Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 7

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 45, 1951 7 Starfsemi Feröafélags íslands. Fyrsti fundur Ferðafélagsins í haust var helgaður minningu hins trausta og ötula framkvæmdastjóra þess, Kristjáns Ö. Skagfjörð, sem þá var látinn fyrir skömmu. Minntist forseti félagsins, Geir Zoéga vegamálastjóri, hins látna heiðurs- manns. Hallgrímur Jónasson flutti um hann gott og fallegt kvæði, og Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur sagði frá jökul- ferð, er hann fór með Kristjáni og sýndi skuggamyndir úr henni. Síðan skýrði Helgi Hjörvar á fjörlegan og skemmti- legan hátt fallegar skuggamyndir af Snæ- fellsnesi. Var þessi samkoma lærdómsrík eins og fundir Ferðafélagsins eru jafnan. Mikil eftirsjá er að Kristjáni Skagfjörð, en Ferðafélagið er í höndum góðra for- ustumanna og síður en svo ellimörk á þeim eða starfseminni, er þeir buðu frétta- mönnum til hins árlega hófs í Skíða- skálanum sunnudaginn 11. nóv. Þar var m. a. skýrt frá því, að á næsta ári yrði Ferðafélagið tuttugu og fimm ára. Það Kristján heitinn Skagfjörð, framkvæmdastjóri Ferðafélags Islands. hefur gefið út mjög eftirsótta Árbók á hverju ári og er nú hafin ljósprentun á þeim árgöngum, sem voru orðnir ófáan- legir. Árbækurnar eru fróðlegar og fjöldi fallegra mynda í þeim. Næsta Árbók verð- ur um Strandasýslu, og þar næst annað- hvort um Árnessýslu eða Mýrasýslu og ritar Þorsteinn sýslumaður Þorsteinsson þá síðasttöldu, en hann hefur áður skrif- að skemmtilega Árbók fyrir félagið um Dalasýslu. Sæluhús Ferðafélagsins eru nú orðin átta, hið síðasta reist í Landmannalaug- um í sumar. Næsta sæluhúsið á að vera til minningar um Skagfjörð, ef til vill verð- ur því valinn staður í Þórsmörk. Skemmtifundir félagsins í vetur verða með líku sniði og undanfarin ár: ferða- myndir og fyrirlestrar og dans á eftir, Ferðafélag Islands hefur unnið og vinn- ur hið þjóðnýtasta starf, kynnir fólkinu land sitt með ferðalögum, árbókum og fræðslufundum, en allt þetta er þann veg af höndum innt, að það er um leið hin bezta skemmtun. Föðurhúsin. v. Með ljósmyndavélinni getur stjörnufræðingurinn séð um 30000 stjörnur á ekki stærra svæði, en sem svarar mána- kringlunni. Öll myndin verður ljósgrá, og sýnir það bezt, hve þéttur stjörnugrúinn hefur verið. Hver sá maður, sem einu sinni hefur horft í firðsjá á stjörnumerkin: Svaninn, Pers- eus, Cassiopeia og Sporðdrek- ann, er vetrarbrautin liggur yfir um, mun varla nokkru sinni geta gleymt þeirri sjón, á með- an hann lifir. Allur sjónflötur- inn er sem dýrðlegt geislablik tindrandi gimsteina af öllum stærðum og af öllum litum; og sumstaðar er stjörnugrúinn svo þéttur, að hann lítur út eins og glitrandi ar í sólargeisla. Því „Hér hefur skaparinn sólum sáð sem sáðmaður korni í akur.“ Innan um stjörnugrúann get- ur að líta hér og hvar einkenni- legar gagnsæjar og ljósleitar stjörnuþokur, sem eiga fyrir sér að verða að nýjum sólum og sól- kerfum. Og þegar vér minnumst þess, að hver einasti ljósdíll, sem vér sjáum blika á nætur- loftinu, er sól, sem svífur í af- skaplegri fjarlægð, og að allur þessi hnattasægur ber órækan vott um Guð og dásamlegan sköpunarmátt hans, finnst oss sem huga vorn sundli, og vér fyllumst óttablandinni lotningu. Alþjóða himinmyndafélagið mun skrásetja um 100000000 sólstirna, en að öllum líkindum eru um 1000000000 sólna innan við „sjóndeildarhring11 beztu ljósmyndavéla vorra tíma. En hvað tekur svo við?------ ,,—1 — — — •—: Á minni lei5 framundan eins og æ var mér aci baki og umhverfis, jafnvel aö ofan sem a5 neoan, miljónir liggja líkar mér í geimi sólstráðum. ýit, aö engan endi hefuv Guðs sólnaveldi og sólkerfamia heimar. Ei fundin verða upptök rúms né endir. en óþrjótandi undra leyndardómar Við hástól hans, er yfir öllu ræður, samræmis ómar himinshnatta duna.1' Enginn endir og ekkert upp- haf. Hvílík ógurleg hugsun. Þó hlýtur þetta svo að vera, geim- urinn hlýtur að vera endalaus. Því ef vér gætum hugsað oss einhver takmörk eða endi á þessari vegalengd, sem ljósið berst um óteljandi miljónir ára, mundi auðvitað liggja næst að spyrja. „Hvað tekur svo við?“ liúmið er takmarkalaust og sama er að segja um tímann, hann varir að eilífu. Takmarka- ieysi tímans og rúmsins verður eltki skilið af öðrum en hinum eilífa og allstaðar nálæga Guði, honum, sem var og er og mun verða. Það hefur þannig orðið hlut- skipti vísindanna, að staðfesta nú eftir tuttugu aldir orð lausn- arans, er hann sagði: „í húsi föður míns eru mörg híbýli.“ Og vísindin hafa orðið til þess að leiða í ljós hina víð- áttumiklu arfleifð mannkyns- ins og hið takmarkalausa starfssvið, er nær vissu stigi út yfir gröf og dauða. Því að þar höfum vér ef vér aðeins viljum, arfleifð, sem er ævar- andi, sem aldrei getur hrörnað, af því að hún er „eilíf í himna- ríki.“ Endir í næsta blaði. Teikning eftir sœnska listamanninn ENGSTRÖM. Þetta er ljósmynd af teikningu eftir Engström, hinn fræga sænska listamann. 1 textanum segir frá Per Jan og konu hans, sem eru að halda upp á silfurbrúðkaup á óbrotinn hátt.. Konan ér hugsi og segir með saknaðar- hreim: Það er nú samt sem áður munur á þessu brúðkaupi og hinu fyrir 25 árum. Per Jan segir: Já, drengurinn grætur að minnsta kosti ekki eins hátt og þá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.