Vikan


Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 24.07.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 29, 1952 Barnið, sem aldrei varð fullorðið. ÞETTA ER SÖNN SAGA og þess vegna er erfitt að segja hana. Ég hefi fengið mörg bréf frá foreldrum, sem eiga samskonar barn og mitt, og þessi bréf hafa fært mér heim sanninn um, að tími sé kominn til að segja hana. I bréf- unum er spurt að tvennu: hvað geta foreldrarnir gert fyrir barnið og hvernig þau geta afborið þá sorg að eiga svona barn? Eg svara fyrri spurningunni með því að segja frá því, sem ég hefi gert; en það er mjög erfitt að svara síðari spurningunni, því sérhver verður að læra sjálfur að þola óumflýjanlega sorg. Og það eitt að þola dugar ekki. Bitur reynsla get- ur gert fólk beiskt í lund og eitrað með því lif annarra. Fólk verður að sætta sig við hlutina i þeirri vissu að sorgin hafi gildi í sjálfri sér. Og hún getur verið gulls ígildi. Henni er hægt að breyla í vizku, sem hefur hamingju í för með sér. Önnur ástæðan fyrir því, að ég segi þessa sögu er sú, að ég vil að líf telpunnar minnar verði kynslóð hennar að gagni. Það hefur verið komið á fót (í Bandaríkjunum) mikilvægri nýrri hreyfingu til hjálpar öllum börnum sem eru eins og hún. Vitrir menn og konur eru farin að viðurkenna andlega veikluð börn sem hluta mannkynsins og vilja kenna þeim það sem þau geta leyst af hendi, svo þau geti orðið hamingjusöm og þjóð- félaginu til gagns. Ef þetta á að takast verður rannsóknarstarfið að ganga betur en nokkru sinni áður. 1 því starfi geta staðreyndirnar um barnið mitt orðið að liði. Það er auðvitað of seint að hjálpa henni, því hún er nú fullvaxin kona, líkamlega. En það er ekki of seint fyrir mörg lítil börn og áreiðanlega ekki of seint fyrir önn- ur, sem enn eru ófædd. „Barnið mitt fæddist í Kína, þegar ég var í blóma aldurs míns. Mig hafði alltaf langað til að eignast börn og ég man vel ótakmarkaða gleði mína, þegar kínverska hjúkrunarkonan lyfti telp- unni svo ég gæti séð hana. Svipur hennar var hreinn og mér fannst augun róleg og greindar- leg. Ég sagði við hjúkrunarkonuna: ,,Er hún ekki greindárleg eftir aldri?" Hún var tæplega klukkutíma gömul. „Það er hún sannarlega," sagði hjúkrunarkon- an. ,,Og hún er líka falleg. Þetta barn hefur verið skapað í sérstökum tilgangi." En hvað ég hefi oft hugsað um þessi ummæli. Fyrst hreykin, meðan litla stúlkan tók framför- um og var alltaf heilbrigð og góð. Ég man eftir því, þegar gamall vinur minn sá hana tveggja mánaða gamla. Barnið hafði aldrei fyrr séð mann með svart yfirskegg og starði fyrst á hann, síð- an drógust litlu munnvikin niður í skeifu. „Einkennilegt," sagði vinur minn. „Hún veit strax hvað er henni ókunnugt." Við vitum ekki hvenær hún hætti að þroslc- ast andlega né hvers vegna það varð. Það var ekkert að ættmennum hennar, sem ég þurfti að óttast. Engin ung móðir gat verið svo illa búin undir það sem koma átti. Ég held ég hafi verið síðust til að gera mér grein fyrir því, að eitthvað var að. Hún var þriggja ára gömul, þegar mig fór að gruna það, því hún var ekki enn farin að tala. Ég man að ég talaði hrædd um þetta við vini mína. Þeir svöruðu hughreystandi, of hughreystandi. Þeir sögðu mér, að börn færu að tala á mismunandi aldri, að börn, sem al- ast upp með öðrum börnum færu fyrr að tala en einkabörn. Þeir sögðu allar þær innantómu fullyrðingar, sem velviljaðir vinir segja og ég trúði þeim. Telpan mín var næstum fjögurra ára gömul, þegar ég varð þess vör, að hún hafði hætt að þroskast andlega. Hún var þá byrjuð að tala svo- lítið, borða sjálf og klæða sig. Henni þótti gam- an að myndabókum og skildi fleira en hún gat sagt. Ég skildi bendingar hennar og þessi fáu sundurlausu orð. eftir PEARL S. BUCK. í grein þessari segir ameríska skáldkonan Pearl S. Buck óvcnju liugnæma sögu um baráttu þá, sem liún liáði til að leita lækninga vanþroska dðttur sinni. Dag nokkurn hlustaði ég á fyrirlestur hjá amerískum barnalækni og meðan ég hlustaði á hana varð ég þess fullviss að eitthvað mikið var að barninu mínu. Læknirinn benti á hættuein- kenni: að vera seinn til gangs, seinn til að tala og þegar barnið er farið að tala, þá hve óró- legt það væri — allt þetta var hættumerki. Eftir að fyrirlestrinum var lokið, bað ég lækn- inn að líta á dóttur mína. Hann kom daginn eft- ir og sat lengi og horfði á barnið, svo hristi hann höfuðið. „Það er eitthvað að,“ sagði hann. „Ég veit ekki hvað það er. Þér verðið að leita læknis." Hann benti mér á einkenni, sem ég hafði ekki séð eða vildi ekki sjá. Athyglisgáfa barnsins var mjög lítil. Hinar hröðu hreyfingar hennar höfðu ekkert markmið -— þær voru bara hreyf- ing. Augu hennar, sem voru svo blá, voru tómleg, ef skyggnzt var djúpt í þau. Þau svöruðu ekki. Læknarnir komu dáginn eftir og eftir að hafa rannsakað barnið sögðu þeir: „Þér verðið að fara með hana til Ameríku. Ef til vill vita lækn- arnir þar, hvað er að henni. Við getum ekki sagt annað, en að eitthvað er það.“ Þannig*byrjuðu hin löngu ferðalög, sem foreldr- ar slíkra barna þekkja svo vel. Rekin áfram af sannfæringunni um, að einhver hlyti að geta lækn- að hana, fór ég með litlu stúlkuna mína yfir hálf- an hnöttinn, en missti smátt og smátt vonina. Ferðin endaði á Mayo-sjúkrahúsinu í Rochest- er. Dag eftir dag hafði hún gengið í gegnum ná- kvæmar rannsóknir og traust mitt hafði vaxið. Svo miklar rannsóknir og svo mikil þekking hlyti að geta frætt mig um sannleikann og hvernig ég gæti fært mér hann í nyt. Að lokum tók yfirmaður barnadeildarinnar við öllum skýrslunum og dró ályktanir um sjúkdóm- inn. Flestar voru þær góðar. Barnið mitt hafði vissa hæfileika, sérstaklega í tónlist. Það sáust merki um óvenjulegan persónuleika, sem barðist við einhverskonar hömlur. — En heilastarfsemin var alvarlega böguð. Hann vissi ekki hvers vegna. „Einhvern tíma hefur hún hætt að þroskast." Ég sat þarna með barnið mitt i fanginu og fann þennan hræðilega verk fyrir hjartanu, sem verður að líkamlegum sársauka og smýgur í gegnum merg og bein. „Er það vonlaust?" Góðhjartaður maður — ef til vill var hann ekki viss. „Ég mundi ekki hætta að reyna í yðar spor- um,“ sagði hann að lokum. Og nú kom það augnablik, sem ég mun vera þakklát fyrir alla mína æfi. Þegar ég leiddi barn- ið mitt niður ganginn, kom litill, fölur maður hægt út úr tómu herbergi og stöðvaði mig. Ég hafði séð hann áður, þegar hann færði yfirlækn- inum skýrslurnar. „Sagði hann yður að barninu gæti batnað?" spurði hann. „Hann — hann sagði ekki að hún væri ólækn- andi,“ stamaði ég. „Hlustið á, það sem ég ætla að segja yður,“ sagði hann einbeittur. „Þér munuð slita yður út og eyðileggja fjölskyldu yðar, ef þér ekki gerið yður grein fyrir sannleikanum. Hún verður aldrei eðlileg — hlustið þér á mig? Ég veit það — ég hef séð svona börn. Hún mun aldrei geta talað almennilega, lesið eða skrifað. Blekkið ekki sjálfa yður. Þetta barn verður yður til byrði alla æfi. ' 7 Búið yður undir það að bera þá byrði. En um- fram allt, látið þetta ekki eyðileggja yður. Finn- ið stað, þar sem hún getur orðið hamingjusöm og lifið svo yðar eigin lifi. Það er yður fyrir beztu að vita sannleikann." Ég man, að hann var grimmur á svipinn, en ég veit að hann var það ekki. Ég veit það núna, að honum leið illa meðan hann talaði. Ég mun alltaf vera honum þakklát fyrir að hann skar djúpt í sárið, en fljótt og hreinlega. Ég fór með barnið mitt aftur heim til Kína. Reynsla mín er ekki einsdæmi. Nærri hundrað- asta hvert barn er eða verður andlega vanþroska — fæst af erfðum orsökum. Og sérhverju þess- ara barna fylgir örvilnuð fjölskylda. 1 seinni tíð fer ég oft á foreldrafundi, fundi foreldra and- lega veiklaðra barna, sem koma saman til hugg- unar og stuðnings. En hvað ég kenni í brjósti um þá. Ég þekki hvert fótspor á leið þeirra. Það er ekki auðvelt að læra að bera óhjá- kvæmilega sorg. Það væri auðveldara að standa augliti til auglitis við dauðann, því dauðinn tákn- ar endi. Hve oft hrópaði ekki hjarta mitt, að barninu mínu væri betra að deyja. Þó þetta hneyksli þá sem ekki hafa orðið fyrir því, hneykslar það ekki þá sem þekkja það. Ég hefði boðið dauðann velkominn til barnsins míns og ég mundi enn gera það, því þá yrði hún endanlega hólpin. Samt sem áður veit ég að foreldrar, sem stytta börnum sínum aldur, gera rangt. Þjóðfélagið dæmir til dauða fyrir vissa glæpi, en það má ekki drepa saklausa og enginn er saklausari en þessi börn, sem aldrei vaxa upp. Ef þjóðfélagið viðurkenndi réttinn til að drepa nokkra sak- lausa manneskju, yrði afleiðingin hræðileg. Því fyrst yrði álitið réttlætanlegt að drepa hjálpar- vana börn, en því næst hjálparvana gamalmenni. Heilbrigð skynsemi mín, skyldutilfinning mín, allt sagði mér að ég mætti ekki láta þessa ógæfu eyðileggja líf mitt. En heilbrigð skynsemi og skylda geta ekki alltaf ráðið, þegar hjartað er sært. Ég reyndi að hegða mér eins og áður, eftir þvi sem ég gat, ég talaði, hló og tók þátt í þvi, sem gerðist í kringum mig. Undirniðri bjó and- úðin á því, en ég reyndi samt að fela grátinn fyrir barninu mínu, því hún starði á mig og hló. Þessi skilningslausi hlátur bugaði mig að lokum. Ég veit ekki hvenær það varð, en að lokum byrjaði ég að laga mig eftir aðstæðunum. Fyrst sætti ég mig við það — þetta skref þurfti að taka hvað eftir annað. Að sjá litlu börnin ná- grannans gera það sem barnið mitt gæti aldrei gert nægði til að ég félli í hina dýpstu örvænt- ingu. En ég lærði að ná mér aftur og að lokum neyddist ég til að hugsa um hvað gera skyldi varðandi framtíð barnsins. Ef hún hefði fengið öryggi hjá mér, hefði ég álitið það bezt að hafa hana hjá mér, því ég áleit að enginn skildi hana betur en ég eða gæti gert meira fyrir hana. Ef ég dæi ung, hvað yrði þá um hana? Heimurinn er ekki gerður fyrir hjálparvana fólk. Það bezta sem hægt var að búast við fyrir hana, var að senda hana til Bandaríkjanna og setja hana á stofnun þar. Þar yrði hún að venjast því að vera án alls, sem hún hafði áður vanizt á heim- ilinu. Hún mundi ekki skilja hvers vegna, og sorgin og óþægindin mundu hafa mikil áhrif á hana. Þá datt mér í hug, að það væri bezt fyrir hana að sætta sig við slíkt, ef ég gæti hjálpað henni. Hún gæti smátt og smátt fært sig frá einu heimilinu á annað og vitað að ég væri alltaf nærri og kæmi að heimsækja hana. Smáatvik skýrði þetta fyrir mér. Einn af amerisku nágrönnunum oltkar átti litla dóttur á svipuðum aldri og min. Þær höfðu alltaf farið í afmælisboð hvor til annarrar. Dag nokkurn var litla stúlkan að masa við mig, eins og lítil börn gera og sagði: „Mamma segir að næst geti ég ekki boðið vesalings litlu telpunni þinni." Næsta skipti var henni ekki boðið. Aðskilnað- urinn var byrjaður. Þá vissi ég, að ég yrði að Framhald á bls. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.