Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 29, 1952: Nóttin þegar rúmið féll. Smásaga eftir JAMES THURBER. Ég býst við að stórstraumsflóð æsku minnar í Kolumbus, Óhasó, hafi orðið nóttina, sem rúmið féll með pabba. Það er betra að heyra sagt frá þeim atburði (nema maður hafi heyrt hann fimm, sex sinnum áður, eins og einn kunningja minna hafði á orði), heldur en lesa hann af blaði, því að það er næstum óhjákvæmanlegt að þeyta húsgögnum, skella hurðum og gelta eins og hund- ur, til þess að sagan hljóti hinn rétta blæ og þann sennileik, sem jafnfráleit saga verður að hafa. Allt um það er þetta engin lygi. Svo bar til, að pabbi minn ákvað að sofa uppi á háalofti nótt eina, svo að hann hefði frið til að hugsa. Mamma mótmælti þessu harðlega, því að hún sagði, að gamla rúmstæðið þar uppi væri svo lélegt; það væri allt úr lagi gengið, og þungi höfðagaflinn gæti fallið ofan á höfuðið á pabba og drepið hann, ef rúmið dytti á annað borð. En pabbi lét ekki segjast samt sem áður, og klukk- an kortér yfir tíu læsti hann á eftir sér háalofts- hurðinni og hélt upp mjóa vindustigann. Seinna heyrðum við voveiflegt brak, þegar hann tildr- aðist upp í rúmið. Afi, sem venjulega svaf í háa- loftsherberginu þegar hann var hjá okkur, hafði horfið nokkrum dögum áður. (Þetta kom fyrir öðru hvoru, og burtu var hann sex til átta daga og kom aftur rautandi og skapillur, með þær fregnir, að Sambandslýðveldinu væri stjómað af eintómum þorskhausum). Um þessar mirndir var hjá okkur i heimsókn taugabilaður frændi okkar, Briggs að nafni, sem trúði því staðfastlega, að hann mimdi einhvern tíma hætta að anda í svefni. Hann hafði á til- finningunni, að væri hann ekki vakinn á hverri klukkustund alla nóttina, þá mundi hann kafna. Það var venja hans, aS láta vekjaraklukku hringja með ákveðnu millibili allt til morguns, en ég fékk hann til að hætta því. Hann svaf í mínu herbergi, og ég sagði honum, að ég svæfi svo létt, að ég mundi hrökkva upp, jafnskjótt og einhver hætti að anda í sama herbergi. Hann prófaði mig fyrstu nóttina — ég hafði líka bú- izt við því — með því að halda niðri í sér and- anum, eftir að hann hafði sannfærzt um að ég væri sofnaður. Samt var ég ekki sofnaður, og ég kallaði til hans. Við það virtist draga nokk- uð úr ótta hans, en í varúðarskyni setti hann kamfóruglas á náttborðið hjá sér. Ef ég vekti hann ekki, ’fyrr en hann hefði næstum geispað golunni, þá sagðist hann ætla að þefa af kamfór- unni, því hún væri ákaflega endurlífgandi, sagði hann. Briggs var ekki eini meðili fjölskyld- imnar, sem hafði dálitla duttlunga. Melissa gamla Beall, frænka okkar, (sem gat blístrað eins og karlmaður með tvo fingur uppi í sér) þjáðist af þeirri vissu, að hún hlyti að deyja í Suður- götu, af því að hún hafði fæðzt í Suðurgötu og gifzt í Suðurgötu. Svo var það Sara frænka, sem aldrei hafði gengið til hvílu að kvöldi án óskaplegs ótta um að þjófur mundi brjótast inn í húsið og blása klóróformi undir rúmið hennar með pumpu. Til að bægja frá sér voðanum — hún var miklu hræddari við svæfingarlyf, held- ur en missi fjármuna sinna — hrúgaði hún ævin- lega peningum sínum, silfurmimum og öðru verð- mæti í myndarlegan hlaða úti fyrir herbergis- dyrum, og lét fylgja bréfmiða: „Þetta er allt, sem ég á." Grasía frænka var líka haldin inn- brotsótta, en hún bar sjúkdóminn af meiri hetju- lund. Hún trúði því, að þjófar hefðu brotizt inn til sín á hverri nóttu seinustu fjörutíu árin. Sú staðreynd, að hún haffði engan hlut misst, sannfærði hana ekki um hið gagnstæða. Hún staðhæfði sí og æ, að hún fældi þá á brott, áð- ur en þeir gætu nokkru náð, með því að kasta skóm fram á ganginn. Áður en hún gekk til hvílu, hrúgaði hún saman öllum skóm, sem til náðist í húsi hennar, á einhvem hentugan stað. Fimm mínútum eftir að hún hefur slökkt ljós- ið rís hún upp í rúminu og segir: „Þeir koma!" Eiginmaður hennar, sem lært hefur að virða sjúk- dóm hennar að vettugi allt siðan 1903, sefur ann- aðhvort vært eða læzt sofa vært. Og í báðum tilfellum þrumir hann fram af sér rykki hennar og kippi, svo að brátt stigur hún fram úr, tiplar til dyra, opnar þær ögn og þeytir skó innar eftir ganginum, og öðrum skó utar eftir ganginum. Sumar nætur kastar hún allri hrúgunni, stund- um bara nokkrum pörum. En nú fjarlægist ég stöðugt þann merkilega atburð, sem skeði nóttina þegar rúmið féll með pabba. Um miðnætti voru allir komnir í rúmið. Vegna þess, sem síðar gerist, er nauðsynlegt að segja nokkuð frá híbýlunum og íbúum þeirra. I framherberginu uppi á lofti (beint undir háa- loftsherbergi föður míns) var móðir mín og bróð- ir minn, Hermann, sem stundum söng upp úr svefni, tíðast „Þrömmum við gegnum Georgíu" eða „Fram, fram, hjálpræðismenn". Briggs Beall og ég vorum í næsta herbergi við þetta. Bróðir minn Roj var í herbergi hinumegin við ganginn. Rottuhundurinn okkar, Rex, svaf niðri í anddyri. Ég svaf í hermannabedda, sem maður dró í sundur með því að lyfta tveim trévængjum (þeir voru samsíða miðstykkinu og í sömu hæð), sem venjulegast hengu niður líkt og vængir á niður- felldu borði. Þegar vængir þessir eru uppsettir, er varhugavert að velta út á þá, því að um leið hefur beddinn endaskipti, þannig að ég ligg á gólfinu með öll sængurfötin ofan á mér og bedd- ann efst. Þessu fylgir ofboðslegur hávaði. Og þetta var einmitt það, sem skeði klukkan tvö um nóttina. (Það var móðir mín, sem við upp- rifjun seinna kallaði þessa nótt „nóttina þegar rúmið féll oná hann pabba þinn.“). Ég sef ævinlega fast og er seinn að vakna VEIZTU -? 1. Köldustu staðir jarðar eru hvorki á = norður- né suðurpólnum. Hvar héfur | mesti kuldi verið mældur? 2. . . . Svo lifna blómin einn ljósan dag i og lóan kvakar í mónum. Og fjallið roðnar af feginleik og fikar sig upp úr snjónujn. Eftir hvern er þessi vísa? 3. Hvað er að vera vammhaltur? 4. Nú þykir ekkert sjálfsagðara en stúlka i velji sér sjálf eiginmann. En hvernig I var þessu háttað til forna? 5. Hvað er grafít? 6. Hver urðu ævilok þýzka heimspekings- | ins Nietzsches ? En hollensk-franska I málarans van Goghs? 7. Hvað heitir filmstjórinn franski, sem | stjórnaði kvikmyndunum „Presturinn i og blinda stúlkan" og „Drottinn þarfn- = ast þjóna"? 8. Hverju spáir kötturinn samkvæmt ís- i lenzkri þjóðtrú, þegar hann klórar sér i bak við eyrað? \ 9. Hverjar eru beinakerlingar ? 10. Hvað hét með réttu: a) greifinn af i Monte Cristo, b) Kamilíufrúin, c) i Urðarköttur, d) Kaupahéðinn? Sjá svör á bls. 14. i Víg Höskulds Hvítanessgoða. I þenna tíma vaknaði Höskuldur Hvíta- nessgoði. Hann fór í klæði sín og tók yf- ir sig skykkjuna Flosanaut. Hann tók kornkippu og sverð í aðra hönd og fer til gerðisins og sár niður korninu. Þeir Skarphéðinn höfðu mælt með sér, að þeir skyldu allir á honum vinna. Skarphéðinn spratt upp undan garðinum, en er Hösk- uldur sá hann, vildi hann undan snúa. Þá hljóp Skarphéðinn að honum og mælti: „Hirð eigi þú að hopa á hæl, Hvítaness- goðinn,“ — og heggur til hans, og kom í höfuðið, þá féll Höskuldur á knéin. Hann mælti þetta: „Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yður.“ Hlupu þeir þá að honum og unnu á hon- um. (Úr Njálu). (auðvitað laug ég að Briggs), og þess vegna hafði ég enga hugmynd um hvað skeð hafði, þeg- ar jámbeddinn hvolfdi mér úr sér og small ofan á mig. Mér var eftir sem áður nægilega hlýtt, því að rúmið hvíldi yfir mér eins og sængur- himinn. Þar af leiðandi vaknaði ég ekki, rétt aðeins rumskaði og sofnaði síðan aftur. Móðir mín, í næsta herbergi, hrökk engu að síður upp við skarkalann og hinn hroðalegasti sannleiki var henni strax auðsær: stóra viðarrúmið uppi á háa- lofti hafði fallið oná pabba. Þessvegna hrópaði hún: „Við skulum flýta okkur til veslings pabba!" Þessi skrækur, öllu frekar en hávaðinn af rúm- falli mínu, vakti Hermann, sem svaf í herberg- inu hjá henni. Hann hélt, mamma hefði feng- ið móðursýkiskast af einhverri ósýnilegri ástæðu. „Það er allt í lagi með þig, mamma!" hrópaði hann og reyndi að sefa hana. Þau hrópuðu og skræktu til skiptis næstu tíu sekúndurnar: „Við skulum fara til veslings pabba þíns!" og „Það er allt í lagi með þig!" Nú vaknaði Briggs. Þá hafði ég losað svefninn, svo að ég vissi nokkurn veginn hverju fram vatt, mjög óljóst þó; ég skildi ekki ennþá, að ég væri undir rúmi mínu, en ekki ofan á því. Briggs, sem vaknaði nú mitt í óskap- legum örvæntingarhrópum, sannfærðist strax um, að hann væri að kafna og við að reyna að vekja hann til lífsins. Með lágu neyðarveini greip hann kamfóruglasið af náttborðinu, og í stað þess að þefa af því, hvolfdi hann kam- fórunni yfir sig. Herbergið angaði þegar af kam- fóru. „Ugf, ahfg," hveinaði Briggs, eins og drukknandi maður, því að honum hafði næstum tekizt að kæfa sig í flóði þessa megna vökva. Hann þeyttist fram úr rúminu og þreifaði fyrir sér í átt til opna gluggans, en kom að þeim lok- aða. Hann braut rúðunu með hnefa sínum, og ég heyrði brothljóð, og glerið bylja á gangstign- um fyrir neðan. Á þessum varhugaverðu tíma- mótum reyndi ég að komast á lappir og við það fékk ég óhöndlanlegt hugboð um, að rúmið væri oná mér! 1 svefnrofunum ályktaði ég sem svo, að óhljóðin stöfuðu af því, að fólkið væri að gera örþrota tilraun til bjargar mér úr hinni undarlegustu lífshættu. „Hjálpið mér út úr þessu," drundi í mér. „Hjálpið mér!“ Vera má ég hafi verið haldinn þeirri skelfilegu vissu, að ég væri lokaður niðri í námugöngum. „Gaff," hvein í Briggs, þar sem hann maraði í kamfórunni. Um þetta leyti var móðir mín, með kveinstöf- um, ásamt Hermanni, sem líka var ennþá með kveinstöfum, að burðast við að opna háalofts- dyrnar til þess að komast upp og ná líki föður mins úr rúmbrakinu. Hurðin var þrælföst aftur og lét ekki undan. Mamma barði af öllum kröft- um, og það jók nú heldur en ekki á hávaðann. Roj og hundurinn voru komnir á kreik, annar kallaði spyrjandi, hinn gelti. Pabbi, sem var fjarstur okkar og hafði eflaust sofið værast, vaknaði nú við barsmíðina. Hann Framhald á bls. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.