Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 29, 1952 3 Undanfarið höfum við borið víurnar i Friðrik Ólafsson skákmeistara og reynt að fá hann til viðtals, en lengi hafði hann engan tíma aflögu, sagðist stunda nám á vetrum og þyrfti þarafleiðandi að vinna á sumrum. Hann vann á eyrinni, og það var eftirvinna. Svo varð loks hlé þann 26. júní, vinnan á eyrinni búin, óráðstafaðir atvinnuleysisdagar framundan. Og Friðrik kemur niður á skrifstofu Vikunnar með sitt hógláta bros: Hér er ég. Helztu æviatriði? Ég er fæddur 26. janúar 1935 og ólst hér upp hjá foreldrum mínum, Sigríði Sí- monardóttur Sveinbjarnarsonar, sem var skipstjóri á Akranesi, og Ólafi Friðriks- sjmi. Hér hef ég svo verið alla tíð, fór í sveit frá fimm til tólf ára aldurs, síðan í Menntaskólann og tók þar próf í vor upp í fjórða bekk. Á sumrin var ég undanfarið í vinnuflokkum bæjarins, og í vor hef ég til þessa unnið á eyrinni, en nú er það búið að vera. Hvenær byrjaðir þú að tefla? Tafl hef ég átt frá því ég var átta ára, en ég byrjaði eiginlega að tefla af tilvilj- un, tók þátt í fjöltefli við Baldur Möller inni á Þórskaffi, þegar ég var ellefu ára; tapaði auðvitað skákinni, en fékk delluna! Hvernig verða menn góðir taflmenn? Ég hef lært mest af því að kynna mér skákir meistaranna. Og hver er í mestum metum hjá þér? Jose Capablanca frá Kúbu. Hann var heimsmeistari 1921—27. Mér fellur ein- hvern veginn bezt við hann. Hann tefldi ekkert sérdeilis glæsilega, en vel tefldi hann og tapaði ekki nema 36 skákum um ævina, eða 6 prósent. Hvenær kepptirðu fyrst? Þegar ég var tólf ára. Á íslandsmóti í 2. flokki 1947. Þá varð ég sjötti til níundi. En nokkru síðar var Reykjavíkurmót, og þá vann ég. Af hverju tókstu svona miklum fram- förum á svona stuttum tíma? Ætli það hafi ekki bara verið þjálfun- in á fyrra mótinu. Nú, og svo hvað? Ég komst í 1. flokk með því að vinna þama, og í 1. flokki fór alveg á sömu leið, bar sigur úr býtum eftir tvennar keppnir og komst þar með upp í meist- araflokk. I meistaraflokki hef ég keppt síðan, og það eru ein fimm ár. Utanf arir ? 1950 fór ég til Brimingham á mót til undirbúnings heimsmeistarakeppni ung- liða. Þar varð ég fjórði. Árið eftir fór ég á meistaramótið, sem líka var haldið í Birmingham og varð ellefti af átján. En hvernig gekk að vinna sig upp í meistaraflokki hér heima? 1 annað sinn, sem ég keppti þar, voru þátttakendur svo margir, að keppa varð eftir kerfi, en sigurvegarar smáflokkanna fóru síðan í úrslit, og var ég einn þeirra og varð neðstur. I fyrra varð ég aftur á móti númer tvö. Og í ár vann ég. Já, hvernig var það með keppnina í ár? Við Lárus Johnsen vorum uphaflega jafnir, en háðum síðan einvígi, tefldum sex skákir. Af þeim vann hann eina, ég tvær og þrjár urðu jafntefli. Er erfitt að keppa? Það tekur dálítið á taugarnar. Svo eru allar svona keppnir haf ðar á kvöld- in, maður þreyttur og stundum syfjaður. Þjálfarðu þig án afláts? Já, maður lítur öðru hvoru í bækur, þegar tími vinnst til, en ekki of oft, því að þetta er leiði- gjarnt eins og annað. Annars er skákin orðin svo kerfisbundin. Ef maður gerir til dæmis einhverja smávitleysu í upphafi, getur öll skákin spillzt. Til eru byrjunar- bækur, sem sýna svona fyrstu 10, 15 leikina, og ævin entist ekki tii að kynna sér allar bær byrjanir, en það getur samt borgað sig, þvi að byrjunin skiptir mjög miklu máli, sér- staklega þó ef mótherjinn er ekki á verði. Hvað um framtíðina? Tja, ekkert sérstakt, ég held áfram í skólanum. Svo getur verið að efnt verði til skákmóts í sambandi við Ólympíuleik- ana í sumar. Þá förum við einhverjir þangað. Hver heldur þú sé þín skemmtilegasta skák? Það er skák, sem ég tefldi í fyrra við Bjarna Magnússon í Hafnarfirði. Ég man hana alveg. Ég gæti rissað hana upp, ef þú vildir. Hún er svona: Tefld 17/12 '50 í afmælismóti Hafnarfjarðar. Hvitt: Bjarni Magnússon. Svart: Friðrik Ólafsson. Iíóngs-indversk vörn. 1. c2—c4 Rg-8—f6 2. d2—d4 g7—g6 3. g2—g3 Bf8—g7 4. Bfl—g2 0—0 5. Rbl—c3 d7—d6 6. f2—f4! ? Aths.: Fram að þessu hefur byrjunin verið all- regluleg, en hér breytir hvítur út af. ,Hann vill vafalaust hindra e7—e5, sem er aðaltakmark svarts með þessari vörn. En leikurinn myndar ýmsa veikleika í hvítu stöðima, sem svartur reynir að notfæra sér með því að leita á nýjar vígstöðvar. 6......... Rb8—d7 7. Rgl—f3 c7—c5! 8. d4—d5 Aths.: 8. e2—e3 var að öllum likindum betri leikur. Eftir hinn gerða leik getur svartur opn- að stöðuna sér í vil. 8......... 9. Ddl—d3 li}. e2—e4 11. c4Xd5 12. Dd3—c2 Aths.: Hvítur virðist ekki viðbúinn eftirfar- andi fórn. Hann hefur sennilega búizt við 12. Nf8—e8 sem hótar peðsvinning með Rb6 X d5, þar sem kóngspeðið er leppur. 13. 0—0 andæfir þeirri hótun algjörlega. En svartur hefur annað í pokahominu. 12 ...... Rb6Xd5! 13. e4 Xd5 Aths.: Hvítur álítur að óhætt sé að þiggja fórnina. Hann gat einnig drepið fyrst með ridd- ara með líkri útkomu. 13 ...... Hf8—e8+ Aths.: Nú getur hvítur valið um þrjár leiðir: a) Kdl, sem hann lék. b) Rc3—e2, sem svartur svarar með 14. leik, Bc8—f5, 15. Dc2—dl, Bf5 —d3. 16. Rf3—gl, Dd8—b6, 17. h2—h3 (Til að hindra Rg4). He8—e7 og hvítur fær ekki að gert eftir að svartur hefur doblað hrókana á e-línunni. c) Kfl, sem er svarað með 14....Bf5, 15. Df2 Bd3 + 16. Kgl,—Rg4, 17. Dd2—Db6 +. 14. Kel—dl Bc8—f5. 15. Dc2—f2 Aths.: Eða 15. Dd2—Rg4, 16. Hel—Db6 og hótunin Rf2 + virðist algjörandi. 15......... Rf6—g4 16. Df2—gl Bg7 X c3 Aths.: Nauðsynleg uppskipti. 17. b2Xc3 Dd8—a5. Aths.: Hvítum hefur yfirsézt þessi leikur, þeg- ar hann þá fórnina. Svartur hótar nú Da4+ með máti á c2 eða DXc3. Hvítur á ekki til nema einn leik. 18. Kdl—d2 He8—e3 Aths.: Hótar DXc3 + . 19. Bcl—b2 He3—d3 + 20. Kd2—el Aths.: 20. Kcl er svarað á sama hátt. 20 ......... Hd3 X c3 21. Bb2 X c3 Aths.: Hvítur gefst upp á að halda við stöð- unni og leikur sig í einfalt mát. 21 ....... Da5Xc3 + 22. Kel—fl Bf5—d3 + mát. Frétt frá Almennum tryggingum Laugardaginn 5. þ. m. opnaði Almennar trygg- ingar h.f. líftryggingardeild. Hefur þessi fram- kvæmd lengi verið í bígerð, en erfiðara er að efna til líftrygginga en annarra trygginga, því að þær þarfnast öflugri sjóða, en tryggingar- félögin hafa ekki átt slíka sjóði handbæra, fyrr en á síðustu árum. Félagið komst að hagkvæm- um endurtryggingarsamningum við eitt voldug- asta tryggingarfélag Bandaríkjanna, Lincoln National. Almennar tryggingar eru nú 9 ára gamlar. Á þessum stutta starfsferli hefur félagið tekið stöðugum framförum, og starfsemi þess marg- faldast. Aukning á iðgjaldatekjum félagsins varð til að mynda 40% á síðasta ári. Nú eru iðgjöld allra deilda 11,3 milljónir. Ungur tryggingarfræðingur, Guðjón Hansen, veitir þessari nýju deild forstöðu. Rd7—b6 e7—e6 e6Xd5 c5—c4!? t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.