Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 6
6
VIKÁN, nr. 45, 1951
„En ég gat ekki gert að því. Ég bauð henni
ekki inn. Irma kom bara.“
„Ég veit það. Og ég sagði Katrínu það, en
hún — hún vildi samt ekki koma. Hún lét mig
lofa sér því, að segja þér ekki frá, að ég hefði
hitt hana. Hún sagði, að þó að hún gæti treyst
þér persónulega, þá værir þú góð vinkona Madd-
ocks Greenways, sem er trúlofaður Irmu Spell-
man.“
„En Mac er ekki trúlofaður Irmu!“ Hún veitti
því allt í einu athygli, hve rödd hennar var hvell.
„Katrín virtist vera alveg viss um, að svo
væri.“
„En hvernig veit hún það?“
„Þú virðist verða ákaflega óróleg út af þess-
ari frétt?" sagði Duncan stuttur í spuna.
„Ég get ekki þolað Irmu Spellman!"
„Og þér geðjast vel að Greenways? Það hefur
að minnsta kosti verið augljóst."
„Óh, Duncan —“
„Nú, já, er það ekki satt?" Það var dálítil
þögn, því næst sagði hann, er hann hafði hugs-
að sig vel um: „Hann er þannig maður sem þú
ættir að giftast, Quentin."
Hún fann að roðinn kom fram í kinnarnar
henni, og hún spennti greipar um hnéin.
„Ég hélt, að við hefðum verið að tala um
Katrínu," sagði hún rólega. „Mér þykir leitt,
að hún skyldi ekki'vilja koma hingað. Hvað hef-
ur komið fyrir hana.?“
Hann svaraði þessu ekki beinlínis og hún sá,
að hann roðnaði.
„Ég gat ekki skilið við veslings barnið svona
í reiðuleysi," tautaði hann. „Hún var augsýni-
lega alveg auralaus. Hún gat bókstaflega ekki
farið neitt. Fólkið, sem hún bjó hjá, hafði rekið
hana út.“
„Sagði hún þér það?“
„Já — hún var mjög hreinskilin."
„Já einmitt," sagði hún, og svo varð þögn á
ný. „Hvað svo?“ spurði hún.
Hann flutti sig órólegur til á stólnum. Hún
sá, að roðinn i andliti hans hafði aukizt. „Ég
vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Það eru
náttúrlega til allskonar stofnanir, en það — hún
mátti ekki heyra það nefnt að leita til þeirra.
Og allan tímann, sem við vorum saman, virtist
hún dauðhrædd. Hún var alltaf að líta í kringum
sig og þaut á fætur, ef einhver kom inn í veit-
ingasalinn. — Ég gat ekki gert að því, að mér
varð hugsað til þess, sem hún hafði reynt að
gera um borð í skipinu. Mér var ljóst að ves-
lings barnið var á takmörkunum að geta borið
rneira."
Quentin beið átekta.
Duncan ræskti sig: „Ég sannfærðist um, að ég
varð að hjálpa henni. Ég fór með hana á hótel-
ið, þar sem ég bý og fékk herbergi handa henni
þar. Ég sagði, að hún væri frænka mín. Og
hún hefur verið þar síðan.“
„Býr hún á hótelinu þínu?“ spurði Quentin
snögglega.
Hann kinkaði kolli. „Og hún virðist ekki vera
eins óttaslegin, þegar ég er með henni. En hún
vill ekki fara ein út að borða. Þegar ég er ekki
heima, þá læsir hún sig inn í herberginu sínu.“
„Allan tímann ?“
Aftur kinkaði hann kolli: „Það er þessvegna
sem ég hef gert allt til þess að vera með henni
eins mikið og mögulegt er. Og henni líður betur
núna. Hún hefur tekið miklum stakkaskiptum
undanfarna daga. Hún er ekki aðeins hressilegri
í útliti, heldur er hún líka farin að hlæja öðru
hverju.“
Quentin var enn þögul — hún fann til undar-
legra þyngsla fyrir brjóstinu. Hana sveið í aug-
un og andartak var sem Duncan svifi fyrir aug-
um hennar. Hún deplaði augunum og andvarpaði.
„Hvað ætlarðu þér að gera viðvíkjandi henni,
Duncan? Hún getur ekki alltaf búið á May-
flower sem frænka þín, er það?"
Hann neri saman höndum. „Nei það getur hún
liklega ekki ? Ég geri ráð fyrir, að ef fram-
kvæmdastjóri hótelsins vissi, að hún væri ekkert
skyld mér — ekki svo að skilja, að það sé nokk-
uð bogið við þetta." Hann þagnaði og ræskti sig
aftur: „Þú heldur þó ekki — þú veizt, að það
er ekkert bogið við þetta, er ekki svo Quentin?"
Hún brosti dauflega. „Jú ég veit það, Duncan.
En — gætir þú ekki sent hana út í sveit? Þú
átt frænda, sem er bóndi einhversstaðar hjá
Torbes, er það ekki?"
„Ég — já auðvitað, svo gæti hún búið hjá okk-
ur um stundasakir eftir að við erum gift. —
Ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stæði til
þess að henni liði vel hjá okkur." — Og þegar
það hafði ríkt þögn allt of lengi — spurði hún
hægt, um leið og hún horfði beint í augu hans:
„Er það það, sem þú vilt, Duncan?"
Enn neri hann saman höndum. Hann var orð-
inn eldrauður í framan, og hann sagði einkenni-
lega hranalega: „Ekki alveg. Það er — já það
er mjög fallega gert af þér. En þú ert nú lika
svo góð, alveg ótrúlega góð.“
„Ég þakka!" sagði hún þurrlega, og endurtók
spurninguna: „Hvað er það þá sem þú vilt?“
„Ég vil gjarna giftast Katrínu," sagði hann.
26. KAFLI.
„Þú vilt gjarnan giftast Katrínu?" Enn varð
löng þögn. Quentin vissi ekki, hvort hún hafði
átt von á þessu eða ekki, en hún var alveg ut-
an við sig. Sársaukinn, hugsaði hún, kæmi seinna.
En sem stóð gat hún ekki annað en starað á
hann og endurtekið: „Þú vilt gjarnan giftast
Katrinu?"
Nú þegar Duncan hafði komið sér að því að
segja það, sem honum lá á hjarta, streymdu orð-
in af vörum hans samhengislaus:
„Mér finnst ég eins og óþokki að geta sagt
þetta við þig — umfram allt við þig, Quentin!
En hún er svo ung og hjálparvana. Eins og
ég hef áður sagt, finnst mér, að ég verði að
hjálpa henni. Ef ég væri ekki annarsvegar, er
ómögulegt að vita upp á hverju hún tæki. Hún
er hrædd við eitthvað eða einhvern, en hún er
ágæt.“ Hann endurtók orðið: „ágæt — og eink-
ar indæl. Mér finnst, að hún verði ekki hrædd
lengur eftir að við erum gift. Þá er"ég hjá henni
ög get verið henni til stuðnings."
Quentin kingdi kekki i hálsinum á sér og spurði
lágt: „Elskar þú hana?“
Hann forðaðist augnaráð hennar. Hann horfði
á allt annað en hana:
„Ég hef óstjórnlega löngun til þess að verða
henni að liði, alltaf," sagði hann svo að lokum.
„Mig langar til að . . . . forða henni frá þvi,
sem kynni að henda hana — ef hún ætti mig
ekki að. Hugsunin um, að eitthvað gæti komið
fyrir hana mundi vera óbærileg. Og ef hún verð-
ur öllu lengur svona í reiðuleysi, er ég hrædd-
ur um, að eitthvað komi fyrir." Hann þagnaði.
Blessað
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Pabbinn: Þú átt ekki að stoppa svona oft og tala svona mikið — við komum of
seint á knattspymukappleikinn!
Lilli: En sjáðu, pabbi, hversvegna er hundurinn með fuglabúr á trýninu? Er það
ekki of lítið handa honum?
Pabbinn: Þetta er ekki fuglabúr —
þetta er múll! Þessi hundur er hættu-
legur og bítur menn!
Lilli: Er hann þá svangur?
Pabbinn: Svona — komdu nú og vertu Lilli: Pabbi — sjáðu! Þarna eru
ekki alltaf að spyrja! tveir með múla!
Lilli: Hversvegna? Pabbinn: Þeir verða að hafa þá.
Pabbinn: ?
Lilli: Bíta þeir?