Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 10

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 45, 1951 Matseðillinn ■• . mjólkinni smám saman hrært út í. Deigið er hnoðað og breitt út, smjör- ið lagt í smábita á kökuna, hún hor in saman í þrjár fellingar og barin liðlega með kökukeflinu, brotin sam- an aftur og látin bíða á köldum stað í 15 mín. Þá er hún barin aftur á sama hát.t og síðan breidd út, þar til deigið er 1 cm. á þykkt. TJr deiginu er svo búið til allskon- ar brauð, kringlur, vínarbrauðsflétt- ingar og vínarbrauð o. s. frv. Egg, sykur og saxaðar möndlur er borið ofan á brauðið, eða sykurbráð, en þá er það bakað fallega brúnt áður en sykurbráðin er borin á, og stungið aftur inn í ofninn nokkrar mínútur, svo að bráðin verði gljáandi. Eftir þessari uppskrift er hægt að fá eitt- hvað um 26 lítil vinarbrauð. H Ú S RÁÐ Fleskbögglar. Þykkar skífur af nýju fleski eru barðar með hendinni — það er betra en með kjöthamri, sem auðveldlega kremur vefina (1). Tvö epli (ef þau eru fáanleg, annars má nota ein- hverja aðra ávexti) eru afhýdd og skorin niður í ,,hólf“, salti og pipar er stráð á flesksneiðarnar og þeim síðan vafið utan um eplahólfin og ofurlítið af steinselju (2). Bundið með garni utan um og steikt á pönnu við hæfilegan hita (3). Franskbrauð: 1 kg. hveiti, 80 gr. smjör, 1 tsk. salt, 80 gr. lyftiduft, 7 dl. mjólk: .Lyftiduftið er hrært í einni skeið af sykri. Saltið sett saman við hveit- ið, volg mjólkin, sem smjörið hefur verið látið bráðna í, og gerið hrært út i. Deigið er látið lyfta sér í 20. mín. og síðan hnoðað vel. Skipt í 8—10 hluta, og mótuð úr því brauð, sem eru sett á smurða plötu og látin standa þar í 15 mín. Því næst eru egg borin ofan á, og brauðin bökuð við góðan hita í 20 mín. Vínarbrauð: 35 gr. lyftiduft, 35 gr. sykur, 1 tsk. kardimommur, 1. mjólk, 300 gr. hveiti, 180 gr. smjör. Gerið er hrært með sykrinum og volg mjólkin látin saman við. Kardi- mommur settar saman við hveitið, og Venjulega fer allt á annan endann í veskinu þegar maður er að leita að lyklunum — hafi maður þá ekki gleymt þeim í vasanum á kápunni, sem maður var í í gær! Mjög heppi- legt er að hafa lyklana í reim og festa annan endann við veskið. Ullargarn, sem farið er að tæjast 1 sundur, er hægt að gera nothæft aft- ur með því að hella yfir það heitu vatni. Þegar það er orðið þurrt, er það undið upp. Gott er að strá „talkúmi" í skúff- ur, sem stirt er að opna. • HEIMILIÐ • UPPELDISGREIN ....■■■............... Bftir C. C. Myera Ph. D. Hversvegna barnið óttast sársaukann? Börnin okkar eru okkur svo dýr- mæt, og svo margar hættur ógna þeim, að þegar þau eru veik eða hafa meitt sig, látum við oft í ljósi kvíða og áhyggjur um þau, ef við erum ekki vel á verði gegn sjálfum okkur. Það er svo auðvelt að ímynda sér eða jafnvel að segja, hvað ,,gaéti hafa komið fyrir.“ Óviljandi getum við komið inn hjá börnunum ótta við áársauka. Hin unga móðir sýnir oft geðs- hræringu og vanstillingu, ef eitthvað kemur fyrir. Þetta getur orðið vani hjá henni, og það hefur strax sín áhrif, jafnvel á meðan barnið er mjög ungt, hvernig móðirin bregzt við, þegar það dettur eða verður fyrir likamlegum meiðslum. Jafnvel afi og amma geta oft orið alltof kvíðafull vegna barnabarnanna, þó að þau hafi tekið með stillingu og þreki slysum, sem þeirra eigin börn hafa orðið fyrir. Þar sem hæfileg umhyggja og kvíði ætti að gera okkur vakandi fyr- ir því að vernda barn okkar fyrir hættum, verðum við að gæta þess að hegða okkur skynsamlega, þegar slys koma fyrir. Við vildum þá gjarn- an geta verið eins róleg og hlutlaus og læknirinn og hjúkrunarkonan. En það er hægar sagt en gert. 1 fyrsta lagi vegna þess, að þetta er okkar barn. -1 öðru lagi vegna þess, að við höfum ekki yfir að ráða sömu þekk- ingu og skilningi á hættunni og þau, einkum getur þetta verið erfitt, ef áður hafa komið fyrir alvarleg slys. 1 eftirfarandi bréfi sjáum við, hvernig kona nokkur ekki aðeins hafði allt of miklar áhyggjur út af syni sínum, heldur einnig lét kvíða sinn í Ijós, og jafnvel ýkti hann, og þegalr henni fyrst verður ljós sá skaði, sem hún hefur valdið óvilj- andi, óskar hún þess einlæglega að finna leið til að bæta skaðann. „Kæri Dr. Myers: Ég held, að það sé min sök, hve hræðslugjarn níu ára gamall sonur minn er. 1 hvert skipti sem hann hefur fengið hita- slæðing eða meiðzt (hann hefur þrjú ör á andlitinu) verð ég afar áhyggju- full. Þegar hann fór úr liði á þumal- fingrinum, var ég svo ógætin að segja: „Ég vona, að þú hafir ekki brotjð hann.“ Hann var skelfingu lostinn, háttaði sig, grét ákaft í rúminu og hélt, að nú mundi hann deyja. Ef hann skrámar sig á hand- leggnum, veltir hann þvi fyrir sér, hvort það verði að taka af honum handlegginn. Hvernig get ég lagfært þetta? Ég vona, að ég hafi ekki gert hann svo taugaveiklaðan, að eitthvað verði ekki að gert.“ Ég svaraði þessari móður eins og ég bezt gat: Það er ánægjulegt að finna, að þér horfist í augu við vandamál yðar og leitiö svo einlæg- lega viðunandi lausnar. Dæmið ekki sjálfa yður of hart. ■ Reynið aðeins upp frá þessu að gæta tungu yðar og hegðunar, þegar eitthvað er að. Þjálfið sjálfstjórn yðar, lærið „hjálp í viðlögum" eða lesið einhverjar bækur um þetta efni. En vei’ið ekki of kröfuhörð við yður sjálfa. Þetta þarfnast langs tíma og árverkni. Hveitjið snáðann til að venjast gauraganginum á leikvellinum og til að taka þátt i leikjum og íþróttum. Það væri ágætt, að hann gerðist skáti. Faðir hans þyrfti að sinna honum vel, og hann má ekki verða háður yður. Til allrar hamingju venjast flest börn á að harka af sér, þó að foreldrar þeirra óviljandi ali upp í þeim kveifarskap. Úr ýmsum áttum ~ Hinn alkunni, norski vísindamað- ur, prófessor Ove Arbo Höeg hefur verið ráðinn til starfa hjá UNESCO- menntunar-, vísinda- og menningar- stofnun Sameinuðu þjóðanna — hann á að rannsaka visindalega jarðvegi, m. a. til þess að finna kolnámur. Prófessor Höeg á að vera æðsti yfir- maður jarðfræðirannsóknarstofunn- ar Birbal Sahni í Lucknow, en rann- sóknir þær eru að nokkru leyti .vis- indalegar og jafnframt hagnýtar. — Höeg hefur verið prófessor við há- skólanni Ósló siðan 1947. Hann hef- ur feröast í vísindalegum tilgangi víða um heim i leit að steinrunn- um jurtum, sem geta eitthvað upp- lýst um jurtalíf fyrri jarðalda. Ef vísindamaðurinn veit, hvar skógar fortíðarinnar hafa legið, er líka möguleiki fyrir að finna þar kolalög. Morgunleikfimi!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.