinn hafa komið inn í hinn þurra suð-vestur hluta Bandaríkjanna ,,úr norðri“ fyrir um það bil 600 árum — löngu áður en kindur, hestar og nautgripir voru fluttir inn í landið af Spán- verjum í lok 16. og byrjun 17. aldar. Þeir ræktuðu nokkrar korntegundir, lögðu stund á dýraveiðar, söfnuðu rótum og ýmiss konar jurtum. Klæði þeirra og ábreiður voru úr skinnunum af veiðidýrum þeirra. Þeir voru meðal her- skáustu Indíána-ættflokkana í Ameríku. Frá öðrum ættflokki, Pueblo- Indíánunum, sem þeir voru alltaf að troða um tær, þangað til land þeirra var lagt undir Bandaríkin 1846, fengu þeir, að því er menn álíta, hugmyndina um vefstólinn. Pueblo-Indíán- arnir höfðu fyrrum ofið úr villtri baðmull, sem óx í suð- vestur héruðunum, þangað til kvikfénaður var fluttur inn í landið. Og það voru Spánverj- arnir sem kenndu Navajo-Indí- ánunum að leggja stund á kvik- fjárrækt. Þetta er vísindaleg skýring á því, hvernig Navajo-Indíán- arnir urðu vefarar „fallegustu ábreiðna í heimi“, þennan orð- stír hlutu þeir fyrir hundrað ár- um og hafa haldið honum fram á þennan dag. Sjálfir vilja þeir gefa allt aðra skýringu. Fyrir mörgum árum var ltonu nokkurri af ættflokki þeirra kennt að spinna; kenn- ari hennar var heimsins elzti vefari, köngurlóin. Vegna þessa voru allar Navajo-ábreiður með gati í miðjunni, sem á að vera í samræmi við gerð köngulóar- vefsins. Síðar var þessi venja lögð niður; sumir eldri vefararnir héldu áfram að rækja þennan sið, stundum var gatið falið með gimsteini, sem komið var fyrir í vefnaðinum. Þessi vefnaður er einn af aðalatvinnuvegum Navajo-Indí- ánanna. Fallegustu ábreiðurnar þeirra jafnast fyllilega á við indverskan, egypskan og aust- urlenzkan vefnað. Þeir fram- leiða fallegar, mjúkar og end- ingargóðar ábreiður með mjög ófullkomnum tækjum, og það krefst svo mikillar færni, að bezt er að læra það þegar í æsku. Þar að auki verður góð- ur vefari að vera listrænn. Þessi ættflokkur lifir nú í norð-austur hluta Arizona, norð-vestur hluta Nýju-Mexico, og suð-austurhluta Utah. Rún- ing kindanna er næstum eins og nokkurskonar hátíð. Ætt- ingjarnir koma og hjálpa fjöl- skyldunni og fá að launum dá- lítið af ull. Ullinni er skipt í þrjá flokka. Fíngerð, stutt ull er seld, þar sem ekki er hægt að vefa úr henni. Grófgerða ullin er tekin frá og notuð í söðulábreiður, sem eru oft mjög fallega ofn- ar. Fíngerð ull, sem er nógu löng, er notuð í ábreiðurnar. Áður fyrr var ullin þvegin þannig, að hún var breidd á steina og hellt yfir hana sjóð- andi vatni — og svokallaðar yucca-rætur voru notaðar sem sápa. Nú er ullin þvegin eftir nýtízku aðferðum, til þess að auðveldara sé að lita hana. Flestar kindur Navajo-ætt- flokksins eru hvítar. Fáeinar eru svartar og mórauðar. Þess- ir litir ásamt gráu, sem er sam- bland hvítrar og svartrar ullar, voru aðallitirnir. Seinna tóku menn svo að lita ullina. En allt- af verður aðaleinkenni þessa vefnaðar einfaldleiki í litum og allri gerð. En samt urðu Navajo-Indíán- arnir mjög hrifnir af litskrúð- ugum einkennisklæðum spönsku hermannanna, og þeir reyndu jafnvel að ná sér í þá, til að klippa þá í ræmur og nota í vefnaðinn. Aðallitur þessara einkennisklæða var blóðrautt. Það er nú til mjög lítið af þess- konar ábreiðum, en reynt hef- ur verið að eftirlíkja þær. Rétt eftir 1880 tóku Navajo- Indíánarnir að nota mjög marg- Navajo-Indíánakona kembir ullina af kindum sínum til að geta ofið ábreiðurnar, sem sérkenna ættflokk hennar. víslega liti, gult, rauðbrúnt og daufblátt; einnig skæra, græna liti. Fram undir aldamótin 1900 voru ofnar fallegustu og einnig Ijótustu ábreiðurnar meðal Navajo-Indíána. Allt var kom- ið undir litavalinu. En hægt og hægt náðu gömlu aðallitirnir aftur yfirhöndinni ásamt dökk- bláu og skærrauðu. Samt nota þeir enn ýmsa aðra liti, t. d. mjúkgrænt, gulgrænt o. fl., ekki aðeins af því, að Indíánakon- urnar séu hneigðar fyrir skæra liti heldur einnig af því, að kaupendur vilja heldur litskrúð- ugri ábreiðurnar en hinar. En samt sem áður eru þær ábreið- ur, sem taldar eru fyrsta flokks ckki litskrúðugar. Smám saman hefur gerð á- breiðnanna orðið margbreyti- legri. Þar sem vefarinn fer ekki eftir neinni fyrirmynd heldur eftir sínum eigin smekk, eru varla nokkrar tvær ábreiður alveg eins. Navajo-Indíánarnir sjálfir kaupa ábreiður frá Kyrrahafs- ströndinni, og þeim finnst Indiána-konan vefur í frumstæðu vefstólnum sínum’. meira til þeirra koma en síns eigin vefnaðar. Vefnaður Indíánakonunnar er fyrirvinna ótrúlega margra fjölskyldna. Tæki hennar eru mjög frumstæð, og ef til vill er það þess vegna, sem þessi handiðnaður hefur varðveitt töfra og persónuleg sérkenni, sem auðvitað hverfur í verlt- smiðjuvefnaði. Fingur Indíána-konunnar handieika vefnaðinn í senn lip- urt og sterklega. Listaverkið myndast smám saman í hönd- um hennar. Að því fullgjörðu virðum við fyrir okkur verk, sem í raun og veru er í ósam- ræmi við okkar tíma, öld vél- anna. (Úr Arizona Highways). Eins og gengur — Þetta er stærsta ábreiða, sem menn vita til, að hafi verið ofin meðal Navajo-1ndíánanna. Hún er 26 fet á breidd, 36 fet á lengd.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.