Vikan


Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 5

Vikan - 22.11.1951, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 45, 1951 5 £>»»»»:< pf3iy||]2|(JsS322* w>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>^^^ Ævintýri i Astralíu eftir MAYSIE GREIG »>»»»J $ V w 'V V V 'V 'V V »5 >»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»»»»»»1 25 inn með honum. Hún var rétti í þann veginn að .standa á fætur, þegar vinnukonan, sem hún hafði séð fyrsta morguninn, sem hún var í borginni, kom inn með snittur á bakka. Quentin vonaði, að hún mundi ekki þekkja sig aftur. „Þetta er ungfrú Martin! Hún vinnur á sama ,stað og herra Greenways, Helena,“ sagði Ivan elskulega. „Já, ég hef séð ungfrú Martin áður,“ sagði Helena. „Er það ? Ég hélt að hún hefði ekki komið hingað fyrr?“ Rödd hans var hin blíðasta. „Jú, hún kom hingað sunnudagsmorgun einn til þess að spyrja eftir einhverri pólskri stúlku, sem ég hef aldrei heyrt nefnda." Hún leit tor- tryggnislega til Quentin um leið og hún fór út. „Sko til,“ sagði Ivan. „Svo að þér hafið kom- ið hingað áður, ungfrú Martin? Eða má ég kalla yður Quentin?“ „Ég var á gangi og kom við og spurði eftir Katrínu. Mér datt í hug, hvort þið hefðuð frétt eitthvað af henni.“ „En við sögöum yður daginn, sem þér komuð, að við vissum ekkert um hana. Að minnsta kosti ekki annað en það, að pabbi hefði séð um tryggingu fyrir hana. Þér hafið ef til vill ekki trúað okkur." Hann talaði í léttum tón næstum því eins og hann hefði gaman af þessu. Næstum því. En það var ekki að sjá neina gam- ansemi í litlum, dökkum augum hans, úr þeim iýsti aðgætni, kulda og kænsku. Quentin leið allt í einu illa og til þess að gera eitthvað tók hún upp púðurdós og púðraði á sér nefið. „Þér hafið mikinn áhuga á Katrínu Siliski," hélt Ivan áfram eftir nokkra þögn. „Og það höfum við líka. Okkur langar til að vita, hvar hún er niðurkomin. Vitið þér hvar hún er?“ Hann hreytti spurningunni út úr sér um leið og hann laut áfram. „Nei, ég hef ekki hina minnstu hugmynd um það.“ Hann horfi vantrúaður á hana. „En þér liafið vitað það einu sinni. Ég hygg, að það hafi verið vinkona okkar, Katrín, sem var inni í svefnherberginu yðar umrætt kvöld!“ Hún svaraði ekki, hann stóð á fætur. „Nú ætla ég að aka með yður aftur til bæjarins, en fyrst skal ég sýna yður það sem merkilegt er að sjá hérna í nágrenninu." „Nei, þér megið fyrir alla mun ekki gera yð- ur ómak mín vegna. Ég hef farmiða með bátn- um til baka.“ „Já en ég veit það! Það er dálítið, sem mig langar til þess að sýna yður. Auk þess verður ekkert þægilegt að fara með bátnum, það er út- lit fyrir rigningu." Hún leit út um gluggann og sá, að það hafði dregið fyrir sólu á meðan þau voru að tala sam- an, og himinninn orðinn alskýjaður. „Nú ætla ég fyrst að aka með yður út í Gapið. Það er stórkostleg sjón þegar dálítill sjógangur er.“ Hún gat ekki fundið upp á neinni afsökun til þess að komast hjá að fara með honum. Auk þess vissi hún, að hann mundi ekki taka hana til greina. Stórhöfði lá ekki langt frá Spellmanshúsinu, og þegar hún og Ivan klifruðu upp á klettabrún- ina til þess að dást að útsýninu yfir Gapið, var mjög hvasst — kaldur vindur á gráum degi. „Það var hér sem Dunbar fórst, fyrir um það bil hundrað árum, og allir létu lífið,“ sagði Ivan. „Það er reyndar hér sem fólk fyrirfer sér. Þetta er einkar vinsæll staður, tii að fremja sjálfsmorð á, skiljið þér.“ „Ég — ég las um unga stúlku fyrir skömmu," heyrði Quentin sjálfa sig segja og þagnaði svo. Hún vissi ekki, hversvegna hún hafði sagt það. „Já,“ sagði hann rólega, „ég las einnig um það. Undarlegt, að ung stúlka skyldi finna þörf hjá sér að taka sig af lífi, finnst yður það ekki?“ „Það er hræðilegt!" „Hún hlýtur að hafa verið heimsk eða mjög þrjózk — eruð þér mér ekki sammála?“ „Þrjózk?“ Hún sneri sér undrandi að honum. „Já, þrjózk!" endurtók hann og bætti við með hægð: „Það hefur, ef til vill ekki verið nauðsyn- legt fyrir hana að deyja. Það getur verið að dauði hennar hafi verið aðvörun til annarra, Quentin. Til annarra, sem mundu kanske vera jafn heimskar og þrjózkar.” „Við hvað eigið þér?“ spurði hún lágt. Hann yppti öxlum. „Ekkert! En þér vilduð kannske láta þetta, sem ég hef sagt yður, fara lengra til annarra — eða annarrar. Eða kannske, að þér kynnuð að hafa áhuga á þessu — Það er ekki alltaf viturlegt að skipta sér af mál- efnum annarra, ekki einu sinni —“ varir hans kipruðust ofurlítið -—• „í góðum tilgangi, góða mín.“ 25. KAPLI. Seinni hluti dagsins var lengi að líða þangað til Duncan kom. Það var langur, kaldur og drungalegur dagur. Regnið tók að streyma úr loftinu eins og syndafall, skömmu eftir að Ivan ók henni heim og það hélt áfram allt siðdegið. Þunglyndi hennar hafði nú breytzt i skýlausan ótta. — Gat það verið að Ivan hefði verið að hóta henni, eða gerði hún meira úr orðum hans en efni stóðu til? En því hefði hann átt að hóta lienni? Eða hafði hann verið að hóta Katrinu í gegn um hana? En því ætti hann að hóta Katrinu? Þau höfðu talað um veslings stúlkuna, sem hafði fyrirfarið sér við Gapið, hafði kastað sér fram af klett- inum — en allt i einu komu önnur orð upp i huga hennar — eða liafði verið kastað fram af — Bara, að hún gæti talað út um þetta allt við Mac, en Mac var ekki í bænum. Vafalaust var hann úti á Pálmaströnd með Irmu, ungu stúlk- unni, sem hann áreiðanlega var ástfanginn af. Hvernig gat hún treyst honum undir þessum kringumstæðum ? En hún gat treyst Duncan. Hann hafði jafn- mikinn áhuga á velgengni Katrínar og hún. Hún var svo áköf í að tala við Duncan, að hún hljóp á móti honum þegar hann kom. Hún hafði verið að þvo af sér inni í baðherberginu og látið dyrn- ar standa í hálfa gátt. Hún nam staðar nokkra faðma frá honum. Hún starði á hann eins og hún þekkti hann ekki. Það var ekki aðeins svipurinn i andliti hans og það, að hann brosti ekki eins og venjulega, sem gerði það að verkum, heldur sú tilfinning, að hann langaði ekki til að taka hana í faðm sér. Eitt hvað hafði komið fyrir! „Duncan, hvað er að?“ hrópaði hún. „Er þér sama, þó að ég fari fyrst úr regn- kápunni?“ spurði hann stillilega. „Ég er renn- andi blautur.“ Hann hafði vald yfir rödd sinni, en það var ekki laust við, að hann væri hás. „Já, auðvitað! Og regnhlífin þín? Láttu mig fá hana, ég skal fara með hana inn í baðherbergið.“ Hún var eins og úti á þekju þegar hún talaði og tók regnhlífina og setti hana út í horn í bað- herberginu. Hvað liafði komið fyrir? Þegar hún kom inn aftur, stóð hann við sval- ardyrnar og horfði á regnið sem streymdi lát- laust niður. „Mér þykir leitt, að ég kem svona seint,“ sagði hann án þess að snúa sér við. „Það gerir ekkert til Þú hefur verið með vini þínum, er það ekki? Og okkur kom saman um —“ hún þagnaði, því næst hrökk alveg ó- sjálfrátt út úr henni: „En þetta hefur verið afar leiðinlegur dagur, Duncan!" „Já, það rignir mikið hérna, ef það á annað borð byrjar að rigna,“ svaraði hann. Hún stóð og horfði efablandin á breitt bak hans. Hann leit út fyrir að vera mjög sterkur, en það var ekki líkamlegt þrek hans, sem hafði hrif- ið hana svo mjög, heldur tilfinningin um and- legt þrek hans, sú sannfæring um, að hann mundi aldrei svíkja hana, að hún, þegar hann einu sinni hefði gefið henni ást sína, yrði hennar aðnjót- andi alltaf — „Ertu búinn að drekka te? Á ég að búa til eitthvað handa þér?“ spurði hún. „Nei, það skaltu ekki gera.“ Hann sneri sér við. „Quentin, ég þarf að tala við þig.“ „Við getum að minnsta kosti fengið okkur sæti, eða vilt þú endilega standa?“ Loks brosti hann ofurlítið. „Nei, ég get vel setið!“ Hann settist í stóran hægindastól, en það virt- ist ekki fara vel um hann. Hann sat á brúninni og spennti greipar um hnéin: „Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því,“ sagði hann svo að lokum, „en ég hef ekki verið með vini mínum undanfarnar vikur. Ég hef verið með Katrínu." „Með Katrinu 8iliski?“ Hann kinkaði kolli, ræskti sig og hélt áfram: „Já, ég hitti hana á laugardaginn fyrir viku, daginn, sem þú fórst í skemmtiferðina. Ég stóð á King’s Cross og var að velta þvi fyrir mér, hvort ég ætti að fara í bíó, þegar ég rakst á hana. Veslings stúlkan stóð og virtist ekki hafa hugmynd um, hvað hún ætti að gera. Ég gekk til hennar og talaði við hana.“ „Já — og hvað svo?“ „Ég fór með hana á matsöluhús og gaf henni að borða. Guð hjálpi mér, hvað hún var svöng! Hún vildi ekki fara á stóra staði eða hótel. Hún sagði, að hún væri ekki þannig klædd, en ég held — eða réttara sagt — veit, að hún var hrædd.“ Quentin laut áfram og vætti þurrar varir sínar. „Veiztu við hvað hún var hrædd?“ Duncan hristi höfuðið: „Nei hún vildi ekki — hún vildi ekki segja mér það. En hún er dauð- hrædd! Svo mögur og föl — og döpur. Einmana barn! Hræðilega einmana! Ég fann það þegar fyrsta kvöldið. Og það hafði mikil áhrif á mig. Ég fann, að ég varð að hjálpa henni, hvað sem það kostaði!” sagði hann og hóstaði aftur. Já! þannig hlaut Duncan auðvitað að vera innan brjósts. Ábyrgðartilfinning hans var mjög rik, jafnvel gagnvart því sem honum kom ekkert við. „Hversvegna komstu ekki með hana til mín?“ „Ég nefndi það við hana, en hún — hún er líka hrædd við þig. Hún segir, að þú sért vin- kona Irmu Spellman. Hún hevrði málróminn hennar í íbúðinni kvöldið, sem hún var hér.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.