Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 2

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 45, 1951 POSTURINN * Kæra Vika! Mér hefur alltaf fundizt Barbara Stanwyck með beztu leikkonum í Hollywood-kvikmyndum, og ég veit, að fjölmörgum öðrum finnst það sama. Viltu nú vera svo góð að segja mér eitthvað um hana? Lóa. Svar: Barbara Stanwyck er fædd í Brooklyn 16. júií 1907. 1929 kom hún til Hollywood. Venjulega leikur hún konur, sem vekja áhuga karl- mannanna og reyna margt, nálg- ast það oft að vera -ævintýra- kvendi, en það er venjulega svo góð- ur í þeim „kjarn- inn", að hann spillist ekki, hvað sem á dynur. Yfirleitt fjalla þær myndir, sem hún leikur í um sálfræðileg við- fangsefni. Hún hefur leikið í mjög mörgum kvikmyndum og oft hefur leikur hennar verið framúrskarandi, t. d. sem Stella Dallas og Martha Ivers. Elsku Vika! Um leið og við þökkum þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem þú hefur veitt okkur á liðnum árum og óskum þér vaxandi gengis í framtíð- inni, biðjum við þig að birta fyrir okkur vísu, sem byrjar svona „Til eru fræ, sem . . .“ Við höfum heyrt þessa vísu oft sungna bæði í útvarp- inu og annars staðar, en aldrei haft tækifæri til að læra hana. Beztu kveðjur. Söngelskar. Svar: Þetta kvæði er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og kom í ijóðasafni hans Kveðjur. Kæra Vika mín! Getur þú gefið mér upplýsingar um hvenær málaskólinn Mímir byrjar? Með fyrirfram þakklæti. Vala. Svar: Það er verið að byggja yfir skólann og okkur er sagt, að hann geti ekki byrjað fyrr en um áramót. Kæra Vika! 1. Hve þung á ég að vera, ég er 13 ára og 162 cm. ? 2. Hvaða litir fara mér bezt, ég er með grá-blá augu og brúnskolhærð og frekar dökk í andliti. 3. Getur þú gefið mér upplýsingar um Skógaskólann ? 4. Hvernig er skriftin og réttrit- unin? | Tímaritið SAMTÍÐIN | I Flytur snjallar sögur, fróðlegar | 1 greinar, bráðsmellnar skopsögur, | | iðnaðar- ög tækniþátt o. m. fl. = | 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. jj = Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. i = Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. 1 I I" ^lll■l■l■lllll■llllll■ll■lllllll■llll■■lllll■lll■l■lllll■l■■lll■■l■l■■■llv Með þakklæti fyrir hinar skemmti- legu sögur og greinar. Ein úr hópnum. Svar: 1. Við höfum ekki töflu yfir líkamsþyngd fólks undir 16 ára aldri. 2. Þér munu fara vel grænir, blá- grænir, bláir og bláfjólubláir litir einnig rauðir, rauð-gulrauðir, brúnir og gráir. 3. Þú munt .eflaust geta fengið upplýsingar um Skógaskóla í Fræðslumálaskrifstofunni, Arnar- hvoli. Simanúmer þar er 81340. 4. Skriftin er góð, réttritunin sömu- leiðis. Svar til B. Ö.: 1. Það mun hyggilegast fyrir þig að snúa þér til tannlæknis. 2. Skriftin er vel læsileg. Svar til feiminnar o<j fáfróðrar: Eftir þvi sem við bezt vitum, þyk- ir ekki viðeigandi að matast með háum samkvæmishönzkum. Þeir eru einungis notaðir í dansi og eins, ef aðeins eru á boðstólum drykkjar- föng. Kæra Vika! Ég sé að þú svarar öllum spurn- ingum, svo mig langar til að spyrja þig líka. Svo er mál með vexti að ég hét á Strandarkirkju, og mig langar til að vita hvort sé nokkur staður í Reykjavík sem tekur á móti áheit- um, viltu nú vera svo góð að svara mér sem fyrst. Bíbí. Svar: Dagblöðin í Reykjavik og skrifstofa biskups, Arnarhvoli, taka á móti áheitum á Strandarkirkju. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Haukur Pálsson (við stúlkur 18—23 ára, mynd fylgi), Skagfirðinga- braut 10, Sauðárkróki. Sverrir Ulfsson (við stúlkur 12—15 ára), Ljósafossi, Grímsnesi, Ár- nessýslu. Lárus Ingólfsson (við stúlkur 20—25 ára, mynd fylgi bréfi), m/s Har- aldi A. K. 9, Sandgerði. Sigurður Einarsson (við stúlkur 16 —22 ára), c/o Marius Kleven (Mek-verksted), Ulsteinvik, pr. Alesund, Norge. Órn Óskarsson (við pilt eða stúlku 13—15 ára, mynd fylgi bréfi), Suðurgötu 50, Akranesi. Huldar Ásmundsson (við pilt eða stúlku 13—15 ára, mynd fylgi bréfi), Suðurgötu 25, Akranesi. Eirik Sigurjónsson (við stúlkur), Björn Sigurðsson (við stúlkur), Iþróttaskólanum Haukadal, Bisk- upstungum, Ámessýslu. | FRÍMERKJASKIPTI ! Sendið mér 100 íslenzk fri- merki. Ég sendi yður um hæl ; ; 200 erlend frimerki. | Gunnar H. Steingrímsson : Nökkvavogi 25 — Reykjavík Barbara Stanwyck Kæri herra! Ég er ungfur Frakki, 23 ára; ég vinn á teikniskrifstofu — í verk- smiðju í nágrenni Parísar. Ég mundi mjög gjarnan vilja komast í bréfa- samband við ungan pilt eða stúlku á Islandi. Ég sneri mér til íslenzka sendiráðsins í París, og mér var bent á að snúa mér til yðar. Kæri herra, ef þér gætuð komið mér í bréfasamband við einhvern, væri ég mjög þakklátur. Ég get einn- ig skrifað þýzku, auk frönsku, þó að ég tali þýzkuna ekki vel, get ég mjög vel skilið hana. Ég hef eink- um áhuga á landafræði — einn- ig sögu, og ýmsum öðrum efnum, t. d. iþróttum. í von um að fá brátt fréttir frá íslandi, með beztu kveðjum Pierre Vanderlynden, „Chez Madame Baudry“ 8 Bis, Quai D’Argenteuil, 8 Bis Villeneuve-La-Garenne, Seine, France. Lilja Heiður Þórarinsdóttir (við pilt eða stúlku 15—18 ára), Ingibjörg Aradóttir (við pilt eða stúlku 16—19 ára), Gréta Jósefsdóttir (við pilt eða stúlku 16—19 ára), æskilega að mynd fylgi bréfunum, allar til heimilis að Blönduósi, Austur- Húnavatnssýslu. Hilmir Þorvarðarson (við stúlkur 16 —19 ára), æskilegt að mynd fylgi bréfi, Rekastíg 15 C, Vestmanna- eyjum. Grétar Helgason, Guðjón Ólafsson, Snæbjörn Snæbjörnsson, Friðrik Kristjánsson, óska eftir bréfasamböndum við' stúlkur á aldrinum 15—20 ára, æskilegt, að mynd fylgi bréfi, allir á Skógaskóla, Austur-Eyjafjöllum. Halldóra Jónsdóttir (við pilt eða stúlku 16—19 ára, helzt í Barða- strandasýslu), Þóroddsstaðahverfi 35, Reykjavík. Guðlaug Vilhjálmsdóttir (við pilt 19—22 ára), Stóru-Heiði, Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu. Sigríður Helga Bernódusdóttir (við pilt eða stúlku 14—16 ára), Lönguhlíð 23, Reykjavík. Jóhann Sólberg (við stúlkur 17—22 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Hól, Stykkishólmi, Snæfeilsnes- sýslu. Anna Pálsdóttir (við pilta 16—20 ára), Sigurveig Erlingsdóttir (við pilta 16 —20 ára), Ragnhildur Stefánsdóttir (við pilta 14—40 ára), mynd fylgi bréfi, allar að Reykjaskóla, Hrútafirði. Nanna Guðmundsdóttir (við pilta og og stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi), Garðarsbraut 23, Húsavík. Yfir 1000 konur starfa í þjónustu lögreglunnar i Bandaríkjunum. Þær eru ekki alltaf einkennisklæddar og láta oft lítið yfir sér, en starf þeirra hefur reynzt ómetanlegt. Þær fást einkum við að leita uppi fólk, sem hefur týnzt og finna foreldra þeirra barna, sem villzt hafa að heiman. Á myndinni sést barnið svara greiðlega spurningunum, sem eru lagðar fyrir það. Snáðann langa sennilega heim til pabba og mömmu. Konur í þjónustu bandarísku lögreglunnar. T7TKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.