Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 4

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 45, 1951 GULLNA LÍTIL knæpa í Basoko — Belgisku Kongó — yfirfull af hávaðasömum gestum, innfæddum skransölum, allskon- ar misjöfnum lýð, hvitum mönnum og kynblendingum, ævintýramönnum og þorp- urum. Glaumurinn náði hámarki sínu, þegar bezta söngkona knæpunnar lauk dansi sínum og söng ástagrasa dansinn. Stór og svolalegur maður teygði fram handlegginn, vöðvamikinn og kraftaleg- an, og dró til sín dansmeyna í einni svip- an og setti hana á hné sér. Súdanska negrastúlkan æpti upp yfir sig og reyndi að berja frá sér, en hann glotti aðeins sigrihrósandi og þrýsti henni svo fast að sér, að hún gat ekki hreyft sig. Það hafði að vísu verið hávaðasamt í knæpunni, en nú keyrðu skarkalinn og óp- in fram úr hófi. Allir innfæddir menn bjuggust til að koma eftirlætinu sínu til hjálpar. Stóri, svolalegi maðurinn var sannarlega ekki öfundsverður af aðstöðu sinni, og langir bjúghnífar blikuðu víða á lofti. Innfæddur maður hafði laumazt aftan að kappanum, þegar allt í einu heyrðist hrópað úr hinum enda knæpunnar: „Gæt- ið yðar.“ í skjótri svipan sleppti kappinn negrastúlkunni — sneri sér við og gaf árásarmanninum vel úti látið hnefahögg undir hökuna, svo að hann kútveltist fram á mitt gólf. Því næst þaut hann í þá átt, sem honum heyrðist aðvörunin koma úr og tók sér varnarstöðu og sneri bakinu í vegginn. Aðstæðurnar voru þannig, að það var hæpið að eyða of miklum tíma í kynningu, en sá, sem hafði aðvarað hann, sagði stuttlega: „Ég heiti Jack“, um leið og hann rétti honum brotinn stólfót til varnar. „Og ég heiti Steve,“ svaraði hinn, og átti þegar fullt í fangi með að verj- ast árásarmönnunum. Það var alveg ótrúlegt, hversu vel Steve tókst að verja sig. Þó að hann hefði engu á að skipa nema brotnum stólfót, og allir hinir væru vopnaðir hnífum, gat hann samt haldið dálitlu svæði auðu fyrir framan sig. Allt í einu stökk einn árásarmaðurinn upp á borð til þess að geta ráðizt þaðan á Steve. En Jack skaut honum skelk í bringu og sendi honum kúlu í handlegg- inn, svo að hann hörfaði æpandi inn í hóp félaga sinna. Því næst skaut Jack ljósin niður. í allri ringulreiðinni heppnaðist þeim Steve og Jack að sleppa ósködduðum út um gluggann, og þeir biðu ekki boðanna, en hlupu eins og fætur toguðu í áttina til árinnar þar, sem Steve átti bátinn sinn. Það var enginn tími til viðræðna um það, hvert heppilegast væri að halda, þeir réru gegn straumnum, þeim yrði varla veitt eftirför þá leið. Kongófljótið er ekki breiðara en svo á þessu svæði, að krónur mangrove-trjánna náðu næstum saman yfir höfðum þeirra. Það var svartamyrkur. Einkennileg, ó- hugnanleg hljóð bárust þeim til eyrna lengst innan úr myrkviði fyumskógarins. Nei, þetta var hvorki þægilegt né skemmtilegt ferðalag. — Þegar þeir höfðu róið nokkrar klukkustundir, áleit Steve, að þeir gætu hvílt sig ofurlitla stund, án þess að vera í yfirvofandi hættu. Hann LJÓNIÐ. stýrði bátnum inn í gruggugt vatnið við fljótsbakkann. Eftir að hafa fest bátinn við oltinn trjábol, héldu þeir í land. Skógarjarðvegurinn var blautur og gljúpur, svo að þeir voru neyddir til að klifra á kræklóttum loftrótum mangrove- trjánna. Að lokum fundu þeir sæmilega þurran skika þar, sem hægt var að stoppa og hvílast. Að reyna að brjótast inn í frumskógarkjarrið, hefði nálgazt það að freista örlagánna um of. Jack var í vondu skapi, sem von var. Ekki af því að hann hefði orðið af neinu sérstöku með brottförinni, heldur af því að hann var því óvanur að taka við skip- unum frá öðrum — og láta aðra ráða ör- lögum sínum. Það var sannarlega ágætt að hann hafði ennþá skambyssuna sína, jafnvel þó að fáein skot væru aðeins eft- ir í henni, hugsaði hann með sér. Steve var, eins og áður er sagt, stór maður og svolalegur og hreint ekki hríf- andi. Þeim tókst að kveikja eld. Og nú sátu þeir og virtu hvor annan vandlega fyrir sér í bjarmanum, sem lagði frá bálinu. Tveir álika stórir þrjótar, í andlitsdrátt- um þeirra var auðvelt að sjá spillingu og lesti, þeir hefðu hvorugur hikað við hin verstu ódæðisverk, sem hefðu verið þeim til hagnaðar, miskunnarlaus lífsbaráttan hafði mótað þá harðneskjulega og kennt þeim að svífast einskis. Jack sat og fitlaði við skambyssuna í vasa sínum og fann einna helzt til löng- unar til að skjóta Steve niður — taka bátinn hans — og koma sjálfum sér í einhverja öruggari höfn og viðkunnan- legri, þá rauf Steve skyndilega þögnina og ávarpaði hann. „Fáðu mér heldur þessa byssu þína. Annars gætir þú valdið slysi með henni, og við þurfum á henni að halda á morg- un til að afla okkur matfanga.“ „Er hetjan nú orðin smeyk um sitt auma líf?“ „Nei, það er hún ekki. En ég sé það á þér, að þér er full heitt í hamsi, og ef þú yrðir mér að bana, mundir þú aldrei sleppa heilu og höldnu frá því, og ég held, að | VEIZTU -? i 1. Hversu lengi stóð síðasta heimsstyrj- = öld ? . = \ 2. Hvar var Vilhjálmur I (bastarður), \ Englandskonungur fæddur og hvenær? = | 3. Hvenær gáfust Japanir upp fyrir = I Bandaríkjamönnum ? I 4. Hve mörg % af Svíum lifa á iðnaði? I = 5. Hvenjer og hvar var skáldið Stefán = Sigurðsson frá Hvítadal fæddur og = = hvar ? 1 6. Hvað þýðir orðið drylla? = 7. Hvenær byggðu Danir fyrst „diesel“- i = knúið skip ? i 8. Hvenær er kvikmyndaleikkonan Joan \ i Crawford fædd? \ I 9. Eru til pokadýr, sem eru pokalaus? = 10. Við hvaða fljót liggja borgirnar § Alexandria og Kairo? i = Sjá svör á bls. 14. i '''MHMMMMIMMMMMHHMMMMMMHMMMM"MMMMMHMMMM,,,I,,,,,,,,,,,,,,,,""""V' Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „ . . . Það sýndist brátt, að....... var djarfur í framgöngu og góður dreng- ur, traustur til vopns og harðfengi, vin- hollur og góðgjarn, fastnæmur við vini sína, og svo mátti höfðingja bezt farið vera sem honum var í fornum sið . . . .“ Hver var þessi maður og hvar er lýs- ingin ? (Sjá svar á bls. 14). það sé hægt að notast við þig, þrátt fyrir allt,“ sagði hann, um leið og hann gretti sig háðslega, það átti víst að vera eins konar bros. Jack var að skipta um skoðun. Hver fjandmn amaði eiginlega að honum. Hon- um fór að vera hlýtt til Steve alveg á. móti vilja sínum, og auðvitað ættu þeir að koma sér saman, að minnsta kosti þangað til þeir væru sloppnir út úr þess- ari þokkalegu klípu. Hann kastaði skamm- byssunni til Steve og spurði glottandi: „Til hvers getur þú notað mig?“ „Það er löng saga, en ég verð að lofa þér að heyra hana . . .“ Frásögn Steve var ævintýraleg lýsing á því, hvernig Steve hafði náð í upplýs- ingar um það, að lengst inn í myrkviði frumskógarins, ofarlega við Kongófljót- ið byggi negrakynþáttur, sem dýrkaði „Gullna ljónið“, og hefði undir höndum svo mikið gull, að það var tæplega hægt að gera sér fyllilega grein fyrir því. Maðurinn, sem hafði frætt hann á þessu — hvítur maður, hafði einu sinni af til- viljun rekizt inn á yfirráðasvæði þessa negrakynþáttar. Negrarnir, sem aldrei áð- ur höfðu séð hvítan mann, álitu allir, að hann væri guð og tilbáðu hann. Hann dvaldi hjá þessum kynþætti í mörg ár. En innfæddir valdamenn negranna fundu, hvernig yfirráðin smám saman runnu úr greipum þeirra án þess að þeir gætu nokk- uð að gert, og voru heiftúðugir mjög í garð þessa hvíta manns. Þeir tóku því til sinna ráða og hugsuðu sér gott til glóð- arinnar, þegar þeim tókst að lokum að koma því til leiðar, að hvíti maðurinn var hrakinn út í frumskógarkjarrið þar, sem Steve hafði fundið hann, örmagna og deyjandi. Manninum hafði tekizt að skreiðast næstum alla leið til Basoko meir af vilja en getu, þó að hann hefði orðið fyrir nokkrum eitruðum örvum, sem villi- mennirnir sendu á eftir honum. Steve hafði fengið nákvæma lýsingu á þessum stað, og sömuleiðis hafði maður- inn lýst því nákvæmlega fyrir honum, hvar slóð nokkur lá frá negraþorpinu niður að Kongófljótinu. „Heldur þú, að þú getir fundið þetta landssvæði,“ spurði Jack, „og gerir þú þér ljóst, að við getum ekki búizt við vægari meðferð, en sá, sem þú hefur sög- una frá?“ „Ef ég hef aðstoðarmann, sem ég get treyst eins og sjálfum mér, er ég ekki í minnsta vafa um, að mér heppnast að finna landssvæðið með þeim jarteiknum, sem ég hef með höndum. Og hvað við kemur öryggi okkar, hef ég þetta hér.“ Og Steve sýndi Jack gyllt ljón, sem hann bar um hálsinn innan undir skyrtunni. „Sjáðu, þetta ljón mun verða okkar töfra- orð —- það mun veita okkur aðgang að helgidómnum. Ég verð auðvitað guðinn, og_ þú verður fylgisveinn minn.“ í dögun lögðu þeir af stað eftir að hafa skotið antílópu og steikt kjötið við bálið. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.