Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 12

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 45, 1951 „Þessa heims Tommi Jakobsson," sagði Ari- bert prinS spekingslega, „deyr ekki fyrr en þeir hengja hann. En heyrið þér mig, hvernig stend- ur á því, að enginn hefur komið honum til hjálp- ar. Ef til vill stendur þeim svona mikill stugg- ur af byssunni minni — byssunni yðar meina ég.“ Þau litu bæði til mannsins, sem stóð hreyf- ingaflaus við stýrið og stýrði snekkjunni til hafs. Nú voru þau allmargar mílur undan strönd Belgíu. Prinsinn ávarpaði sjómanninn á frönsku, og skipaði honum að snúa við og halda aftur til Ostend, en stýrimaður virti hann ekki viðlits. Þá hóf prinsinn upp byssuna og ætlaði að hræða stýrimanninn, en strax byrjaði maðurinn að láta móðan mása á blendingi af frönsku og flæmsku. Hann sagði, að Sjúls hefði stranglega bannað sér, að skipta sér af nokkru, sem fram færi á þilfarinu. Hann var skipstjórinn á snekkjunni, og hann átti að fara til ákveðinnar, enskrar hafnar, en nafn hennar vildi hann ekki segja: hans hlutverk var einungis að halda í áttina á fullri ferð, hvað sem á gengi um borð. Hann sýnd- ist mjög stór og mjög sterkur og mjög einbeitt- ur, og nú vissi prinsinn ekki, hvern kost skyldi upp taka. Hann leitaði ýmissa fregna hjá mann- inum, en við það varð hinn einungis önugur og fúll. Aribert prins skýrði honum frá því, að Tommi Jakobsson hefði numið brott einkadóttur Rakksolls auðkýfings, en maðurinn þóttist ekk- ert skilja. Aribert prins ógnaði honum af mik- illi dirfsku með byssunni, en maðurinn sat fast við sinn keip; skipstjórinn sagði einungis, að sér kæmi þetta andskotann ekkert við; hann hefði sinar fyrirskipanir og frá þeim mundi hann ekki hvika. Og hann vildi minna þennan væskil á, að hann sjálfur væri sá, sem réði hér um borð. „Það kemur í sama stað, þó að ég skjóti hann,“ sagði prinsinn við Nellu. „Að visu gæti ég miðað á löppina á honum eða eitthvað svoleiðis." „Það er hættulegt og miskunnarlaus fyndist mér það við svona skyldurækinn mann,“ sagði Nella. „Auk þess gæti skipshöfnin heyrt skotið, komið upp og yfirbugað okkur. Nei, við verðum að láta okkur detta eitthvað annað í hug.“ „Hvar ætli skipshöfnin haldi sig?“ sagði prinsinn. 1 þessum svifum sýndi Tommi Jakobsson fyrstu merki þess, að hann væri að vakna úr rotinu. Hann opnaði augun og leit sljólega i kringum sig. Að lokum kom hann auga á prinsinn, sem gekk hægt til hans með byssuna á lofti. „Svo að það eruð þér?“ tautaði hann lágt. „Hvað eruð þér að gera hér? Hver batt mig svona kyrfilega ?“ „Sjáið þér til,“ sagði prinsinn. „Ég vil ekki heyra nein mótmæli. Þér verðið að skipa skip- stjóranum að snúa aftur til Ostend, og þar verð- ið þér svo afhentur lögreglunni.“ „Sei, sei!“ urraði í Tomma Jakobssyni. „Segið þér satt!“ Svo kallaði hann á frösnku til manns- ins við stýrið, „Hæ, Andrés hjálpaðu þeim að komast í björgunarbátinn." Prinsinn vissi ekki, hvernig hann átti að snúa sér í þessu. Átti hann að knýja fram kröfuna um að sigla til Ostend með því að beita byssunni eða átti hann að þiggja björgunarbátinn ? „Við skulum fara í björgunarbátinn," sagði Nella; „við erum klukkutima að róa í land.“ Hann var henni sammála. Það var heldur litil- mannlegt að fara frá snekkjunni á þennan hátt, og með því mundi bófinn, Tommi Jokobsson, kom- ast undan vendi laganna. En var samt um ann- að ræða? Þau Nella vissu styrk sjálfra sín, en styrk fjandmannanna vissu þau ekki. Foringja fjandmanna höfðu þau fangaðan og bundinn, en þessi maður hafði þegar gefið sínar skipanir, og það mundi til einskis að kefla hann, ef skip- stjórinn sæti eftir sem áður fastur við sinn keip. Ennfremur þótti prinsinum óráðlegt að beita byssunni, því að ekki var hægt að geta sér til um, hve mikinn vopnabúnað fjandmennirnir höfðu. „Við förum í björgunarbátinn," sagði prins- inn við skipstjórann. Bjalla hringdi niðri, og sjómaður og negra- drengur komu upp á þilfarið. Skipið hægði á sér. Björgunarbáturinn var látinn siga. Um leið og prinsinn og Nella voru í þann veg að síga nið- ur í kænuna, ávarpaði Tommi Jakobsson Nellu með þessum orðum: „Verið þér sæl; ég á eftir að finna yður í fjöru, þó að síðar verði.“ Á næsta augnabliki voru þau komin niður í kænuna. Straumurinn greip hana þegar i stað. Skrúfan á snekkjunni þeytti upp löðrinu, og snekkjan leið á burt frá þeim tíguleg eins og svanur. Þá gekk einhver aftur í skutinn. Það var Tommi Jakobsson. Undirmenn hans höfðu leyst hann úr böndunum. Hann hélt á hvitum vasaklúti upp að vanganum og brosti til þeirra myrku brosi. 1 þetta sinn hafði hann beðið lægri hlut; líklega væri þó réttara að segja þau hefðu skotið honum ref fyrir rass. Menn eins og Sjúls geta aldrei beðið lægri hlut. Það var einkenni fyrir lífsferil hans, að einmitt núna, þegar hann var staðinn að glæpsamlegum verknaði, sleginn nið- ur og bundinn, þá gat hann komið sér undan án þess að leggja nokkuð að veði. Sjórinn var afar lygn og blár i morgunsól- inni. Kænan rambaði silalega á öldunum frá skrúfu snekkjunnar. Þegar þokunni létti, sást greinilegar til lands, og þeim sýndist það ekki meira en svona hundrað faðmar. Hvítt hvolf- þakið á Kúrsalspilavitinu glóði, en í baksýn var himinninn, dimmblár og skínandi. 1 höfninni stigu reykir upp af skipum. Við hafnarminnið var slangur af brúnsegluðum kútterum, sem hópuð- uðust nú að eftir næturróðurinn. Allt var eins og fyrr. Það var dálítið erfitt fyrir Nellu og félaga hennar að skilja, að eitthvað óvanlegt hefði skeð um nóttina. Samt sáu þau snekkjuna ennþá, innan mílu í burtu; það sannaði þeim, að eitthvað mjög óvanalegt hefði gerzt um nóttina. Og snekkjan var enginn hugarburður, og ekki heldur maðurinn, sem sást ennþá í skutnum. „Ég býst við, að Sjúls hafi verið of agndofa til að spyrja mig, hvernig ég hefði komizt um borð,“ sagði prinsinn og tók til áranna. „Já! Hvernig komust þér um borð?“ sagði Nella, og það birti yfir andliti hennar. „Ég verð að byrja á byrjuninni, og það tekur langan tíma,“ svaraði prinsinn. „Ættum við ekki að láta þetta bíða, þangað til við komum i land?“ „Ég skal róa, og þá getið þér gefið yður ó- skiptan að frásögninni," sagði Nella. „Mig lang- ar svo mikið að heyra þetta strax.“ Hann brosti innilega til hennar, en vildi samt ekki láta hana setjast urídir árar. „Er ekki nóg, að ég er hérna hjá yður?“ sagði hann. „Ójú,“ sagði hún, „en mig langar að heyra söguna líka.“ Hann réri í átt til lands með löngum, liðlegum áratogum. Hún sat í skutnum. „Það er ekkert stýri í bátnum," sagði hann, „svo að þér verðið að segja mér til. Þér skulum láta stefna á vitann. Straumurinn er sterkur; hann léttir undir með okkur. Fólkið í landi held- ur efalaust, að við höfum farið að gamni í róðrar- ferð í morgunsárinu." „Viljið þér vera svo vænn, prins, að segja mér, hvernig þér fóruð að bjarga lífi mínu?“ sagði hún. „Bjarga lífi yðar, ungfrú Rakksoll? Ég bjarg- aði ekki lífi yðar, ég sló mann bara niður.“ „Víst björguðuð þér lífi mínu,“ sagði hún aft- ur. „Þorparinn hefði ekki svifizt neins. Ég sá það í augum hans.“ „Mikið eruð þér þá huguð, því að ekki sýnduð þér neinn hræðsluvott." Hann leit hana aðdáun- araugum og hélt árunum uppi um stund. Hún lét á sér skiljast henni leiddist að bíða sögunnar. Til vinstri: Það eru aðeins til tvö skrifuð eintök af hinni frægu Monroe-kenningu, en Monroe forseti skrifaði þau ekki. Hann hafði orðið fyrir skoti, sem limlesti hann svo, að hann gat ekki beitt hendinni. — Ofan til hægri: Otvarpsstöð nokkur í Burma er trétrumba. Skilaboð eru flutt með ákveðnu hljóðfalli. — Neðan til hægri: Hvað margar fisktegundir eru til í heiminum, þ. e. bæði í fersku og söltu vatni? Yfir 1.200.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.